arnthor´s life

mánudagur, október 31, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 6

Nú er komið að pistli 6, kafla 12. Ég kvíði dálítið að skrifa þetta, þar sem að það opnar sár sem eru ekki alveg gróin.

12.Ég og Ellý, þáverandi kærasta mín, fórum með foreldrum mínum í heimsókn til Fáskrúðsfjarðar í páskafríinu 1993 og eitt kvöldið þegar ég var að keyra einni vinkonu minni heim, lenti ég í því að annar bíll keyrði í hliðina á bílnum, þar sem ég var að beygja uppað húsinu. Eftir að ég og hinn ökumaðurinn vorum búnir að ákveða hvað gera skildi, ákvað ég að bakk bílnum sem ég var á, yfir í bílastæði sem var hinu megin við götuna. Í þann mund sem ég var að fara af stað heyrði ég einhvern hrópa og ég stöðvaði bílinn, en allt kom fyrir ekki. Góður vinur minn og bekkjabróðir til 10 ára, Guðjón Gunnarsson, kom aðvífandi á mótorhjóli og keyrði aftan á bílinn. Hann datt ekki starx og í fyrstu leit út fyrir að hann myndi ná stjórn á hjólinu en svo lenti hann með, að mér sýndist, framdekkið ofan í niðurfalli og kastaðist af hjólinu. Ég stökk útúr bílnum og var fyrstur að honum og um leið og ég sá hversu illa farinn hann var, brotnaði eitthvað inní mér, í fyrstu fraus ég, stóð bara þarna og starði. Reyndar varð ég þarna vitni að ótrúlegum persónustyrk, allavega fannst mér það og finnst enn, þegar Gústi Margeirs kom þarna og fór að reyna að lífga frænda sinn við, ég hef farið yfir þetta milljón sinnum í huganum og er enn þann dag í dag viss um að sá styrkur sem hann sýndi þarna er ekki á margra færi. Svo kom sjúkrabíllinn og Skömmu seinna var tilkynnt að Guji væri látinn. Gunnar, pabbi Guja kom þarna og í hvert sinn sem ég sá hann leið mér verr og verr og sökk dýpra og dýpra. Ég fór svo inná lögreglustöð og ég bara man ekki hvað gerðist þar, eina sem ég man eftir er að vinur min, Jónas Friðrik, kom þarna og var að reyna að hressa mig við. Þá um nóttina brotnaði ég saman.
Ég fékk leyfi frá lögreglunni til að fara heim daginn eftir, ég gat ekki hugsað mér að vera þarna lengur. Kannski hefði verið betra að takast á við þetta strax, en þegar þú ert 18 ára og ert nýbúinn að vera viðriðinn slys þar sem einn af vinum þínum lætur lífið, ertu ekki alveg að hugsa skýrt. Á næstu árum fór sálarlíf mitt versnandi og eitt af fáu sem hélt mér á floti var nýfæddur sonur minn, Kristófer, en svo kom enn eitt áfallið, yfirvaldið hafði ákveðið að ákæra mig fyrir manndráp af gáleysi, það var eins og mottu hefði verið kippt undan löppunum á mér. Ég neyddist til að fara aftur austur í réttarhaldið, hlusta á vitnin lýsa þessum ömurlega atburði aftur og aftur frá mismunandi sjónarhornum, en verst var þó þegar ég þurfti að fara með lögreglumönnum til Fáskrúðsfjarðar til að setja slysið á svið, til að taka ljósmyndir sem notaðar voru í réttarhaldinu. Ég var svo sýknaður og fór aftur heim. Ástand mitt fór versnandi og skömmu seinna flosnaði uppúr sambandi mínu og Ellýar og hún flutti með Kristófer til Akureyrar.
Þarna hald ég að ég hafi náð botninum og við tók nokkurra ára “djamm”- tímabil.
Batinn byrjaði svo með nýju sambandi og ég ætla bara að vona að hann haldi áfram.

