arnthor´s life

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Krossgötur og þvergötur

Það er fátt erfiðaðra í lífinu en að velja sér þá braut sem maður ætlar að fara eftir, hvort sem það er í námi eða annað, þó að fyrir mörgum liggi þetta augljóst fyrir, en fyrir okkur hin er þetta hin mesta raun. Þetta byrjar allt um leið og maður byrjar í skóla, maður finnur það fag sem maður er bestur í og í flestum tilfellum fylgir það manni alla skólagönguna, í efstu bekkjum grunnskóla getur maður svo valið hvort maður ætlar að láta ganga fyrir námið eða félagslífið, þó svo að sumir geti leyft hvoru tveggja að njóta sín og svo eftir grunnskóla er manni leyft að velja hvort maður vilji halda áfram eða fara út á vinnumarkaðinn og það er erfið og flókin ákvörðun, þegar maður er ungur, búinn að vera í skóla í 10 ár og sér frammá að geta eignast eigin pening og flestir taka ranga ákvörðun, ok, margir segja að þeir hafi ekki verið miklir námsmenn og eitthvað álíka rugl, en það sem ég er búinn að átta mig á og ég vona að sem flestir séu með á þessu í dag, er að allt nám hversu lítið, er mikilvægt og í rauninni finnst mér að það ætti að vera skólaskylda fram að 18 ára aldri.
Núna fór ég yfir nokkrar af þeim ákvörðunum sem við þurfum flest að takast á við en auðvitað vantar hér nánast allar félagslegar, trúarlegar, sjálfsagðar ákvarðanir sem eru þarna í bland.
Ein ástæðan fyrir því að ég er að rita þessar línur um þessar ákvarðanir sem við þurfum að taka í lífinu, er að ég var að skoða hvað ég hef lifað í marga mánuði og þeir eru ekki nema 362 og 362 er ekki hátala en svo koma 362 í viðbót og ég er orðinn 60 ára, lífið er hreinlega of stutt til að vera að sóa því í rangar ákvarðanir. Taktu strandveginn eða fjallveginn frekar en hraðbrautina, þú ert lengur á leiðinni en útsýnið er betra.

1 Comments:

  • sammála, það eiga allir að fara í skóla. Ekki hika, þú sérð ekki eftir því.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home