óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 7
Þetta er aðeins glaðlegri pistill en síðast, hann mun fjalla um fjölskylduna mína og lýsa hennar uppbyggingu, og jafnframt sá seinasti í þessari ritröð. svo þið megið fara að láta í ykkur heyra, um hvað ég eigi í skrifa næst,þ.e. á það að vera saga, frásögn, skoðun eða eitthvað til að vekja deilur og skoðanaskipti!
13. Eins og áður hefur komið fram þá eignaðist ég mitt fyrsta barn, þegar ég var 18 ára og mér finnst það fullungt, allavega í mínu tilfelli. Kristófer, en það skírðum við hann, á ég með Ellý Dröfn Kristjánsdóttir. Hún er jafnaldra mín og alveg ágætis kvenkostur. Það tók mig mjög sárt þegar það slitnaði uppúr sambandi okkar en við erum mjög góðir vinir í dag og það met ég mikils. Ein af þeim ástæðum sem að mér finnst 18 ára of ungt er að ég fann það bara á sjálfum mér að ég var ekki með nógu þroskaðar tilfinningar og gat ekki gefið barninu eins mikið af mér eins og ég annars hefði átt að gera og vill meina að ég geri í dag.
þegar ég var 23 ára kynntist ég konunni sem ég kom svo til með að giftast og eignast mínu næstu börn með. Sólveig María Hjaltadóttir, eða Solla Maja, var sakleysis sveitastúlka sem bjó á Dalvík er ég krækti í hana. Solla átti tvær stelpur fyrir og svo kom ég með Kristófer svo að allt í einu var ég kominn með stóra fjölskyldu. Stelpurnar hennar Sollu, eða elstu stelpurnar okkar, heita Aníta, fædd 1985, og Andrea, fædd 1990.
Einungis 3-4 máuðum eftir að við byrjuðum okkar samband kom það í ljós að við áttum von á barni og ég ákvað strax að hætta á sjó um leið og barnið fæddist. Svo í júní 1998 hætti ég á sjó og skömmu seinna eða 18. júlí, kom ærslabelgurinn og trúðurinn Benedikta Líf í heiminn. Það var einhverra hluta vegna skrítin tilfinning að eiga stelpu, ég veit ekki afhverju, það er það bara! Það liðu 5 ár þar til næsta barn kom í heiminn, en þá kom í heiminn 11. nóvember 2003, alvarlegi glókollurinn Alexander Leví.
Í september, flutti svo fjöskyldan, að Anítu undanskildir en hún er farin að búa með kærastanum honum Snæþóri.
Afþví að það var ekki auðvelt að fella nánari lýsingu á fjölskyldumeðlimum, læt ég hana fylgja hér á eftir. Og til að stofna ekki til illinda ætla að láta þetta bara koma í aldursröð.
Solla er ákaflega ástrík og falleg kona að innan sem utan og eina ástæðan fyrir að hún hangir með mér, er að hún er hjartgóð og einnig með sjálfpíslakvöt. Við erum mjög ólík á flestan hátt og það er oftast gott. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, að Alexander undanskildum þegar hann er að rusla til, og ég elska hana.
Aníta er latur orkubolti eins og systir hennar Andrea, en þar fyrir utan eru þær eins og svart og hvítt. Hún er eitthvert besta elsta systkyn sem ég veit um, enda dýrka yngri systkyni hennar hana. Ég gæti ekki verið stoltari eða ánægðari með hversu velheppnuð manneskja hún er, þó ég hefði gert hana sjálfur.
Andrea er í þversögn í einu og öllu sem hún gerir og er. Hún er jafnharðdugleg og hún er löt. Hún er einhver lífsglaðasta mannekja sem ég þekki ásamt því að get verið svo úldin að það lekur af henni. Hún er falleg en ekki á morgnana. Hún er hjálpsöm byrði. Hún hefur lífinu lit.
Kristófer er draumóramaður og góður, og þegar ég segi góður er ég ekki bara að segja að hann hafi tekið til í herberginu sínu, því að hann er einhverra hluta vegna vel innrættur, fyrir utan hvað hann getur verið latur, og bara góður maður og ég ætla að vona að það komi ekki til með að eldast af honum. Ég mun alltaf sjá eftir að hafa ekki eytt meiri tíma með honum, þegar hann var yngri en ég er að reyna að bæta það upp núna.
Benedikta er trúður, indæll og elskulegur trúður. Reyndar var eitt fyrsta orðið sem hún sagði dúi, eða trúður eins og við seinna komumst að. Hún er einhver hugrakkasta manneskja sem ég þekki og þá á ég við þegar hún byrjaði í skólanum hérna í Danmörku, 6 ára og skildi ekkert og gat ekkert tjáð sig fyrstu mánuðina, en samt var þar í 5-6 tíma á dag og kvartaði ekki. Í dag getur hún talað dönsku sem innfæddur og það er magnað að hlusta á hana.