Ég hef hitt Jósep, bróðir Guja nokkrum sinnum og svo hitti ég Bryndísi, mömmu hans, einu sinni í Oddskarði en ég hef einungis séð Gunnar nokkrum sinnum álengdar, en ég hef bara ekki mannað mig uppí að heilsa honum. Þetta er eitthvað sem mun fylgja mér alla ævi og ég mun aldrei að fullu jafna mig á.

laugardagur, október 29, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 5

Jæja, nú eru við strax komin í 5. hluta

11. Ég er ekki viss um að margir viti eða hafi áttað sig á að fjölskyldan okkar hefur alltaf verið mikið á hreyfingu, og að mínu mati höfum við flutt mjög oft, alltof oft. Svo hef ég eitthvað verið að stunda þetta líka svo að við getum sagt að rótleysi, sem jókst um helming þegar mamma og pabbi skildu og svo þegar ömmur mínar of afar dóu, hafi einkennt minn líf að stórum hluta. hér á eftir fer lauslega upptalning á þeim stöðum sem ég hef búið á, ásamt atburðum sem tengjast þeim.
Þetta byrjaði náttúrulega allt á Ísafirði, en þar, eins og ég hef nefnt áður, fæddist ég og bjó þar þar til ég var 2ja ára, þá fluttum við til Fáskrúðsfjarðar og tókum okkur fljótlega búsetu í Sandgerði. Þarna vorum við í 2 ár en þá ákváðu foreldrar mínar að flytja til Vestmannaeyja svo að pabbi gæti farið þar í Stýrimannaskólann. Þar bjuggum við í 2 ár, að undanskildum sumarhléum, bjuggum, m.a. í gámahúsi sem mér þótti og þykir enn nokkuð sérstakt. Ég fékk svo að flytja til baka til Fáskrúðsfjarðar dálítið a undan hinum afþví að ég hafði svo miklar áhyggjur af afa og ömmu, þ.e. að þau myndu deyja á meðan ég væri í burtu, sem varð svo reyndar raunin, þannig að vorið 1981 flutti ég til ömmu og afa og bjó þar þar til hinir í fjölskyldunni komu. Hjá þeim átti ég t.d. 6 ára afmælið mitt og er það einhver besti dagur sem að ég hef upplifað, gott veður, nánast allir ættingjar mínir sem bjuggu á Fáskrúðsfirði komu. Þetta er einn af þeim dögum sem maður gæti alveg hugsað sér að upplifa aftur og aftur. Nú er ég ekki alveg klár á hvort að höfum flutt aftur í Sandgerði, en allavega fluttum við í Draumaland, minnir mig að það heiti, í einhverntíma áður en við fluttum í ”Nýja húsið” að Skólavegi 87. Þarna bjuggum við í 8-10 ár, samt fluttum við aðeins til Ísafjarðar aftur á þessu tímabili en ég er ekki alveg viss hvenær, þar bjuggum við í sumarbústað án rennandi vatns(fyrir utan ánna sem rann við hliðina á húsinu) og ekkert rafmagn, svo að það var ævintýr sem ég hefði ekki viljað hafa misst af. Eftir að við fluttum í ”Nýja Húsið”, fór pabbi að vinna sem stýrimaður og seinna skipstjóri á skipi sem gerði út frá Breiðdalsvík, Hafnareynni, en var svo sagt upp þar af því að hann og við vildum ekki flytja þangað, skiljanlega. Þannig að í smá tíma var allt í lausu lofti um hvað við myndum gera en svo kom dómurinn: Við myndum flytja til Ólafsfjarðar! Þetta var gríðarlegt áfall, ekki að ég þekkti eitthvað til Ólafsfjarðar heldur bara að flytja burt frá öllu sem maður þekkti (annars hefði áfallið verið meira). Ég man ennþá og ég held að það sé til á upptöku einhversstaðar þegar Ívar frændi kom og stoppaði mig og Andrés í miðju lagi, við vorum á æfingu með Jónasi, og spurði hann kurteislega hvort við værum búnir að gleyma að við værum að flytja úr bænum og tjáði okkur að foreldrar okkar og flutningabíllinn biðu eftir okkur. En ég var ekki alveg tilbúinn að segja skilið við Fáskrúðsfjörð og var búinn að fá leyfi til að búa hjá ömmu og afa í smá tíma, og þegar ég svo kvaddi þau á endanum má segja að það hafi verið í síðasta skipti, því fljótlega veiktist afi og dó svo ó kjölfarið nokkrum árum seinna,svo flutti amma á elliheimili og dó svo nokkrum árum seinna.
Á Ólafsfirði bjuggum við í einbýlishúsi á Hlíðarvegi og það var svo sem fínt, stuttu eftir að ég flutti þangað kynntist ég Ellý, sem átti svo eftir að verða fyrsta barnsmóðir mín. Við vorum búin að vera saman í 3 mánuði þegar við komumst að því að við áttum von á barni. Ég flutti heim til foreldra hennar og bjó þar þar til barnið, Kristófer, kom í heiminn. Eftir að hann fæddist fluttum við til foreldra minna og bjuggum þar í u.þ.b. 1 ár en þá keyptum við okkur litla íbúð í gömlu húsi á Ólafsfirði. Þar bjuggum vi ðí næstum eitt ár en þá flosnaði uppúr sambandinu og Ellý flutti með Kristófer til Akureyrar. Ég bjó einn í íbúðinni í nokkurn tíma en flutti svo aftur til mömmu og pabba sem voru þá búinn að kaupa sér nýtt hús í Hrannarbyggðinni á Ólafsfirði, þarna bjó ég nánast óslitið, að undanskildu 3 mánuðum sem ég bjó í borg óttans, aka Reykjavík þar sem ég var að vinna fyrir Sæunni Axels. Svo var það á eurovision kvöldi 1997, að ég var að fá mér aðeins neðan í því með Ásgeiri vini mínum og fyrir hendingu enduðum við Dalvík, þvar kynntist ég konu, Sollu Maju, sem vissi það ekki þá en átti eftir að verða eiginkona mín og barnsmóðir og ekki í þeirri röð. Þannig að nú flutti ég eina ferðina enn og þá til Sollu í blokkaríbúð á Dalvík. Ég byrjaði á sjá um þetta leiti, á Sigurfara frá ólafsfirði og seinna Hólmavík. Nokkrum mánuðum seinna fluttum við úr blokkinni og í raðhús þar skammt frá og um svipað leiti fundum við út að við áttum von á barni. Sumarið 1998 hætti ég á sjónum rétt áður en prinsessan mín, Benedikta Líf, kom í heiminn, 18. júlí. Í þessari íbúð bjuggum við í 5 ár eða þar til á vormánuðum 2004, við keyptum einbýlishús í Bárugötu á Dalvík. Við höfðum ekki búið lengi þar þegar okkur fór að langa að gera eitthvað nýtt og ákváðum að flytja til Danmörku. Svo 3. september 2004 fluttum við til Thorsager, sem er lítil bær á austur-Jótlandi. Og enn sem komið er þá líður okkur mjög vel hérna og erum hvorki að áætla að flytja áfram né til baka.

