arnthor´s life

laugardagur, september 24, 2005

Núna er laugardagur

Vampiros spilaði í fyrsta sinn saman í 4 ár, þ.e.a.s. upprunalega vampiros ég Hölli og Andrés, og auðvitað var það á tónleikum sem við alveg gleymdum að æfa fyrir, og það gekk bara ótrúlega vel miðað við æfingarleysið. Svo í dag vorum við að vígja nýja æfingarhúsnæðið okkar og það var alveg magnað. Tókum upp nokkur lög, gömul og ný svo við erum nokkuð vissir um að næstu tónleikar verða frábærir. Svo á morgun erum við að fara að æfa með popprokk-bandinu og ég býst ekki við að það verði nokkuð annað en frábært.
Annars er ekki mikið að frétta, við erum ekki enn komin með bílinn í okkar hendur það vantaði einhverjar rafmagnssnúrur sem þurfti að panta.
Jæja ég ætla svo að rita einhverjar línur aftur á morgun til að segja ykkur hvernig fór á æfingunni og kannski til að koma þessu helvítis klukki frá mér, Anna ef þetta hefði komið frá einhvejrum öðrum en þér hefði ég kveikt í viðkomandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home