arnthor´s life

laugardagur, ágúst 20, 2005

Lífsstíll eða bara leti?

Það er búið að vera að renna upp fyrir mér ljós á þessum síðustu misserum, hverslags lífstíll myndi henta mér best, og nei með orðinu lífsstíll er ég ekki að tala um kynhneigð.Það sem ég er búinn að uppgötva er að það myndi fara mér alveg ótrúlega vel að gera ekkert, og þá er ég að meina að vinna ekkert og ég flokka tónlist ekki undir vinnu jafnnvel þó að maður sé að fá borgað fyrir flytja eða semja tónlist.
Það er bara eitthvað við orðið vinna sem vekur hjá mér ónotatilfinningu og ekki bara á íslensku, t.d. arbejde, work, það er bara eitthvað við þessi orð sem vekur ekki mikla hrifningu hjá mér. Mörgum sem þekkja mig koma kannski þessi skrif dálítið á óvart, þar sem ég unnið frekar mikið um ævina (þó að stutt sé), en ég hef aldrei verið fullkomlega ánægður né sáttur. Og hvaða niðurstöðu fæ ég útúr þessum skrifum: Ég ætti að einbeita mér meira að því að koma mér áfram á tónlistarsviðinu og reyna þannig með öllum ráðum að koma í veg fyrir að vinna framar. Flestir eyða stórum hluta ævi sinnar í að vinna og þá venjulega ekki fyrir sjálfan sig og flestir eru á tímalaunum svo að þeir eru að selja stóran hluta af þeim litla tíma sem við fáum hérna í þessu lífi. Ég held að þetta séu samantekin ráð, það er búið að búa til allskyns þjónustu og vörur, sem búið er að búa svo um að við getum ekki lifað án en þurfum að vinna til að fá eða eignast og þá oft við að framleiða eða framreiða það sem við förum svo að borga fyrir. Og svo er búið að koma því inn hjá okkur að við þurfum ekki bara að eignast vissa hluti, heldur að við þurfum að eignast þá strax og þar koma inn bankar og lánastofnanir, sem segja þetta er ekkert mál við lánum þér bara, þú borgar bara einhverja smá upphæð á mánuði og getur bara keyrt í burtu á nýja landcruisernum með nýja 42 tommu flatskjá sjónvarpið í skottinu. En eins og máltækið segir þá gerir margt lítið eitt stórt og áður en langt um líður ertu búinn að gera stofnanir og fyrirtæki áskrifendur að peningum þínum og þaðan af verra tíma. Niðurlag: Hættið vinna,setjum fyrirtæki og stofnanir á hausinn, veiðum okkur í matinn og hittumst svo á kvöldin kveikjum varðeld, spilum tónlist, drekkum berjavín og gerum góðlátlegt grín að öllu saman.

12 Comments:

 • vá ég get ekki verið meira sammála =)

  By Anonymous Nafnlaus, at 7:11 f.h.  

 • Amen... sumir bara sjá þetta ekki. Hvað á kommúnan að heita???

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:37 f.h.  

 • "og áður en langt um líður ertu búinn að gera stofnanir og fyrirtæki áskrifendur að peningum þínum" Sem útlegst: Þú berð ábyrgðina á því hvernig fyrir þér er komið. Það er t.d. ekki Sparisjóðnum á Dalvík að kenna að ég tók yfirdrátt á sínum tíma. Ég er ekki að segja að það sé alltaf easy way out, en sá sem tekur lokaákvörðun ber alla ábyrgð, það er mín skoðun. Og lærðu svo að hlýða mér Arnþór! þá batnar allt.

  Hölli.

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:01 f.h.  