Jæja, þetta er nóg í bili. Ég Held að í næsta kafla verði ekki tekið á jafn léttu efni.

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 4

SVo virðist sem að þessir kafla úrdrættir úr ævisögu minni séu að falla fólki geð, svo ég ætla að halda áfram. Ef ég Nefni ykkur ekki þá þýðir ekkert að vera sár og auðvitað megið þið bæta við í commentunum.

10. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem ég ber til Fáskrúðsfjarðar, ég ólst þarna upp að stærstum hluta. Við skulum bara byrja á útliti. Bærinn liggur norðan megin í botni Fáskrúðsfjarðar, bærinn heitir Búðir en persónulega hefur mér aldrei þótt mikið um það nafn. Fjörðurinn er rétt yfir meðallagi djúpur innrammaður af glæsilegum fjallgarði. Bærinn er u.þ.b. 3 km langur og liggur í brekku og það finnst mér dálítið sjarmerandi en mörgum "aðkomumönnum" þykir það dálítið undarlegt. Bærinn hefur breyst töluvert síðan ég bjó þarna til hins betra líklega, þó að náttúrulega fannst mér hann fullkominn eins og hann var. Það er bara eitthvað við staðinn í heild sinni og fólkið sem veitir mér innblástur til tónlistar, skrifta og drauma, þetta kallast víst nostalgía á nýslensku.
Fyrir mér hefur bærinn auðvitað misst töluvert af aðdráttarafli sínu eftir að amma og afi dóu, og einnig hefur mér þótt næstum óyfirstíganlega erfitt að koma þangað eftir bílslys sem ég lenti í þar, þar sem vinur minn, bekkjarbróðir og yfirhöfuð frábær náungi, Guðjón Gunnarsson, lét lífið, ég mun skrifa um það seinna.
Það er annað með Fáskrúðsfjörð sem gerir hann sérstakann í mínum huga og það er fólkið, það er einhvernveginn svo miklar persónur, auðvitað er ég ekki að tala um alla og ekki að segja að fólk annarsstaðar skorti allan persónuleika, nema kannski í 101 Reykjavík.
Litli-Hagi, Sigga-Sjoppa, Viðarsbúð, Oddi, Pólarsíld, Skrúður, Snekkjan, Hoffell, Kaupfélagið ofl. ofl. Þetta eru nokkur af þeim stikk orðum sem fá mig til að detta aftur í tímann, fyrir tíma skulda, barneigna(allaveg minna), farsíma, internets, hryðjuverka(allavega tók ég ekki eftir neina) heimurinn var bara betri og ég held að hann geti orðið svona aftur ef við bara opnum Sigga-Sjoppu aftur.
Mikið af þeim pesónum sem ég þekkti og sem mér fannst gera staðinn svona heillandi eru annað hvort látnar eða fluttar, en einhversstaðar hef ég heyrt að maður komi í mannsstað. Einhverntímann kem ég aftur til Fáskrúðsfjarðar og reyni að kynnast staðnum uppá nýtt og vona að mín börn upplifi töfra staðarins eins og ég gerði.

