arnthor´s life

þriðjudagur, september 06, 2005

Tómarúm í rými

Stundum fæ ég svona hálfgerða tómleika tilfinningu af engri finnanlegri ástæðu, fer þá að velta fyrir mér hvar ég er í lífinu og heiminum og er ekki alveg að skilja það, sérstkalega vegna þess að þetta er ekki einhvernveginn eins og ég var búinn að plana þetta þegar ég 16 ára, maður fer að hugsa bara ef ég hefði gert þetta eða sleppt þessu.
Og í beinu framhaldi af þessum pælingum fer ég að hugsa hvað það væri magnað ef maður gæti farið í tíma og orðið aftur 6 ára en samt með alla þá vitneskju sem ég hef í dag.
En svo er náttúrulega eitt sem kemur alltaf á móti, eins og þeir vita sem hafa horft mikið á Simpsons þá getur maður ekki hætt á að breyta neinu í fortíðinni án að mega búast við að allt verði breytist og ekki endilega til hins betra, t.d. ætti ég ekkert af þessu frábæru börnum mínum.

seinna!

4 Comments:

  • cool!!!!!
    ég er einmitt farin að hugsa um frábæru börnin mín hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:49 e.h.  

  • Ég horfi aldrei á simpsons en myndin "Butterfly effects" tekur þetta snilldarvel fyrir, mæli með henni. Og mundu að fortíðin er ekki til heldur bara minning í hausnum á okkur. Og maður á aldrei að velta sér upp úr að kannski hefði maður nú bara átt að gera eitthvað annað. Því þá verður maður alltaf fustreraður. LIFA Í NÚINU...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 f.h.  

  • verð að vera sammála Söndru þarna... er einmitt búin að vera að reyna að tala um þetta við Agnesi sem veltir sér oft uppúr hlutum sem eru löngu skeðir, jafnvel áður en hún fæddist... Butterfly affect er mjög góð og ég horfi mikið á Simpson svo ég veit hvaða þætti þú ert að meina..

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:10 f.h.  

  • By Anonymous Nafnlaus, at 1:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home