arnthor´s life

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 9

14. Svona í framhaldi af því að tala um Jonathan og tónskólann, ætla ég aðeins að fara yfir minn feril í tónlist.
Eins og ég var búinn að segja byrjaði þetta allt þegar Elmar og Jónas báðu mig að stofna með sér hljómsveit, mig minnar að það hafi verið 1986, og alveg frá því og þar til ég flutti norður 1992 spiluðum ég og Jónas saman, bæði í þessu stórkostlega rokkbandi okkar og svo líka í tónskólahljómsveitum.
Svo ég byrji fyrst á þessu stórkostlega rokkbandi sem við starfræktum. Þetta band varð ekki fyrir miklum mannabreytingum í öll þessi ár, eina breytingin var þegar Elmar hætti og Andrés bróðir kom í staðinn, og þó að þetta hafi nánast alltaf verið sömu mennirnir skiptum við um nöfn á bandinu eins og sokka, það var t.d. Speed diffusion, petting, Captain dangerous Macprick, jea(fyrir misskilning) og svo einhver fleiri sem ég man bara ekki í augnablikinu. Tónlistin sem við frömdum var nánast öll frumsaminn, og þá helst af Jónasi sem var einnig söngvari og gítarleikari, var undir miklum áhrifum frá átrúnaðargoðunum Bonjovi, Metallica, Twisted Sister og snekkju bandinu.
Það var magnað að vera vera í hljómsveit litlum bæ á Íslandi, alloft fengum við bara að æfa á sviðinu í Skrúð og það ókeypis og þetta gerist eingöngu í litlum bæjum á Íslandi.
Við þóttum mikið efni og krakkarnir þekktu allnokkur lögin okkar, s.s. Where did I go wrong sem var átakanleg saga úr ástarlífi Jónasar og you don’t know sem var ballaða sem Jon Bonjovi hefði gefið vinstra eistað fyrir að hafa samið. Við spiluðum saman alveg þar til ég og Andrés fluttum norður, reyndar þurfti að ná í okkur á æfingu til að flytja.
Í tónskólanum framkvæmdum við allskyns tónlist og það sem meira var, þá vorum við mikið að taka upp. Einnig spilaði ég, ásamt félögum mínum, í tónskólanum í stórri hljómsveit með tónskólunum úr nærliggjandi fjörðum.
Eftir að ég kom norður, fór fyrsta árið í djamm með Andrési bróðir fyrir utan eitt gigg með grín pönkbandi sem við stofnuðum með tveim strákum frá Ólafsfirði.
Um haustið 1993 stofnuðum við hljómsveitina Léttlyndu Rós með Óla Þór og Gulla Helga, og ætluðum við að gera stóra hluti á íslenska ballmarkaðnum, reyndar áttum við nokkur þrælgóð gigg, spiluðum t.d. með Pláhnetunni á Dalvík, fórum með 1000 andlitum í Skagafjörðinn, svo fórum við á eigin vegum eina helgina og spiluðum magnað gigg á sauðárkróki og svo annað ekki alveg eins magnað á Skagaströnd kvöldið eftir. Sem betur fer var fyrra giggið gott svo að við sluppum á nánast sléttu eftir að hafa borgað barreikninginn okkar í Kántríbæ. Reyndar lentum við í smá ævintýri á leiðinni til Skagastrandar, þar sem bíldruslan sem við vorum á dó í smá tíma í brjáluðum snjóbyl og vorum við, ég, Gulli og Rótarinn, búnir að ákveða að ef í hart færi myndum við éta Andrés afþví að hann borðaði svo hollan mat og nota Óla söngvara sem hnífapör afþví hann var grennstur. En bíllinn fór í gang á endanum svo að bæði Andrés og Óli eru enn í fullu fjöri í dag. Hljómsveitin lagði svo upp laupanna 1994 eða 1995, man ekki alveg hvort að það var.
Þarna tók við annað tímabil þar sem eina spilamennskan sem ég sinnti var að djamma með Drésa bróðir, fyrir utan nokkrar æfingar með bandi í Reykjavík.
Svo var það árið 1997 að ég var á balli á Dalvík og spjallaði víst lengi við ungan mann um tónlist og fleira, og stuttu eftir það hringdi þessi sami maður í Sollu og spurði hvort maðurinn hennar væri við, sagði hann að hann væri gítarleikari spurði hvort við værum ekki til að prufa að spila með honum, svo ákváðum við og Andrés bróðir að hittast á café menningu næsta dag. Ég og Andrés komum aðeins á undan, og svo þegar maðurinn kom, var þetta allt annar maður en ég mundi eftir að hafa talað við. Við fórum svo í íbúðina mína á Ólafsfirði og prufuðum að taka æfingu og það var eins og við hefðum spilað saman árum saman. Svona kynntist ég Herði Hermanni Valssyni, eða Hölla Vals, eða bara Hölla.
Með fáum mjög stuttum hléum, þá er ég búinn að vera að spila með Hölla í 8 ár.
Árið 1998 stofnuðum við hljómsveitina Vampiros Lesbos á Frönskum dögum á Fáskrúðfirði og við starfræktum hana til 2003, fyrstu 2 árin með Andrés á trommum, svo eftir að hann hætti tók Benni Brynleifs, núverandi trommari 200000 naglbíta og Mannakorns og yfir höfuð fínn náungi, við í eitt ár og svo hinn ungi og efnilegi Valli, núverandi trommari Sent, í eitt ár.
Allnokkrir tónlistamenn hafa spilað með Vampiros, ber þá fyrst að geta Stebba sæta hljómborðsleikara, núverandi hljómborðsleikara Sent, Láru sólveig fiðlusnilling, Robbi rólegi hljómborðsleikarinn ofl.
Vorið 2004 stofnaði Hölli Blúsband Hölla Vals, 4 tímum fyrir fyrstu tónleikana, en það var í lagi þar sem þarna voru bara snillingar á ferð, á bassa var náttúruleg ég sjálfur, á gítar var Hölli og svo á trommum var einhver vanmetnasti trommusnillingur Íslands, Sverrir Þorleifs.
Bandið átti til skamms tíma magnað samstarf við söngdívuna Völu úr Idolinu, þar sem við sömdum og tókum upp nokkur lög. Svo flutti Vala til í eitt ár til Chile og nýr maður var tekinn inn og var það mikill hvalreki fyrir okkur, þegar gítarleikarinn Örn Kristjánsson gekk til liðs við okkur.
Svo sló bandið náttúrulega í gegn á Fiskideginum mikla á Dalvík 2004 og í kjölfarið héldum við nokkra tónleika í Ungó á Dalvík og voru þeir teknir upp.
Skömmu seinna fluttum við allir í burtu á til Danmörku og hinir til Rvk.
Ég er búinn að vera að spila með nokkrum hljómsveitum hérna úti, ásamt því að vera að vinna að lögum með frábærum söngvara héðan. Fyrir nokkrum mánuðum flutti svo Hölli til Århus og gekk beint inní hljómsveit sem ég var að stofna með Andrési bróðir og áðurnefndun söngvara sem heitir Lars Flensborg. Við erum búnir að vera að taka upp núna undanfarið og ætlum og okkur að leggja alla vinsældarlista að fótum okkar. Hljómsveitin hefur hlotið nafnið June Variety.
Fyrir utan að vera spilafélagi minn, er Hölli Vinur minn.

