arnthor´s life

laugardagur, júní 25, 2005

Ég er lifandi

Einhverra hluta vegna er ég búinn að vera svo andlaus undanfarið að mér hefur ekki dottið neitt í hug. Að hluta til er það líklega vegna þess að ég nýbyrjaður í svo hundleiðinlegri vinnu að mig langar helst að framkalla einhver vinnumeiðsl nánast í hvert einasta skipti sem ég fer í hana og þið sem þekkið mig eruð vonandi sammála því að ég hef nú ekkert verið neitt óduglegur við að vinna og svo til að bæta gráu ofan á svart þá skemmdi ég smá vegis vinnubíl sem ég var að keyra og er með smá móral yfir því. Svo er ég dálítið leiður yfir að stelpurnar okkar eru að fara til Íslands. Sko nú er orkan alveg farin, þið verðið bara að leyfa mér að velta mér aðeins uppúr þessu, verð svo kominn í fínt form áður en langt um líður! Seinna

2 Comments:

  • Hey geggjaðar myndir "eftir" þig á Fáskrúðsfirði punkti is! Er að sýna þær Kananum, fallegan fjörðinn.. Ásta Mekkín frænkupjása

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:52 e.h.  

  • það styttist, það styttist... sjáumst eftir 24 daga bróðir sæll!! hlakka ekkert smá til! Og þá fáum við líka loksins að sjá litla frændann hans Gunna sem er nýfæddur.. gaman gaman

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home