föstudagur, október 28, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 3

ok ég get nú kannski ekki skrifað um alla þar sem, því miður hef ég ekki umgengist ykkur öll eins mikið og myndi vilja í dag, t.d. þú Ásta það litla sem ég þekki þig, svona í alvöru, er nú ekki nóg til að setja íheilan kafla, en samt.. þá svaf ég einu sinni í rúminu þínu.
En í dag ætla ég að tala um systkyni mín sem eru það samt ekki.
8. Engin úrdráttur úr mínu lífi væri heill án þess að minnst væri á hinn nýbakaða föður og þungarokksrappara nr 1 Ívar Guðjón Jóhannesson.
Þrátt fyrir að sé elst systkynið í okkar fjölskyldu, hef ég alltaf litið upp til Ívars sem eldri bróður. Ég man eftir okkur fyrst þegar ég var u.þ.b 3-4 ára og ég var að strjúka heim til hans til að gista að,l kvöldi til, og ekki nóg með það heldur fórum við alla leið uppí fjall til að pabbi næði okkur ekki.
Við gerðum allt saman, en ég held að minnistæðast frá þessum fyrstu árum var þegar Ívar og Sverrir Reynirs komu til að frelsa mig úr klón Möggu Stínu, sem var að passa mig og systur hennar, við sluppum en hver var fyrsta manneskjan sem við hittum svo á leiðinni heim til Ívars? Mamma, og ef ég man rétt þá eyðilögðum við eitthvað hálsmen fyrir annað hvort Möggu eða systir hennar, hey sorry.
Það er aðeins nú undan farin ár sem að eru nokkuð Ívars-laus tímiog það er ekki af þvi að svoleiðis vil ég hafa það.
Mér hefur alltaf fundist magnað að segja frá að Ívar hafi verið yfirvélstjóri hér og þar sé að læra að vera rafvirki líka og svoleiðis frameftir götunum, hvað get ég sagt ég er bara stoltur af honum og stoltur að tengjast honum.
þegar það kom að því að halda skálarræðu í brúðkaupinu mín kom aldrei neinn annar til greina en hann og sagði hann söguna af því þegar ég skaut hann næstum þegar ég var að slappa á hlaðna haglabyssu á rjúpnaskytterí einhverntímann, þú varst bara heppinn að ég var eki að taka solo, þá værir þú dauður.
En hey ég er stoltur aðþekkja þig, tengjast þér og umfram allt þegar fólk segir mig líkjast þér, það hlýtur að vera að tala um andlega, afþví að ég er svo miklu fallegri en þú.
9. Hitt systkyna, ekki systkyni mitt er náttúrulega Sandra og engin önnur. Sandra er fyrsti vinur minn og ef ég hefði ráðið fyrsta kærstan mín líka. Enn þann dag í dag ef ég er að útskýra hver Sandra sé segi ég Sandra systir og þeir sem ég er að tala við vita hverja ég er að tala um.
Örlögin hafa búið svo um hnútannna að ég og Sandra höfum aldrei búið mjög langt frá hvor öðru, fyrir utan smá tímabil þegar ég bjó fyrir norðan og hún fyrir sunnan.
Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað við okkar samband sem lætur mér líða vel, kannski að við séum enn vinir eftir 29 ár sem er frekar gott á hvaða mælikvarða sem er. Sandra er SANDRAN og svoleiðis mun það alltaf verða.

