arnthor´s life

sunnudagur, júní 26, 2011

hello

Hérna sit ég og er að horfa á minn uppáhalds þátt á netinu, Fringe, og allt í einu uppgötva ég einhvern sannleika, veit ekki hvaða sannleika eða hvað það hefur að gera með nokkuð annað... en er það ekki rétt athugað að hjá okkur flestum er farið að vanta litlu sigrana! ekki þessa stóru.. skuldlaus, heimsfriður og allt það. Heldur þessa litlu, eða kannski erum við bara að horfa svo mikið eftir þessum stóru að við kunnum ekki að meta né þekkja þessa litlu.
Margir litlir sigrar gera gott líf, einn stór lætur allt annað falla í skuggann og þá missum við af því, ekki af því að stóri sigurinn er ekki mikilvægur, en margt smátt er oftast betra en eitt stórt. Það væri magnað að vinna einn lotto vinning uppá margar milljónir, en eina sem þú myndir gera eftir það er að fylgjast með stóra vinningnum verða að engu eða kannski ekki engu enn allt færi að snúast um að gulleggið væri að hverfa. Væri ekki betra ef maður fengi það sem maður þyrfti til að lifa góðu lífi einu sinni í viku eða mánuði eða álíka.
Mundu að taka litlu sigrana alvarlega, njóta þeirra og upplifa þá.
dæmi um litla sigra í dag:
09.30 vaknaði við og sá yndislegt andlit Hönnuh Christinu og svo kom Alexander og við slógumst og það var gott start og lítill sigur.
12.20 naut samveru minnar yndislegu eiginkonu
13.30 uppgötvaði litla sigra og finnst eins og að dyr hefðu verið opnaðar.
14.50 opnaði tékkneskan öl :)

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home