arnthor´s life

föstudagur, febrúar 10, 2006

JuneVariety.dk

jæja, núna er síðan okkar loksins farin í loftir og er slóðin http://www.junevariety.dk
Aðalástæðan fyrir að ég er ekki búinn að vera sérlega duglegur við að skrifa hérna undanfarið er tvíþætt, í fyrsta lagi hef ég ekki haft neitt að segja og svo hef ég verið frekar upptekinn við að gera heimasíðurnar, mína sem verður inná www.arnthor.dk og svo June Variety síðuna.
Ég er búinn að setja nokkur lög inná síðuna, sem og myndir og svo verður meira sett inn eins fljótt og mögulegt er.
Svo ætlum við að fara að spila aftur eins fljótt og möguegt er, en eins og svo margt annað hér tekur tíma að koma sér að.

Það er reyndar annað sem mig langar að tala um en ég er ekki viss um að ég geti það. Málið er að við urðum fyrir miklu óláni fyrir nokkru, og þið sem þekkið okkur vitð hvað það er, og um daginn var ég sendur heim úr vinnunni útaf því að ég fékk slæmt þunglyndiskast útaf þessu óláni og þetta virðist ætla að lifa eitthvað áfram, því að það eru enn að koma heilu dagarnir sem ég vill helst ekki fara úr rúminu útaf þessu.
Ég ætla að taka mig aðeins saman í andlitinu og finna útúr hvort ég tali um þetta hérna.

Seinna

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home