Þessi tvo sem ég nefndi ég að undan eru manneskjur sem að breyttu mér og höfðu jákvæð áhrif á mig þá sem vara enn.
Og auðvitað ætla ég að bæta við þó svo að þess ætti ekki aðvera þörf, hey þið tvo ég elska ykkur sem mín eigin systkyni.
ok þá er þesssi stutti pistill að lokum kominn, þið megið senda mér myndir af einhverju í ykkar lífi sem ég gæti unni með.
meira seinna

fimmtudagur, október 27, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 2

Fyrir þá sem eru í fyrsta skipti að stilla á þessa stöð, þá hefur heljarinnar sjálfsskoðun,-dýrkun og vorkunn, átt sér stað og verður því haldið áfram í þessum pistli. Eins og í seinasta pistli mun ég vera að fara lauslega yfir vissa hluta í mínu lífi á kaflaskiptan hátt, án þess þó að það sé endilega í alveg réttri tímaröð, enda skrifa ég þetta bara eins og þetta kemur til mín. Þessi pistill mun vera tileinkaður fjölskyldunni minni, að undan skildum konu og börnum, enda er ég ekki kominn þangað.

4.Ef sérhver kafli myndi bera nafn myndi þessi líklega heita upphafið, því hér ætla að tala aðeins um hvaðan ég kem upprunalega, þ.e. hvar ég kom í heiminn!
Já það er rétt að nún ætla ég að tala um Ísafjörð.
Um hádegisbil 19. apríl 1975, fæddist ég nefninlega á gamla spítalanum á Ísafirði. Pabbi var á sjó þegar ég fæddist, eins og stóran hluta minna uppvaxtarára, ekki það að ég að áfellast hann fyrir það, en meira um hann seinna.
Ég ber blendnar tilfinningar til staðarins, ekki slæmar, það er frekar að mér fannst ég vera heima á vissan hátt án þess þó að kannast alveg við mig og þar sem ég flutti snemma frá Ísafirði og það er langt frá Fáskrúðsfirði fór ég ekki það oft þangað og í hvert skipti sem ég fór upplifði ég staðinn á anna veg en seinast.
5. Glöggir lesendur tóku kannski eftir að í fyrsta hlutanum af þessu ritverki mín talaði ég ekki um föðurfólkið mitt en það er ekki afþví að mér finnist það eitthvað síðra en móðurættin, það er heldur útaf því, eins og ég nefndi í seinasta kafla, að það er langt til Ísafjarðar og þar af leiðandi gætir þeirra áhrifa frekar í erfðum en í persónu mótun.
Upplifun mín af Andrési afa mínum er ekki flókin, fyrir mér var hann og er jarðbundinn,glaðlegur,duglegur og elskulegur maður, sem ég þrátt fyrir það finnst ég aldrei hafa fyllilega kynnst. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem að hann kenndi mér, þá er það að sýna ófeiminn ástúð, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það betur.
Og ann og aftur er amman erfiðari, hún var mjög dulin persóna sem ég kynntist meira af afspurn en umgengni. Hún hét því stóra nafni Guðríður Sigrún Anna Benediktsdóttir, eða Guja amma. Að því sem mér skilst þá var hún mjög gáfuð, átti auðvelt með að læra, en af ástæðum sem mér finnst ekki rétt að tíunda hér, fékk hún ekki tækifæri til að njóta þessara hæfileika til fulls. Ég skammast mín óneitanlega dálítið fyrir að hafa ekki meira samband við Andrés afa núorðið og kem nú kannski til með að bæta úr því, en ég virkilega sé eftir að hafa ekki haft meira samband við Guju ömmu og í rauninni er ég ekki búinn að með taka enn að ég og við séum búin að missa hana.
6. Ég er næstum orðlaus þegar ég kem svo að Sverri afa, hann þekkti ég nánast ekki neitt en ég er nokkuð viss um að í gegnum pabba var það hann sem gaf tónlistina og fyrir það verð ég ávalt þakklátur. Nokkur orð Skodi, ísbjörnin og gervihandleggur.
7. þá er komið að mínum nánustu, þ.e. fyrir utan mína eigin fjölskyldu, og til að engin verði sár ætla ég bara að taka þetta í aldursröð.
