arnthor´s life

mánudagur, október 31, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 6

Nú er komið að pistli 6, kafla 12. Ég kvíði dálítið að skrifa þetta, þar sem að það opnar sár sem eru ekki alveg gróin.

12.Ég og Ellý, þáverandi kærasta mín, fórum með foreldrum mínum í heimsókn til Fáskrúðsfjarðar í páskafríinu 1993 og eitt kvöldið þegar ég var að keyra einni vinkonu minni heim, lenti ég í því að annar bíll keyrði í hliðina á bílnum, þar sem ég var að beygja uppað húsinu. Eftir að ég og hinn ökumaðurinn vorum búnir að ákveða hvað gera skildi, ákvað ég að bakk bílnum sem ég var á, yfir í bílastæði sem var hinu megin við götuna. Í þann mund sem ég var að fara af stað heyrði ég einhvern hrópa og ég stöðvaði bílinn, en allt kom fyrir ekki. Góður vinur minn og bekkjabróðir til 10 ára, Guðjón Gunnarsson, kom aðvífandi á mótorhjóli og keyrði aftan á bílinn. Hann datt ekki starx og í fyrstu leit út fyrir að hann myndi ná stjórn á hjólinu en svo lenti hann með, að mér sýndist, framdekkið ofan í niðurfalli og kastaðist af hjólinu. Ég stökk útúr bílnum og var fyrstur að honum og um leið og ég sá hversu illa farinn hann var, brotnaði eitthvað inní mér, í fyrstu fraus ég, stóð bara þarna og starði. Reyndar varð ég þarna vitni að ótrúlegum persónustyrk, allavega fannst mér það og finnst enn, þegar Gústi Margeirs kom þarna og fór að reyna að lífga frænda sinn við, ég hef farið yfir þetta milljón sinnum í huganum og er enn þann dag í dag viss um að sá styrkur sem hann sýndi þarna er ekki á margra færi. Svo kom sjúkrabíllinn og Skömmu seinna var tilkynnt að Guji væri látinn. Gunnar, pabbi Guja kom þarna og í hvert sinn sem ég sá hann leið mér verr og verr og sökk dýpra og dýpra. Ég fór svo inná lögreglustöð og ég bara man ekki hvað gerðist þar, eina sem ég man eftir er að vinur min, Jónas Friðrik, kom þarna og var að reyna að hressa mig við. Þá um nóttina brotnaði ég saman.
Ég fékk leyfi frá lögreglunni til að fara heim daginn eftir, ég gat ekki hugsað mér að vera þarna lengur. Kannski hefði verið betra að takast á við þetta strax, en þegar þú ert 18 ára og ert nýbúinn að vera viðriðinn slys þar sem einn af vinum þínum lætur lífið, ertu ekki alveg að hugsa skýrt. Á næstu árum fór sálarlíf mitt versnandi og eitt af fáu sem hélt mér á floti var nýfæddur sonur minn, Kristófer, en svo kom enn eitt áfallið, yfirvaldið hafði ákveðið að ákæra mig fyrir manndráp af gáleysi, það var eins og mottu hefði verið kippt undan löppunum á mér. Ég neyddist til að fara aftur austur í réttarhaldið, hlusta á vitnin lýsa þessum ömurlega atburði aftur og aftur frá mismunandi sjónarhornum, en verst var þó þegar ég þurfti að fara með lögreglumönnum til Fáskrúðsfjarðar til að setja slysið á svið, til að taka ljósmyndir sem notaðar voru í réttarhaldinu. Ég var svo sýknaður og fór aftur heim. Ástand mitt fór versnandi og skömmu seinna flosnaði uppúr sambandi mínu og Ellýar og hún flutti með Kristófer til Akureyrar.
Þarna hald ég að ég hafi náð botninum og við tók nokkurra ára “djamm”- tímabil.
Batinn byrjaði svo með nýju sambandi og ég ætla bara að vona að hann haldi áfram.

Ég hef hitt Jósep, bróðir Guja nokkrum sinnum og svo hitti ég Bryndísi, mömmu hans, einu sinni í Oddskarði en ég hef einungis séð Gunnar nokkrum sinnum álengdar, en ég hef bara ekki mannað mig uppí að heilsa honum. Þetta er eitthvað sem mun fylgja mér alla ævi og ég mun aldrei að fullu jafna mig á.

10 Comments:

  • Þetta er atburður sem mun alltaf vera í sálinni, maður hefur bara reynt að senda þeim (fjölskyldunni) hlýjar hugsanir, kveðja mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:48 f.h.  

  • Ég sit hérna með tárin í augunum og full samúðar með þér og fjölskyldu vinar þíns. Vona að þú náir fullum bata. Þetta er ekki léttur kross að bera og hvað þá svona ungur að árum með litla reynslu af lífinu.
    Kv
    Jónína Rakel frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:24 f.h.  

  • Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að tala aldrei um þetta og hugsa aldrei um þetta,annars myndi ég enda á hæli.Kveðjur kallinn minn.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:07 e.h.  

  • Sendi þér og þínum góðar kveðjur og hlýjar hugsanir. Olla frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 e.h.  

  • Bestu kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar Arnþór minn. Adda frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:16 f.h.  

  • Það er ómögulegt að setja sig í þessi spor.
    Vona að þú náir að vinna úr þessu...
    kv,
    Bragi

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:47 f.h.  

  • Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Þetta var hræðilegt kvöld og ég ætla ekki að reyna að setja mig í þín spor. Það eina sem hægt er að hugsa er, að atburðarrásin þetta kvöld var eins og fyrirfram ákveðin og ekkert sem þú hefðir getað gert öðruvísi til að afstýra þessu. Hlýjar kveðjur. P.s. ég átti alltaf eftir að þakka fyrir það sem þú skrifaðir um mig, ég er eins og 4 köflum á eftir í lestri, hef ekkert komist í tölvuna undanfarið, ætla að vinna það upp núna. Heyrumst vonandi fljótlega.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:29 f.h.  

  • Vá ég var að klára að lesa þetta allt. Alveg þrælskemmtilegt. Mig langar bara að vera memm... gaman að rifja upp (það sem gott er að sjálfsögðu). Bið að heilsa norður, aftur...

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:45 f.h.  

  • Úff, ég fæ alveg kökk í hálsinn, þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Ég man þetta svo vel þó að ég hafi verið ung þegar þetta gerðist. Mér finnst gott hjá þér að losa aðeins um þetta hjá þér og sendi þér góða strauma. Gangi vel að vinna úr þessu kveðja Heiðrún Ósk frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:22 f.h.  

  • Já það er óhætt að segja að maður fái kökk í hálsin við að lesa þetta og þessum deigi munum við aldrei gleyma.en þú ert greinilega að gera góða hluti þarna og haltu því afram bestu kveðjur til þín og fjölskyldu Hulda Sigrún

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home