arnthor´s life

laugardagur, október 02, 2004

Draumar!

Ætli við höfum ekki öll einhverntímann lent í einhverskonar umræðum um drauma, hvort sem það hafa verið um hvort þeir séu spádómar, undirmeðvitundin að vinna úr upplýsingum dagsins eða eitthvað annað. Ég er með eitt í viðbót, ætli draumar geti ekki líka verið til þess að gera það sem maður ætlaði alltaf að gera en af einhverjum orsökum gat ekki gert. Tökum mig sem dæmi, í nótt var mig að dreyma að ég væri að kveðja fullt af fólki sem ég kvaddi ekki áður en ég flutti til Danmörku og það var magnað, nú er það frá.
Það var nú samt einn sem var ekki alveg að ná þessu, sá eðaleinstaklingur, Benedikt Brynleifs trommari, hann hélt alltaf áfram að spyrja hvað ég ætlaði að vera lengi og ég sagði honum að það væri ekki ákveðið og hann hélt bara áfram, "Hvað ætlið þið að vera lengi", og var orðin litl reiði á endanum.
Kveðjist vinir
kveðjist í góðu
Ekki sýna homophobiu eða tepruhátt þegar þið kveðjist. Afhverju kveðjast karlmenn svona oft með bara handabandi og heilsast svo bara með handabandi, þó að þeir séu að hitta besta vin sinn eftir margra ára aðskilnað. Geri þetta sjálfur, en er að vinna í þessu.
Ég fór í gærkvöldi útí sjoppu að kaupa eldivið í kamínuna og fékk þar þetta kostaboð að kaupa 5 poka og fá þá rosaafslátt, ég náttúrulega sló til en áttaði mig svo á því þegar ég fór að ná í þessa poka, að hver þeirra er svona 25 kg og ég var gangandi. Ég tók 3 poka fyrst og hélt heim á leið. Ég var kominn svoa hálfa leið þegar ég sá frammá að þetta yrði mikil raun og þegar ég átti svona 200 metra eftir hringdi ég í Sollu til að koma á móti mér með barnavagninn og ég átti svona 30 metra eftir þegar hún kom, svo tók ég barnavagninn til að ná í þessa 2 sem eftir voru. Í dag er ég eins og ég hafi verið að keppa í tugþraut vaðandi drullu upp að öxlum, með örum orðum ég er bara sem lurkum laminn.

jæja, nóg í dag