Mamma mín heitir Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir, hún er fædd 1957 og var ekki orðin 18 ára þegar hún átti mig. Það er erfitt að finna orð til að lýsa mömmu sinni, þar sem maður hugsar oft ekki um mæður sínar sem venjulegar manneskjur, jafnvel eftir að maður á að vera orðinn fulltíða , en það er þó sumt sem ég get sagt við hana, þú ert mun sterkari en þú heldur, ef ég byggi á sama heimili og þú fengir þú aldrei að koma nálægt tölvunni minni, takk og ég þarf varla að taka fram að ég elska þig. Ég hef að vísu ekki enn komið þér til að sitja heklandi í ruggustól en ég gefst ekki upp.
Pabbi minn heitir Benedikt Birgir Sverrisson og ég held að besta orðið til að lýsa honum er tilfinninga ólgusjór. Það er auðveldara að koma honum í orð og ef ég ætti að nota eitthvað eitt, væri það alhliða hæfileikaríkur. ok núna eru kannski sumir komnir með æluna í hálsinn en fyrir hina sem þekkja hann er þetta ekki svo óraunsæ lýsing. mér kemur ekki eitt í hug sem hann gæti ekki náð góðum tökum á ef hann leggði sig fram, því hann er sérkennileg blanda brennandi ákveðni, gáfna og á mjög auðvelt með að læra hvað sem er. Hann er mjög lifandi persona, og og kemur misjafnlega vel við kaunin á fólki, en ég elska hann.
Andrés bróðir er hinn helmingurinn af tvíeykinu ósigrandi, Arnþór og Andrés. Við rífumst og sláumst eins og systkynum sæmur og stundum verr, þó svo að við sláumst minna núna en við gerðum. Mamma segir að ég hafi alltaf passað uppá Andrés alla okkar æsku, þ.e. í þeim skilningi að það mátti enginn lumbra á honum nema ég og það var mörgum sem blöskraði hvernig ég fór stundum með hann, en hann var mér ekki bara boxpoki. Hann var/og er Andrés bróðir, og því miður veit ég ekki hvernig ég get komið ykkur í skilning um hversu mikla þýðingu það hafur fyrir mig, Enda hef ég sjaldan verið eins einmana og sár eins og þegar hann flutti burtu, byrjaði með Miru og minnkaði sambandið við mig. En það stendur allt til bóta núna eftir að ég elti hann til Danmörku og við erum aftur farnir að spila saman eins og okkur var alltaf ætlað að gera.
Anna systir mín er eins og pabbi, ólgandi haf tilfinninga, og undarleg blanda sem ég get ekki alveg útskýrt. Ef ég man rétt þá fór ég stundum með hana að hjóla þegar hún var lítil, minni .... yngri, þ.e. með hana í barnastól á meðan ég þeystist um götur Fáskrúðsfjarðar, annars er ég ekki viss að gæti hafa verið Agnes systir, minnið er ekki eins og það var. Annars er eitt sem ég get sagt um Önnu, sem ég reyndar gæti sagt um pabba líka, og það er að hjá þeim eru 3 flokkar fólks. Fólk sem þau elska, sem skiptir þau ekki máli eða hata, og ég vorkenni öllum þeim sem eru síðastnefnda flokknum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem lýsir Önnu og hennar lífi, þá hefur hún altaf verið dálítil gella og það eru til myndir sem sýna að sú hegðun byrjaði snemma.
Agnes systir er uppreisnarseggurinn í fjölskyldunni, en það er alltaf eins og hún sé að reyna að segja okkur eitthvað en kemur ekki orðum að því. Og hún er eins og mamma í Danmörku í því leitinu til að þegar fólk skilur hana ekki, talar hún hærra. Agnes mín það er eitthvað sem ég á að segja v ið þig en ég bara einhvernveginn finn ekki réttu orðin. Mér fannst ágætt að vera vara-pabbi þinn þó að það hafi bara varað í stutta stund.
Aldís mín því miður get ég ekki sagt margt um þig þar sem ég þekki þig ekki nógu vel, því miður. Og fyrir þá sem ekki vita þá er Aldís Dóttur pabba, hann eignaðist eftir að mamma og hann skildu. Að því sem ég skilst er hún sama gáfumennið og systkyni sín. Það er óneitanlega skrítið að eiga systir sem er yngri en yngsta barnið en það er líka einhverra hluta vegna góð tilhugsun. Ég mig hlakkar bara til að kynnast henni í framtíðinni.

