arnthor´s life

þriðjudagur, maí 24, 2005

dálítið sad er það ekki

Eins og mörg ykkar vita sem eru hafið komið hér inn áður, þá erum ég og Solla búin að vera í dösnkunámi ásamt fólki frá hinum ýmsu löndum, þ.á.m. Írak og ég verð að segja að það er nú hálfsorglegt þegar þetta fólk er skoðar myndir og fréttir að heiman og það er ekkert nema bílsprengjur og fleira í þeim dúr.
Og ég er búinn að heyra nokkrum sinnum að "svona var þetta ekki þegar Saddam stjórnaði þessu!", og einn maður sem var að segja þetta sagði líka að hann hefði búið þarna í 35 ár og Saddam og hans kumpánar hefðu aldrei verið neitt að bögga hann og hann er ekki einu sinni af sömu trú og Saddam.
Ok hann er ekkert ljúfmenni hann Saddam en ég held að við verðum að viðurkenna að lýðræði virkar bara einfaldlega ekki allstaðar, eins og þessi sami maður sagði, "fyrir stríð höfðum við einn Saddam núna eru þeir þúsund".
Þetta er menningarsamfélag sem er mörgþúsund árum eldra en okkar en samt erum við, vesturlönd og þá aðallega fæðingarhálfvitarnir í bandaríkjunum, viss um að þetta fólk þurfi að læra eitthvað af okkur!
Svo fyrir ykkur sem hafið áhuga að læra eitthvað nýtt, þá eru upptökin að flestum átökum sem eru í miðausturlöndum runnin undan rifjum vesturlanda, t.d. átök á milli trúarhópa í Indlandi voru ekki til staðar fyrr en nýlenduherrarnir fóru að deila landinu niður þegar þeir létu það af hendi, svo að ekki minnst á þann hluta Indlands sem var skorinn frá og gerður að Pakistan og síðan hafa verið stríð þar á milli, bandaríkin þjálfuðu upp og gáfu vopn til talibanana í afganistan, dældu peningum og vopnum til Saddams í Írak og síðast en ekki síðst stálu vesturlöndin helmingnum af Palestinu og lét í hendur gyðinga eftir að þeir voru búnir að kría það út með væli og sjálfsmorðsárásum og svo réttlættu þeir það með því að segja að gyðingar hefði sögulegan rétt til að búa þarna, það er eins og að segja að íslendingar hafi sögulegt tilkall til Ameríku.
jæja, nóg raus ég skal reyna að hafa þetta léttara næst.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home