arnthor´s life

sunnudagur, júní 26, 2011

hello

Hérna sit ég og er að horfa á minn uppáhalds þátt á netinu, Fringe, og allt í einu uppgötva ég einhvern sannleika, veit ekki hvaða sannleika eða hvað það hefur að gera með nokkuð annað... en er það ekki rétt athugað að hjá okkur flestum er farið að vanta litlu sigrana! ekki þessa stóru.. skuldlaus, heimsfriður og allt það. Heldur þessa litlu, eða kannski erum við bara að horfa svo mikið eftir þessum stóru að við kunnum ekki að meta né þekkja þessa litlu.
Margir litlir sigrar gera gott líf, einn stór lætur allt annað falla í skuggann og þá missum við af því, ekki af því að stóri sigurinn er ekki mikilvægur, en margt smátt er oftast betra en eitt stórt. Það væri magnað að vinna einn lotto vinning uppá margar milljónir, en eina sem þú myndir gera eftir það er að fylgjast með stóra vinningnum verða að engu eða kannski ekki engu enn allt færi að snúast um að gulleggið væri að hverfa. Væri ekki betra ef maður fengi það sem maður þyrfti til að lifa góðu lífi einu sinni í viku eða mánuði eða álíka.
Mundu að taka litlu sigrana alvarlega, njóta þeirra og upplifa þá.
dæmi um litla sigra í dag:
09.30 vaknaði við og sá yndislegt andlit Hönnuh Christinu og svo kom Alexander og við slógumst og það var gott start og lítill sigur.
12.20 naut samveru minnar yndislegu eiginkonu
13.30 uppgötvaði litla sigra og finnst eins og að dyr hefðu verið opnaðar.
14.50 opnaði tékkneskan öl :)

þriðjudagur, mars 15, 2011

Dagur 2

Ok nú er dagur 2 liðinn frá því að ég ákvað að byrja að draga mig út af facebook, og þetta hefur bara gengið nokkuð vel. Býst við að inna svo langs tíma er ég búinn að losna við þennan hvimleiða vana. Næst er það farsíminn.
Ég hvet alla til að, kannski ekki hætta alveg en, prufa að klippa á sítenginguna til síbyljunar og athuga hvort að stress og áunninn athyglisbrestur nútímans fari ekki minnkandi.
þið farið að sjá umhverfi ykkar með augum þess sem gefur sér tíma til að njóta og meta fegurð hversdagsleikans án þess að hugsa stanslaust um hvort að einhver hafi sent sms eða uppfært facebook síðuna sína.
Ég held að ég fari að spila við Krissa og Bennu eða kannski kíkjum við á einhverja mynd saman og ég slekk á símanum á meðan.

mánudagur, mars 14, 2011

Bíddu!! ... ég sé ljós

Mér fannst vera kominn tími til að opna hérna aftur, facebook er dautt, og þetta er fyrsta skrefið í að finna sjálfan mig eftir að hafa verið týndur í ringulreiðinni og hallærisleikanum, sem er heimur hr. Zuckerbergs.
Býst nú ekki við að ég hætti bara "cold turkey", á facebook en býst ekki við að ég eyði þar jafnmiklum tíma og áður. Þetta sýgur allt innihald úr raunveruleikanum. Ég á ekki yfir 300 vini í raun og veru, ekki allar geta verið "sætust" og ég er nokkuð viss um að lýsingunni "snillingur", sé kastað ansi frjálslega þarna inni bæði til að lýsa meðlimum og börnum þeirra. Ég er náttúrulega undantekningin, ég er snillingur ;)
Ég held að ég prufi að þýða þetta með google translate

I thought that it was time to open this again, as facebook is dead, and this is the first step to find myself after having been lost in the chaos and tackiness, that is the world acording to mr. Zuckerberg.
I'm not expecting to just quit facebook cold turkey, but I don't expect to be spending as mush time there as before. It sucks the content from real life. I don't really have over 300 friends, every girl can be sweetest and I'm pretty sure that the term genius is thrown about very freely, to describe members or their offspring. With me being the exception ofcourse, as I am a genius :)

laugardagur, júní 16, 2007

This is the end my friend

the web is dead and starting to smell
all our entries going to hell
so now I quit but will return
in the end of days to watch you burn burn burn