Alexander Leví er prakkari af Guðs náð og nýtur þess að gera það sem hann má ekki. Hann er alvarlegur, en jafnframt brosmildur lítill karl. Hann á það til að koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim og faðma mig að sér. Hann er tónelskur með afbrigðum og hefur alltaf verið. Jafnframt því að rusla mest til, er hann duglegasta barnið þegar kemur að því að hjálpa til við eitthvað.
Þessi orð komast að sjálfsögðu ekki nálægt því að skýra fyrir ykkur þær tilfinningar sem ég ber til þeirra. Ég elska konuna mína og börnin líklega meira en þau grunar en svoleiðis held ég að það sé með marga karlmenn. Sumir fengu meiri texta en aðrir en það hefur ekkert með tilfinningar mínar í þeirra garð að gera. Jæja núna er búið að koma þessu frá mér, ég vil biðja alla karlkyns vini mína að fara ekki að gera sér neinar vonir því ég er ekki kominn út úr skápnum, ég get talað svona afþví að ég er öruggur með mína kynhneigð.
13. Eins og áður hefur komið fram þá eignaðist ég mitt fyrsta barn, þegar ég var 18 ára og mér finnst það fullungt, allavega í mínu tilfelli. Kristófer, en það skírðum við hann, á ég með Ellý Dröfn Kristjánsdóttir. Hún er jafnaldra mín og alveg ágætis kvenkostur. Það tók mig mjög sárt þegar það slitnaði uppúr sambandi okkar en við erum mjög góðir vinir í dag og það met ég mikils. Ein af þeim ástæðum sem að mér finnst 18 ára of ungt er að ég fann það bara á sjálfum mér að ég var ekki með nógu þroskaðar tilfinningar og gat ekki gefið barninu eins mikið af mér eins og ég annars hefði átt að gera og vill meina að ég geri í dag.
þegar ég var 23 ára kynntist ég konunni sem ég kom svo til með að giftast og eignast mínu næstu börn með. Sólveig María Hjaltadóttir, eða Solla Maja, var sakleysis sveitastúlka sem bjó á Dalvík er ég krækti í hana. Solla átti tvær stelpur fyrir og svo kom ég með Kristófer svo að allt í einu var ég kominn með stóra fjölskyldu. Stelpurnar hennar Sollu, eða elstu stelpurnar okkar, heita Aníta, fædd 1985, og Andrea, fædd 1990.
Einungis 3-4 máuðum eftir að við byrjuðum okkar samband kom það í ljós að við áttum von á barni og ég ákvað strax að hætta á sjó um leið og barnið fæddist. Svo í júní 1998 hætti ég á sjó og skömmu seinna eða 18. júlí, kom ærslabelgurinn og trúðurinn Benedikta Líf í heiminn. Það var einhverra hluta vegna skrítin tilfinning að eiga stelpu, ég veit ekki afhverju, það er það bara! Það liðu 5 ár þar til næsta barn kom í heiminn, en þá kom í heiminn 11. nóvember 2003, alvarlegi glókollurinn Alexander Leví.
Í september, flutti svo fjöskyldan, að Anítu undanskildir en hún er farin að búa með kærastanum honum Snæþóri.
Afþví að það var ekki auðvelt að fella nánari lýsingu á fjölskyldumeðlimum, læt ég hana fylgja hér á eftir. Og til að stofna ekki til illinda ætla að láta þetta bara koma í aldursröð.
Solla er ákaflega ástrík og falleg kona að innan sem utan og eina ástæðan fyrir að hún hangir með mér, er að hún er hjartgóð og einnig með sjálfpíslakvöt. Við erum mjög ólík á flestan hátt og það er oftast gott. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, að Alexander undanskildum þegar hann er að rusla til, og ég elska hana.
Aníta er latur orkubolti eins og systir hennar Andrea, en þar fyrir utan eru þær eins og svart og hvítt. Hún er eitthvert besta elsta systkyn sem ég veit um, enda dýrka yngri systkyni hennar hana. Ég gæti ekki verið stoltari eða ánægðari með hversu velheppnuð manneskja hún er, þó ég hefði gert hana sjálfur.
Andrea er í þversögn í einu og öllu sem hún gerir og er. Hún er jafnharðdugleg og hún er löt. Hún er einhver lífsglaðasta mannekja sem ég þekki ásamt því að get verið svo úldin að það lekur af henni. Hún er falleg en ekki á morgnana. Hún er hjálpsöm byrði. Hún hefur lífinu lit.
Kristófer er draumóramaður og góður, og þegar ég segi góður er ég ekki bara að segja að hann hafi tekið til í herberginu sínu, því að hann er einhverra hluta vegna vel innrættur, fyrir utan hvað hann getur verið latur, og bara góður maður og ég ætla að vona að það komi ekki til með að eldast af honum. Ég mun alltaf sjá eftir að hafa ekki eytt meiri tíma með honum, þegar hann var yngri en ég er að reyna að bæta það upp núna.
