arnthor´s life

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Þjófnaður aldarinnar

Ég var að sjá auglýsingu þar sem falleg og "svöl" ungmenni voru að dásama símafyrirtæki af öllu steingeldu. Það er álíka rotið og þegar unga og fallega fólkið er að reyna að lokka hitt unga og misfallega fólkið til að selja einhverju bankabákni sál sína og framtíð.

Þetta eru ekki einu dæmin um það að verið er að seilast eftir æskunni með það að sjónarmiði að eyða því hugtaki.
Ég held að þetta hafi byrjið einhverntímann á tímabilinu 1985 - 1995, börn og ungir voru smátt og smátt rænd raunveruleikanum, sakleysininu og ábyrgð gerða sinna.
Ungmenni í dag lifa í bíómynd sem aðeins fólk sem er -20 eða +20 og vanþroska, getur séð. Og þegar maður er bara að leika í mynd þarf maður ekki að hugsa mikið um hvað maður segir eða gerir því að það mun ekki hafa neinar alvöru afleiðingar.
Fólk kvartar yfir hvað unga fólkið sé gersneytt bæði sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öllum og öllu, og það er alveg rétt . En málið er að það voru ekki börnin sem hönnuðu sína tilveru heldur foreldrar, internetklámkóngar, Jackass og Mtv, ásamt hinum ýsmu útlitsníðingum, s.s. stílistum og tískulöggum.

Nei þýðir nei og ef þú skilur það ekki skaltu bara andskotans inní herbergi og vera þar þangað til að þú lærir að haga þér eins og manneskja.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home