arnthor´s life

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Fyrst stöðnun og nú afturhvarf

Eins og sum ykkar vita þá er ég í hljómsveit hérna, með Andrési bróðir, Hölla vini mínum og dönskum söngvara sem heitir Lars, sem heitir June Variety. Við vorum að halda tónleika 27. janúar og tónlistin sem við spilum er aðallega rokk, það byrjaði sem popp/rokk, en ég hlusta nánast eingögngu á rokk í harðari kantinum núna og þar sem ég er aðallagahöfundur hljómsveitarinnar, fer það bara harðnandi, það mætti segja að ég sé kominn tónlistalega á sama stað og ég var þegar ég var 17 ára.
Það er skrítið hvað það er auðvelt að fara aftur í þungarokksgírinn eftir öll þessi ár, fínt ef það væri eins auðvelt að fara í sömu buxnastærð og maður notaði 17 ára.
jæja meira seinna, hvenær sem það nú verður!

14 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home