arnthor´s life

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Bara þokkalega góður samt betri í gær

Já, mér líður bara frekar vel enda er ég nýbúinn að borða og þar á undan var hljómsveitar fundur og æfing og það var alveg magnað. Við vorum að tína til öll lögin okkar og fara í gengum hvaða lög við ætlum okkur að halda áfram að vinna í og hver verða geymd eða gleymd. Þetta gekk frekar vel og á endanum vorum við með 21 lag og svo eigum við eftir að fara yfir þann lista líka og fækka þeim niður í 10-11.
Það er allt í full sving hjá Önnu ofursystir að selja húsið okkar og verður vonandi klárað á næstu dögum, en þetta er alltaf náttúrulega mikið stress á meðan að svona er í gangi. Ég ætla að fara snemma að sofa í kvöld til að vera hress og kátur í fyrramálið. kristófer er núna í skólaferðalagi til Bornholm og kemur aftur á föstudaginn, hann er búinn að vera mjög duglegur, eins og stelpurnar, með að fara svona ótalandi inní nýjan bekk og ég gæti ekki verið stoltari.
Hérna er heimasíða skóla Benediktu og Kristófers http://www.thorsager-skole.dk/ og hérna er heimasíða Andreu skóla http://www.roende-skole.dk.
Og já, áður en ég gelymi því, þá heitir Hljómsveitin okkar Clark Kent.

3 Comments:

 • Vonandi á maður eftir að heyra frá ykkur (í útvarpinu eða e-ð), er verið að tína saman í plötu? Við erum einmitt í hússölumálum líka, erum reyndar bara að byrja að auglýsa það. Hilsen. P.s. fannstu eitthvað stagename???

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:18 f.h.  

 • Nú sit ég bara hérna á skrifstofunni og bíð eftir að Íris fasteignasali og Begga komi hingað til að undirrita samninginn.. hringi í þig þegar það er komið... vúhú

  By Anonymous Nafnlaus, at 8:22 f.h.  

 • ok... track 09 finnst mér mjög fallegt, líkaði ótrúlega vel við það.
  track 10 er líka fínt, það er skemmtilegt en fannst samt eitthvað vanta sem ég átta mig ekki á hvað er. track 11 er strax mjög grípandi og fólk all over myndi vera að raula það ef það færi í útvarpið, pottþétt. track 12. Uppáhaldið mitt. eitthvað við þetta lag.

  By Anonymous Nafnlaus, at 4:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home