Benedikta er trúður, indæll og elskulegur trúður. Reyndar var eitt fyrsta orðið sem hún sagði dúi, eða trúður eins og við seinna komumst að. Hún er einhver hugrakkasta manneskja sem ég þekki og þá á ég við þegar hún byrjaði í skólanum hérna í Danmörku, 6 ára og skildi ekkert og gat ekkert tjáð sig fyrstu mánuðina, en samt var þar í 5-6 tíma á dag og kvartaði ekki. Í dag getur hún talað dönsku sem innfæddur og það er magnað að hlusta á hana.
Alexander Leví er prakkari af Guðs náð og nýtur þess að gera það sem hann má ekki. Hann er alvarlegur, en jafnframt brosmildur lítill karl. Hann á það til að koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim og faðma mig að sér. Hann er tónelskur með afbrigðum og hefur alltaf verið. Jafnframt því að rusla mest til, er hann duglegasta barnið þegar kemur að því að hjálpa til við eitthvað.
Þessi orð komast að sjálfsögðu ekki nálægt því að skýra fyrir ykkur þær tilfinningar sem ég ber til þeirra. Ég elska konuna mína og börnin líklega meira en þau grunar en svoleiðis held ég að það sé með marga karlmenn. Sumir fengu meiri texta en aðrir en það hefur ekkert með tilfinningar mínar í þeirra garð að gera. Jæja núna er búið að koma þessu frá mér, ég vil biðja alla karlkyns vini mína að fara ekki að gera sér neinar vonir því ég er ekki kominn út úr skápnum, ég get talað svona afþví að ég er öruggur með mína kynhneigð.
12 Comments:
Takk fyrir þessi góðu skrif. En nú held ég að þú verðir að byrja á bókinni.Þú ert nú aldeilis heppinn að eiga svona frábæra fjölskyldu og ég ekki síður heppin að eiga svona frábært skyldfólk. Kveðja Olla Frænka
By Nafnlaus, at 3:38 e.h.
Passaðu þetta og ekki deyja strax... þú getur sko selt þessa bók =) Takk fyrir mig ;)
By Nafnlaus, at 4:56 f.h.
þú mundir vera með mér er það ekki. ég er mjög glaður að þú og þín fjölskilda er að blómstra í Danmörku, ég fíla djarfar hugmyndir eins og að flytja út og prufa eitthvað nýtt. ég og brynja munum koma einhvern tíman í framtíðinni og þú sýnir mér Danmörku eins og þú sérð hana ps. snildar efni í bók og þú getur sagt líka frá því þegar við strippuðum á sýn hehe. ljósastaurinn og póstkassinn
By Nafnlaus, at 10:43 f.h.
Ef það yrði einhver þá yrði það þú Nonni, afþví að ég held að þú sért nærgætinn og gefandi elskhugi.
By Arnthor, at 11:41 f.h.
Hehe(hræðsluhlátur)það er allavega gott að vita af hinum ýmsustu möguleikum:)En talandi um barneignir já þá finnst mér 18 svakalega ungt,ég er ný orðin reddí,að nálgast þrítugt:)En allavega þá væri nú gaman að hitta ykkur,kannski verður það bara að veruleika einhverntíman,kveðjur til allra
By Nafnlaus, at 11:57 f.h.
Ohhh þoli ekki sessar auglýsingasíður sem senda svona comment út um allt... Annars er búið að vera frábært að lesa þetta sem þú hefur verið að skrifa undanfarið og ég vona að það komi meira svona.. Og já, Nonni hahahaha ljósastaurinn og póstkassinn!!!!
By Nafnlaus, at 5:40 f.h.
Er ekki alltaf kurteisi að láta vita hver er að lesa??
Allavega vil ég bara þakka fyrir áhugaverða lesningu undanfarnar færslur!
By Nafnlaus, at 11:06 f.h.
Hey já strippið í sjónvarpinu, ég var búin að gleyma því, en ég sá það sko sannarlega... hihi. Þið eruð náttúrulega eðalkroppar, ekki spurning. Og bara svo þú vitir það, þá var ekkert hommalegt við þessi skrif þin. Þar sem þú ert jú mannlegur þá er þetta allt normalt og gott að sjá að þú hefur manndóm til að setja það á "INTERNETIÐ". Takk fyrir skemmtilegt æviágrip, þú átt helling eftir ennþá svo þetta er bara upphitun... sjáumst vonandi fljótlega og ég heyri í þér fljótlega (kannski í aftenen?).
By Nafnlaus, at 11:07 f.h.
I want not acquiesce in on it. I over polite post. Especially the designation attracted me to review the whole story.
By Nafnlaus, at 9:29 e.h.
Brim over I acquiesce in but I think the post should have more info then it has.
By Nafnlaus, at 9:25 e.h.
www0606
longchamp solde
michael kors outlet
coach outlet online
air max 97
tory burch outlet
cheap jordans
tory burch outlet
harry winston jewelry
lakers jerseys
canada goose jackets
By Unknown, at 8:06 e.h.
red bottom
off white
ray ban sunglasses
issey miyake
christian louboutin outlet
ralph lauren uk
converse shoes
ray ban sunglasses
christian louboutin outlet
snapbacks wholesale
By Unknown, at 2:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home