arnthor´s life

föstudagur, maí 11, 2007

aust-júróvisjón

Var horfa á undankeppni eurovision í gærkveldi og varð fyrir gífurlegu áfalli þegar hvorki Ísland né Damörk komumst áfram. Nei annars, er nokkuð sama þó svo að það hefði verið skemmtinlegra að horfa á okkur tapa í aðalkeppninni og við hefðum tapað því hvorki lagið né útsetning var nógu gott. Þetta er þunglamalegt wannabe-Whitesnake hráksmíð sem átti jafnlítið að gera í aðalkeppnina og hin lögin sem komust ekki. Flutningur lagsins var ágætur þrátt fyrir að persónulega finnst mér að ísland hefði átt að senda alvöru rokkara ef átti að flytja rokklag, Eiríkur var eins forynja aftur úr miðöldum í samanburði við drengina sem þóttust vera að spila á gítar og að horfa á þá á sviðinu var eins og að sjá púsluspil þar sem einhver hefði ákveðið að nota einn kubb úr annari mynd. Auðvitað var Benni Brynleifs flottur á trommunum, en þú verður að afsaka Benni minn en þú ert ekki rokkari. Gítarleikararnir litu fáránlega út þegar þeir voru að stæla bandaríska tískurokkara, og auk þess er fjórir gítarleikarar sem allir spila það sama 75% tilgangslausir. Danska lagið hefði aftur á móti ekki að komast í forkeppnina. persónulega var ég lengi að jafna mig eftir stórkostlega frammistöðu ungversku söngkonunnar, sem gaf allt sem hún átti í lagið og þannig að gera það. Hún var eins og ljónynja á sléttum afríku á meðan Eríkur var eins og dýragarðsljón á seinasta snúningi.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home