arnthor´s life

þriðjudagur, maí 31, 2005

Hér er ég mættur enn á ný

Núna er allt á botni við að leita að vinnu, þar sem þessi vinna á herragarðinum gekk ekki upp út af langi sögu sem ég nenni ekki að fara útí, Sandra ég segi þér það bara þegar við hittumst í ágúst. Ég sendi 7 atvinnuumsóknir í dag og er að byrja að fá svör, það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útúr því.
Og svo keypti ég mér vikingalotto í dag og kom svo hróðugur inní stofa, hélt miðanum á lofti og básúnaði að hér væri ég mættur með lykilinn að framtíðinni! En eins og flest fólk sem á ekki of mikið af peningum þá hef ég oft pælt mikið í því hvað ég myndi gera ef ég ynni í einhverju lottoi og ég er löngu búinn að sjá það að ég þyrfti að vinna ansi mikið til að koma öllu því á verk sem mig langar að gera.
Svo eru það nokkrar upphæðir sem myndi vilja vinna 5, 50, 100 eða 200 milljónir. 5 millur er lágmarkið og er mjög þægileg upp sem veldur ekki höfuðverk yfir í hvað maður ætti eyða peningunum, frá 5 til 50 er bara dauður punktur annaðhvort of mikið eða of lítið, 50 er draumurinn passlegi sem ég held að sé álíka þægileg upphæð og rúm sem er nýbúið að skipta á og þú ert að fara uppí það nýkomin(n) úr baði, 100 fær mig til að fara að hugsa um hvað það væri gaman að fara að sniðganga þetta fátaæka pakk sem maður þekkir, þ.e. næstum allir og þegar ég hugsa um 200 fer mig að langa að kaupa húsin hér í kring, rífa þau niður byggja svo háan vegg í kringum verða að taugaóstyrkum ofsóknarbrjálæðingi og smátt og smátt breytast í blöndu af Howard Huges og Gollum. Annars veit ég ekki hvað ég myndi gera, ég þeg held að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur afþví að ég sé að fara að vinna einhverja geigvænlega fjárupphæð á næstunni. Annars held ég að margir spili í rauninni ekki í lotto og þesslagsspilum til að vinna held er líka til að gera draumana um hvernig það væri að vinna raunverulegri, þannig að fyrir litla upphæð er hægt að kaupa sér ltila vonarglætu sem heldur manni hita þar til maður kaupir næsta miða.
En nú þegar við erum farin að tala um von osfrv. þá verð ég að deila með ykkur smá sögu. Þannig er mál með vexti að ég er ekki kristinn en ég trúi á minn eigin Guð á minn hátt og um daginn þegar ég átti dálítið erfitt, sagði ég við lágt útí loftið:"Góði Guð, gefðu mér merki sem ég get skilið", og þegar ég kom heim og var að fá mér kaffi, var mér litið til hliðar og rak augun í kassa af Weetabix og þar í setninguna: "Vi giver dig de gode ting, så er det op til dig at bruge dem", eða lauslega yfirsett á íslensku: "Við gefum þér góða gjafir, en það er á þína ábyrgð hvernig þú ráðstafar þeim", skrítið eða ekki, vildi bara deila þessu þar sem þetta fékk dálítið á mig.

9 Comments:

  • hei godar frettir... gamla er ordin svo god ad nu er eg bara ad hjalpa henni ad venjast tvi ad sja um sig sjalf og svo kem eg heim, svo eg tarf ekki ad vera herna eins lengi og eg helt!!! Annars ert thu ad verda fullordin synist mer a thessu bloggi thinu!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:03 e.h.  

  • Bíddu bíddu fullorðinn hvað?

    By Blogger Arnthor, at 2:54 e.h.  

  • Bara i thessu tali vikingalottoid og peningamalin!!! Kannski er thad bara rugl en mer fannst lita ut fyrir ad thu vaerir ad fullordnast!!! Hei hvad langar thig i fra usa??

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:17 f.h.  

  • Höfuðið á forsetanum á silfurfati. Eða bara einhverja tónleika dvd.

    By Blogger Arnthor, at 7:51 f.h.  

  • held eg geti ekki reddad hausnum a Bush en hvada tonleika langar thig i?? langar thig ekki lika i einhverja biomynd?? thettaer allt svo odyrt herna....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:27 e.h.  

  • Led Zeppelin náttúrulega, 2faldur dvd sem var gefinn út 2003 og er einfaldlega það besta sem er hægt að setja í dvd-spilara, þakka þér kærlega fyrir.
    Með fyrirfram þökk.

    Arnþór Benediktsson

    By Blogger Arnthor, at 10:28 e.h.  

  • Hey, gaman að heyra frá þér aftur. Ég var virkilega farin að gruna þig um Nörrebro málið. Sammála með peningaupphæðina, 5 er fínt til að ná manni upp úr skuldunum... (hvaða íslendingur er ekki skuldugur), og 50 er flott til að gera allt hitt sem mann langar til, en passa sig að kaupa ekki of stórt hús því þá fer mann beint á trýnið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • Ja eg reyni ad finna thennan dvd, buin ad kaupa fot handa krokkunum.. gerdi thad i dag

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:43 e.h.  

  • Hey gaur, guess what: Buin ad finna og kaupa thennan dvd fyrir thig!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home