arnthor´s life

föstudagur, júlí 08, 2005

Heimur versnandi fer

Ég verð að segja að sprengjutilræðin í London fengu dálítið á mig og í rauninni mun meira en 11. september í USA. Kannski er það nálægðin, fyrirlitningin sem ég hef á bandarísku stjórnarfari eða eitthvað annað. Það sem fær eiginlega mest á mig er tilgangsleysið, að ráðast á óbreytta borgara á viðurstyggilegan hátt og og fá heiminn jafnvel meira upp á móti sér. Ég þekki nokkra araba og flest er þetta mjög yndælt fólk, en þetta er næstum komið á það stig að maður fer að óska þeim öllum dauða svo á ég og mínir getum um öruggt höfuð strokið. En auðvitað er þetta ekki svona einfalt, fyrir það fyrsta er ekki neitt öruggt að þetta hafi verið arabar og í annan stað þá er þetta mjög lítill og einangraður hópur af heilaþvegnum, reiðum, fáfróðum og frekar sorglegum mönnum sem halda, því miður, að þeir séu að gera rétt.
Og ef arabarnir myndu nú allt í einu hverfa af yfirborði jarðar, myndi örugglega bara koma einhver í staðinn. Hér læt ég fylgja besta ráð sem hægt er að gefa nokkrum manni og þessi setning ætti að vera upphaf og þungamiðja í stjórnarskrám allra landa og ætti að vera innlimuð í alla trúartexta.
Live and let live!

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home