arnthor´s life

sunnudagur, desember 25, 2005

Enginn jólasveinn segir þú!

Ég var að lesa grein í netútgáfu Vísis, með fyrir sögninni "Biskup trúir ekki á jólasveininn". Og er þessi vesæli maður þar að taka undir orð Flóka Kristinssonar, sóknarprests á Hvanneyri, sem sagði hópi sex ára barna að jólasveinninn væri ekki til. Mig langar bara að benda að benda á að jólasveinninn, eins og Jesú og Guð, er til afþví að við trúum á þá og þessir aðilar hafa það einnig sameiginlegt að heimurinn væri betri ef fleiri myndu gera það.
Nokkur atriði sem mætti benda á Heilagur Nikulaus var til og er kristinn dýrðlingur, hann er dýrðlingur sjómanna, ferðalanga, barna, ógiftra kvenna, bruggar ofl. Það eru mjög velskráðar heimildir um Heilagann Nikulaus og á ævi hans að hafa verið skreytt krafta- og góðverkum líkt og Jesú. Hann var biskup á því svæði sem við í dag köllum Tyrkland og dó í kringum árið 350. Sú hefð að gefa gjafir er ekki úr kristni heldur bland af hefð frá löndunum í kringum ánna Rín, t.d. Belgíu, Holland, með að gefa börnum gjafir á degi tengdum Heilögum Nikulaus þar sem hann er verndardýrðlingur þeirra og svo þjóðtrú frá norðurlöndum um Galdramann sem refsaði vondum börnum og verðlaunaði góðum.
Reyndar hafa jólin mjög lítið með kristni að gera, í fyrsta lagi þar sem það er útbreidd trú meðal fræðimanna að Jesú fæddist ekki á þessum tíma árs og er þessi tímasetning út af vetrarsólstöðunum. Forfeður okkar á norðurlöndum voru með vetrarhátíð til heiðurs Óðin, sem hét jul eða yule.
Ég verð að segja að kirkjunnarmenn ættu að þakka sínu sæla fyrir að við á annað borð séum yfir höfuð að tengja jólin við þeirra trú og ættu ekki að vera að ráðast á eitthvert helsta tákn þeirra.
Ég aftur á móti vill meina að jólasveinninn sé til og að við upplifum hann sem góðvilja og gjafmildi og ég ætla ekkert að fara að vera með neinar yfirlýsingar um útlit hans vegna þess að útlit skiptir ekki máli þegar maður trúir, þetta þekkjum við úr kristni. Þetta er enn eitt dæmið um að skiplögð trúarbrögð eru af hinu vonda, allir sem reyna að segja okkur hverju og hvernig við eigum að trúa, eru ekki af hinu góða. Ég gæti haldið lengi áfram að messa um skaðsemi skipulagðra trúarbragða en þá væri ég farinn að líkjast um of þeim sem ég er á móti.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

kv. Arnþór Guðjón Benediktsson

8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home