arnthor´s life

fimmtudagur, september 30, 2004

Pæling! Ég veit ekki afhverju, ég hef líklega bara of lítið að gera

Það vildi svo skemmtilega til að ég hitti hana systir mína, hana Önnu Sigrúni, á msn áðan og lóðsaði hún mig inná bloggsíðu sem hún er búin að vera að klambra saman til að deila sínum órum, draumum og þrám. Og þar sem ég var að skoða síðuna hennar, fór ég að pæla í því að hvað ef í staðinn fyrir að fólk þyrfti að hripa niður á netinu sínar hugsanir til að deila þeim með öðrum, þá værum við bara öll beintengd saman og við værum nánast sem einn maður og allir myndu vita það sama! og þá kemur aðal spurningin, ef við værum svoleiðis, öll tengd saman, væri stöðugt tal eða alger þögn? Stöðugt tal afþví að allir hefðu vit á því sama eða þögn afþví að við gætum ekki sagt neinum neitt sem hefðu ekki vitað fyrir!
Nei mér bara datt þetta í hug.

1 Comments:

  • Ég veit nú ekki hvort að geðheilsa mín mundi þola allar þínar sjúku hugsanir... hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home