13 Comments:

  • ...og með betri vinum sem hægt er að eignast.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:55 f.h.  

  • Gangi ykkur vel með hljómsveitina og bara allt.Kveðja Adda frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:37 f.h.  

  • Var samt ekki Lára Sólveig fengin á röngum forsendum í spilerí? Hölla langaði svo að ríða henni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:14 f.h.  

  • Enda girnilegur kvenkostur, en einnig magnaður tónlistarmaður. Hölli skakaðist bara á gítarnum í staðinn með ótrúlegum árangri.

    By Blogger Arnthor, at 1:03 e.h.  

  • Ég man nú eftir því hvernig ég uppgvötaði Láru Sóleyju. Var að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna og sá sæta fiðlustelpu frá Húsavík, hafði ekki hundsvit á fiðluleik en lét mig trúa því að hún væri nógu góð til að vinna með henni. Og svo kom það á daginn að hún er ein af ótrúlega fáum fiðluleikurum í heiminum sem geta spilað án þess að láta fiðluna gráta fölskum tónum.

    Hölli á misröngum forsendum hér og þar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:27 f.h.  

  • Snekkjubandið rúlaði!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:02 f.h.  

  • Mér finnst óraunverulegt, en samt svo óhugnarlega raunverulegt, að í pistli 5 er ekki minnst einu orði á rúntana okkar, þegar við þekktum engan nema hvort annað í firði Dauðans.
    Ég hélt ég væri eftirminnilegri en þetta, hehehehe

    By Blogger Ally, at 3:13 f.h.  

  • Mér finnst að næsti pistill ætti að vera tileinkaður henni Allý til að bæta þetta upp. Man nú þegar hún og frændi hennar komu yfir kvöldið sem þau voru að flytja og ætluðu að fá lánaða geisladiska.... báðu um diska og þið Andrés fóruð inn í eldhús og náðuð í matardiskana :) ahhh good times..

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:23 f.h.  

  • Man líka þegar að Allý og Dóri fíaskóið var að byrja og pabbi var að reyna að fá uppúr henni hvað gaurinn héti sem hún væri að hitta. Allý neitaði að segja honum nafnið og þegar pabbi spurði hvers vegna þá sagði hún: "Af því þá ferð þú bara að spyrja alla hvers þessi Dóri sé.."

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 f.h.  

  • Já Addi minn þetta er mikill og góður ferill...vonandi kemur breikið brátt! Bestu kveðjur út og ég bið að heilsa konunni og bróðurnum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:11 e.h.  

  • en hrikalega leiðinlegt líf hjá þér greyið

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:50 f.h.  

  • By Blogger Unknown, at 2:48 f.h.  

  • By Anonymous Nafnlaus, at 1:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home