arnthor´s life

þriðjudagur, mars 15, 2011

Dagur 2

Ok nú er dagur 2 liðinn frá því að ég ákvað að byrja að draga mig út af facebook, og þetta hefur bara gengið nokkuð vel. Býst við að inna svo langs tíma er ég búinn að losna við þennan hvimleiða vana. Næst er það farsíminn.
Ég hvet alla til að, kannski ekki hætta alveg en, prufa að klippa á sítenginguna til síbyljunar og athuga hvort að stress og áunninn athyglisbrestur nútímans fari ekki minnkandi.
þið farið að sjá umhverfi ykkar með augum þess sem gefur sér tíma til að njóta og meta fegurð hversdagsleikans án þess að hugsa stanslaust um hvort að einhver hafi sent sms eða uppfært facebook síðuna sína.
Ég held að ég fari að spila við Krissa og Bennu eða kannski kíkjum við á einhverja mynd saman og ég slekk á símanum á meðan.

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home