arnthor´s life

laugardagur, október 29, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 4

SVo virðist sem að þessir kafla úrdrættir úr ævisögu minni séu að falla fólki geð, svo ég ætla að halda áfram. Ef ég Nefni ykkur ekki þá þýðir ekkert að vera sár og auðvitað megið þið bæta við í commentunum.

10. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem ég ber til Fáskrúðsfjarðar, ég ólst þarna upp að stærstum hluta. Við skulum bara byrja á útliti. Bærinn liggur norðan megin í botni Fáskrúðsfjarðar, bærinn heitir Búðir en persónulega hefur mér aldrei þótt mikið um það nafn. Fjörðurinn er rétt yfir meðallagi djúpur innrammaður af glæsilegum fjallgarði. Bærinn er u.þ.b. 3 km langur og liggur í brekku og það finnst mér dálítið sjarmerandi en mörgum "aðkomumönnum" þykir það dálítið undarlegt. Bærinn hefur breyst töluvert síðan ég bjó þarna til hins betra líklega, þó að náttúrulega fannst mér hann fullkominn eins og hann var. Það er bara eitthvað við staðinn í heild sinni og fólkið sem veitir mér innblástur til tónlistar, skrifta og drauma, þetta kallast víst nostalgía á nýslensku.
Fyrir mér hefur bærinn auðvitað misst töluvert af aðdráttarafli sínu eftir að amma og afi dóu, og einnig hefur mér þótt næstum óyfirstíganlega erfitt að koma þangað eftir bílslys sem ég lenti í þar, þar sem vinur minn, bekkjarbróðir og yfirhöfuð frábær náungi, Guðjón Gunnarsson, lét lífið, ég mun skrifa um það seinna.
Það er annað með Fáskrúðsfjörð sem gerir hann sérstakann í mínum huga og það er fólkið, það er einhvernveginn svo miklar persónur, auðvitað er ég ekki að tala um alla og ekki að segja að fólk annarsstaðar skorti allan persónuleika, nema kannski í 101 Reykjavík.
Litli-Hagi, Sigga-Sjoppa, Viðarsbúð, Oddi, Pólarsíld, Skrúður, Snekkjan, Hoffell, Kaupfélagið ofl. ofl. Þetta eru nokkur af þeim stikk orðum sem fá mig til að detta aftur í tímann, fyrir tíma skulda, barneigna(allaveg minna), farsíma, internets, hryðjuverka(allavega tók ég ekki eftir neina) heimurinn var bara betri og ég held að hann geti orðið svona aftur ef við bara opnum Sigga-Sjoppu aftur.
Mikið af þeim pesónum sem ég þekkti og sem mér fannst gera staðinn svona heillandi eru annað hvort látnar eða fluttar, en einhversstaðar hef ég heyrt að maður komi í mannsstað. Einhverntímann kem ég aftur til Fáskrúðsfjarðar og reyni að kynnast staðnum uppá nýtt og vona að mín börn upplifi töfra staðarins eins og ég gerði.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home