 • Eins og við erum búnir að ræða um þá er ekki hægt að segja að 18-24 ára einstaklingar sé um að kenna, hvernig fyrir þeim er komið. Þetta er eins og auglýsingin sem við vorum að skoða, þar sem í voru 5 lánatilboð til ungra námsmanna og með á auglýsingunnivar ung ung og falleg stelpa brosandi eins og þetta væri bara ekkert mál, en málið er að það eru alltaf fleiri og fleiri ungmenni að detta útúr námi af því að þeir geta ekki staðið undir skuldunum sem þeir eru búnir að koma sér í og svo er það hægara sagt en gert að borga allt niður 1 2 3. Auðvitað geri ég mér það ljóst að í dag þarf ég að taka ábyrgð á gerðum mínum en það sem ég er að gera í dag er að vinna mig útúr skuldum sem ég byrjaði að safna þegar ég var 18 ára. Þegar Aníta varð 18 ára fengum við haug af tilboðum frá bönkumm og lánastofnunum innum bréfalúguna en sem betur fer féll hún ekki í sömu grifju og ég og fleiri, kannski af því að hún er búin að sjá hjá okkur að þetta er í rauninni engin framtíðarlausn. Foreldrar mínir gáfu mér ekkert fjármálauppeldi, aðallega vegna þess að þau fengu ekki svoleiðis og það var afþví að þegar ömmur mínar og afar voru að koma sér af stað var ekkert sem hét yfirdráttarheimild,visa,veltikort og þar frameftir götunum, þannig að núna er ég að gera mitt besta til að leiðbeina mínum börnum og það virðist allavega hafa tekist í einu tilfelli, við verðum bara að bíða og sjá með hin.

  By Blogger Arnthor, at 12:16 f.h.  

 • Já við verðum að gera krökkunum grein fyrir því að það sem þú færð að láni borgar þú tilbaka með blóði, svita og tárum. Við lánum t.d. stráknum mínum að gamni pening með 10% vöxtum til að gera honum smá grein fyrir þessu. Og hann fær að fylgjast með fjármálaumræðunum við eldhúsborðið líka. Ég held að þau átti sig ekkert á þessu öðruvísi.

  By Anonymous Nafnlaus, at 12:21 f.h.  

 • Góð hugmynd Sandra.

  By Anonymous Nafnlaus, at 4:35 f.h.  

 • Við vorum að byrja með nýtt kerfi hérna, þ.e. ég útbjó svona viku seðla sem á er listi yfir nokkur húsverk, barnapössun osfrv. og í hvert sinn sem við bijum þau að gera viðkomandi hlut fyrir okkur setja þau kross á viðkomandi stað á vikuseðlinum og í lok vikunnar koma þau með blaðið og fá vasapening eftir því hversu dugleg þau hafa verið. Og svo fá þau náttúrulega misjafnlega mikið eftir hvað þau eru látin gera, t.d. 5 kr fyrir að leggja á borð og svo 5 kr fyrir að ganga frá eftir matinn, 10 kr fyrir að taka til í herberginu sínu 25 fyrir að passa á daginn og 50 kr fyrir að passa á kvöldin.

  By Blogger Arnthor, at 7:51 f.h.  

 • já það verður að vera eitthvað svona kerfi á þessu. Krakkar þurfa að læra það að maður þarf að vinna fyrir peningunum og það er meira en að segja það fyrir marga foreldra að punga bara út 5000 kalli 2svar í viku, eins og margir krakkar komast upp með.

  By Anonymous Nafnlaus, at 3:46 f.h.  

 • Já, ég er með aðeins öðruvísi kerfi hérna. Minn fær alltaf greidda sömu upphæð hver mánaðarmót í vikupening, en svo hefur hann tök á að hækka upphæðina með vissum verkum sem hann þarf að klára. Með þessu móti fær hann alltaf eitthvað en það er undir honum komið hvað það er mikið. Ég held við séum alveg að gera rétta hluti með þessu. Það var verið að tala um ungt fólk um daginn sem er að koma í framhaldsskólana og það hefur aldrei þurft að gegna neinum skyldum og fengið allt upp í hendurnar, og það hagar sér skv. því í skólunum. Það heldur að það hafi eintómam rétt á öllum hlutum en engar skyldur á móti.

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:24 f.h.  

 • Hver á að borga húsið???Og hvað geriru ef þig langar til útlanda?

  By Anonymous Nafnlaus, at 2:48 f.h.  

 • Ef maður horfir aðeins í kringum sig þá getur maður alltaf fundið pening, en að hætta að vinna þýðir ekki að hætta að þjéna pening. Fyrir mér er að vinna að gera eitthvað sem mér finnst ekki beint skemmtilegt, t.d. myndi aldrei tala um að fara að vinna ef ég væri að "vinna" í tónist.

  By Blogger Arnthor, at 1:00 f.h.  

 • By Blogger yanmaneee, at 12:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home