arnthor´s life

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Löngu vitað

Í nýlegri breskri rannsókn var sýnt frammá að þeir sem hlaði tónlist "ólöglega" af netinu, Kaupi einnig tónlist á netinu og þá að meðaltali 4 sinnum meira en þeir sem nálgist tónlist einungis á "löglegan hátt". Þetta finnst mér áhugavert íljósi þess að þessi bransi er alltaf að væla um að skráarskipti séu að ganga að þeim dauðum, bara í seinustu viku var náð í 500.000.000'asta lagið hjá iTunes og þjónustan þeirra í Evrópu seldi yfir 800.000 lög á nokkrum vikum, svo eru náttúrulega fleiri veitur með löglegt niðurhal, t.d. tonlist.is, sem eru að gera það gott. Ég held að þessi tónlistarbransi verði bara að sætta sig við að þetta er komið til að vera og eftir að maður er búinn að vera að sjá þessa þætti í imbanum þar sem verið er að líta á líf þessa þekktustu stjarna, er manni nokkuð sama þó að þær missi nokkrar krónur. Það er engum hollt, og sérstaklega ekki "listamönnum", að eiga of mikið af peningum.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home