arnthor´s life

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kærleiksbirnirnir

Hvað get ég sagt annað en að það gengur allt bara mjög vel núna og öllum líður vel. Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé búinn að taka ofstóran skammt af happy-pillu, en svona er þetta bara. Ég fór í áheyrnarpróf hjá hljómsveit í gær og er að bíða eftir svari. Svo var ég á fundi með kennaranum mínum í dag og hann var að fara yfir próf sem ég var í og hann sagði að venjulega fá nemendur ekki svona háa einkunn en það sem ég skrifaði hafi verið fullkomið, ok ég veit að þetta hljómar eins og mont en þetta er verðskuldað stolt og ég ætla að velta mér upp úr því. Solla var líka í prófi og stóð það víst með stakri snilld (eins og ég bjóst við). Við vorum að fá skólamyndirnar af Benediktu og þær komu mjög vel út. Og svo náttúrulega verð ég 30 ára, 19. apríl og þá verður nú lítið um dýrðir alveg eins og ég vill hafa það. Ef þið viljið vera svo væn að kommenta á þessa hamingjuvellu sem ég er búinn að bera hér á borð, þá væri það bara magnað. Og svo er ykkur náttúrulega velkomið að kíkja á okkur í sumar.

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home