arnthor´s life

föstudagur, október 28, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 3

ok ég get nú kannski ekki skrifað um alla þar sem, því miður hef ég ekki umgengist ykkur öll eins mikið og myndi vilja í dag, t.d. þú Ásta það litla sem ég þekki þig, svona í alvöru, er nú ekki nóg til að setja íheilan kafla, en samt.. þá svaf ég einu sinni í rúminu þínu.
En í dag ætla ég að tala um systkyni mín sem eru það samt ekki.
8. Engin úrdráttur úr mínu lífi væri heill án þess að minnst væri á hinn nýbakaða föður og þungarokksrappara nr 1 Ívar Guðjón Jóhannesson.
Þrátt fyrir að sé elst systkynið í okkar fjölskyldu, hef ég alltaf litið upp til Ívars sem eldri bróður. Ég man eftir okkur fyrst þegar ég var u.þ.b 3-4 ára og ég var að strjúka heim til hans til að gista að,l kvöldi til, og ekki nóg með það heldur fórum við alla leið uppí fjall til að pabbi næði okkur ekki.
Við gerðum allt saman, en ég held að minnistæðast frá þessum fyrstu árum var þegar Ívar og Sverrir Reynirs komu til að frelsa mig úr klón Möggu Stínu, sem var að passa mig og systur hennar, við sluppum en hver var fyrsta manneskjan sem við hittum svo á leiðinni heim til Ívars? Mamma, og ef ég man rétt þá eyðilögðum við eitthvað hálsmen fyrir annað hvort Möggu eða systir hennar, hey sorry.
Það er aðeins nú undan farin ár sem að eru nokkuð Ívars-laus tímiog það er ekki af þvi að svoleiðis vil ég hafa það.
Mér hefur alltaf fundist magnað að segja frá að Ívar hafi verið yfirvélstjóri hér og þar sé að læra að vera rafvirki líka og svoleiðis frameftir götunum, hvað get ég sagt ég er bara stoltur af honum og stoltur að tengjast honum.
þegar það kom að því að halda skálarræðu í brúðkaupinu mín kom aldrei neinn annar til greina en hann og sagði hann söguna af því þegar ég skaut hann næstum þegar ég var að slappa á hlaðna haglabyssu á rjúpnaskytterí einhverntímann, þú varst bara heppinn að ég var eki að taka solo, þá værir þú dauður.
En hey ég er stoltur aðþekkja þig, tengjast þér og umfram allt þegar fólk segir mig líkjast þér, það hlýtur að vera að tala um andlega, afþví að ég er svo miklu fallegri en þú.
9. Hitt systkyna, ekki systkyni mitt er náttúrulega Sandra og engin önnur. Sandra er fyrsti vinur minn og ef ég hefði ráðið fyrsta kærstan mín líka. Enn þann dag í dag ef ég er að útskýra hver Sandra sé segi ég Sandra systir og þeir sem ég er að tala við vita hverja ég er að tala um.
Örlögin hafa búið svo um hnútannna að ég og Sandra höfum aldrei búið mjög langt frá hvor öðru, fyrir utan smá tímabil þegar ég bjó fyrir norðan og hún fyrir sunnan.
Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað við okkar samband sem lætur mér líða vel, kannski að við séum enn vinir eftir 29 ár sem er frekar gott á hvaða mælikvarða sem er. Sandra er SANDRAN og svoleiðis mun það alltaf verða.

Þessi tvo sem ég nefndi ég að undan eru manneskjur sem að breyttu mér og höfðu jákvæð áhrif á mig þá sem vara enn.
Og auðvitað ætla ég að bæta við þó svo að þess ætti ekki aðvera þörf, hey þið tvo ég elska ykkur sem mín eigin systkyni.
ok þá er þesssi stutti pistill að lokum kominn, þið megið senda mér myndir af einhverju í ykkar lífi sem ég gæti unni með.
meira seinna

4 Comments:

  • kemur ekki örugglega meira???

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:53 f.h.  

  • Er ég nokkuð dauður? ég er ekki enn búinn að klára Fásk alveg. ekki enn kominn á ólafsfjörð, Dalvík og ekki enn búinn að eignast börn.

    By Blogger Arnthor, at 6:15 f.h.  

  • hahahahahah ég vona að þú vitir að ég var að grínast!!??!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:10 e.h.  

  • auðvitað, en ég gæti alltaf skáldað eitthvað.

    By Blogger Arnthor, at 11:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home