föstudagur, maí 11, 2007

aust-júróvisjón

Var horfa á undankeppni eurovision í gærkveldi og varð fyrir gífurlegu áfalli þegar hvorki Ísland né Damörk komumst áfram. Nei annars, er nokkuð sama þó svo að það hefði verið skemmtinlegra að horfa á okkur tapa í aðalkeppninni og við hefðum tapað því hvorki lagið né útsetning var nógu gott. Þetta er þunglamalegt wannabe-Whitesnake hráksmíð sem átti jafnlítið að gera í aðalkeppnina og hin lögin sem komust ekki. Flutningur lagsins var ágætur þrátt fyrir að persónulega finnst mér að ísland hefði átt að senda alvöru rokkara ef átti að flytja rokklag, Eiríkur var eins forynja aftur úr miðöldum í samanburði við drengina sem þóttust vera að spila á gítar og að horfa á þá á sviðinu var eins og að sjá púsluspil þar sem einhver hefði ákveðið að nota einn kubb úr annari mynd. Auðvitað var Benni Brynleifs flottur á trommunum, en þú verður að afsaka Benni minn en þú ert ekki rokkari. Gítarleikararnir litu fáránlega út þegar þeir voru að stæla bandaríska tískurokkara, og auk þess er fjórir gítarleikarar sem allir spila það sama 75% tilgangslausir. Danska lagið hefði aftur á móti ekki að komast í forkeppnina. persónulega var ég lengi að jafna mig eftir stórkostlega frammistöðu ungversku söngkonunnar, sem gaf allt sem hún átti í lagið og þannig að gera það. Hún var eins og ljónynja á sléttum afríku á meðan Eríkur var eins og dýragarðsljón á seinasta snúningi.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Rock 'n' Roll

Ég sá hérna áðan niðurtalningu á þeim lögum sem höfðu verið valin sem besta rock lög allra tíma og ég var nokkuð sammála þessari niðurtalningu. Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert var að ekkert lag var yngra en 15 ára. Er það málið, að ekkert gott sé búið að vera að gerast undanfarinn áratug? Með nokkrum velvöldum undantekningum, þá er svarið já.
1. Hvar eru góðu söngvararnir, með stóru röddina.
2. Góðu lögin, þ.e. sem ekki er verið a takast á við ástand heimsins og hvað er á CNN. Allt í lagi ég ætti kannski ekki að vera að gagnrýna þannig söngvasmíð en geri það samt og eins og við vitum sem eigum við þunglyndi að stríða, allavega er það svoleiðis fyrir mig, þá hjálpar það ekki að vera stanslaust að tala um hvað manni líður illa og hvað á meira að hlusta á hvað öðrum líður illa.
Það eru kannski margir sem vilja bara meina að ég sé bara að verða of gamall fyrir tónlistina í dag, en það fólk hefur bara rangt fyrir sér og er ekki nógu vel að sér í tónlist.
Ég finn fyrir því að það er eitthvað að rofa til í tónlistarheiminum, en það er að gerast alltof hægt. Við þurfum sprengingu, einhvern sem fattar tilgang rokk tónlistar.
Allar þessar metal-hljómsveitir eru bara að endurtaka sjálfan sig aftur og aftur án þess að gera eitthvað nýtt né nokkurn tíman að segja nokkurn skapaðan hlut, samt hugsanlega með nokkrum undantekningum frá Pantera, sem eiga hrós skilið fyrir þeirra fyrstu plötur, þó að seinna hafi svo farið að halla undan fæti.
Metallica hefur lítið gert síðan svarta platan kom út, þeir hafa verið mest uppteknir við að reyna að vera cool.
Það væri gaman ef eitthvað heiðarlegt, bjánalega sexy, ekki-að-reyna-að-vera-cool ogóniðursoðið rokk myndi nú allt í einu skjóta upp kollinum.
Guði sé lof fyrir Red Hot Chili Peppers til að halda í manni lífinu í rokkheimum.
p.s. ef þú ert ekki sammála, hefurðu bara rangt fyrir þér og svoleiðis er það bara

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Hmm hvað er nú þetta

Mér líður eins og að ég sé að lifna við hægt og rólega. Ég finn hinar og þessar stöðvar í líkamanum vakna af löngum dvala depurðar og þunglyndis. Fyrst núna nýlega finnst mér eins ég geti farið að vinna að tónlist af einhverjum áhuga. Mér finnst ég einhvernveginn frjáls á dularfullan hátt sem ég get ekki skilgreint.