jæja, núna er ég búinn að fara mjög lauslega yfir mína nánustu. Þetta var erfitt þó sér í lagi að skera þetta níður svo að þetta verði ekki heila bók.
meira næst, fylgist því með

þriðjudagur, október 25, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt

Ég var að hugsa um líf mitt og fann út að ég man þetta eitthvað svipað og ég man eftir bíómyndum, það er stundum eins og ég hafi ekki verið þarna en var það samt. Þannig að ég fór að pæla aðeins meira í þessu og það sem fer hérna á eftir er úttekt á mínu lífi, sumt í framhaldsmyndaformi.
1. Fyrir 6 ára aldurinn man ég ekki mjög mikið, það er meira eins og að í viti að ég var þarna og gerði þetta ogsfrv. Ég man eftir þegar ég bjó í sandgerði, húsinu á Fáskrúðsfirði ekki bænum, ég man eftir 0 bekk eina bekknum sem ég skaraði frammúr í stærðfræði, við vorum alltaf að henda leir í hurðina og gerðum kennarann brjálaðann good times. Allt sem ég man úr 0 bekk er of mikið til að tíunda það allt hér, en ég læt það fljóta með að ég man þegar Adda Kjartans var skotin í mér og góðvinur minn Elmar hrinti henni frammaf vegkanti fyrir vikið.
Ég gæti skrifað heila bók um Grunnskólann á Fásk, geri það kannski bara ekki hér.
2. Ég var 11 ára þegar allt breyttist, þá kom Elmar vinur minn með annan með sér, sem reyndist svo vera Jónas Friðrik, og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera með þeima í hljómsveit og spila á bassa! Ég man meira að segja hvar þetta var, efst í Borgarstígnum. Fyrst þurftu þeir náttúrulega að sýna mér bassa þar sem ég vissi ekki einu sinni hvernig svoleiðis verkfæri litu út. Með þeim spilaði ég í nokkur ár og svo hætti Elmar og þá tók Andrés bróðir við trommunum í nokkur ár, eða þar til við fluttum til Ólafsfjarðar.
Eins og ég sagði þá breyttist allt þegar ég byrjaði í tónlist, loksins hafði ég fundið eitthvað sem átti við mig, hinir strákarnir höfðu fótbolta. svo vorið áður en ég varð 12 ára byrjaði ég tónskóla til að læra að spila og ég vil meina að ég hefði ekki getað verið heppnari með kennara, Jonathan Buckley, ungan englending nýsloppinn úr tónlistarháskóla. Í Jonathan eignaðist é ekki bara kennara og læriföður í tónlist heldur einnig góðan vin, sem ég syrgi mikið að hafa misst sambandið við. Ég nota ennþann dag í dag ráð og trix frá honum þegar ég er að vinna tónlist.
3. Ef það væri eitthvað eitt sem ég ætti að nefna sem alhliða áhrifavald í mínu lífi, myndi ég segja að það væru Amma mín og Afi í Litla-Haga. Það er erfitt að koma í orð hversu miklu máli þau skiptu mig og hvað þau kenndu mér mikið. Sumum finnst það kannski skrítið en það sem mér finnst eitt það mikilvægasta sem ég lærði hjá Afa var að skammast mín ekki fyrir tilfinningar og sýna þær, ef afi var reiður, nú þá var hann reiður og reyndi ekkert að breiða yfir það og eins ef hann var glaður, gat maður séð það úr mílufjarlægð. Hjá houm lærði ég einnig að dreyma og nota hið mikla ímyndunarafl sem ég vill meina að ég hafi fengið í arf frá honum.
Ég ber hans nafn og ber það með stolti og vonast bara til að geta verið, þó að það væri ekki nema helmingur af þeim manni sem ég upplifði hann til að vera.
Þetta flækist þegar það kemur að ömmu og það er ekki afþví að það er á svo litlu að taka, það er frekar að það sé erfitt að velja eitthvað eitt. Við getum byrjað á því hversdagslega, hún kenndi mér að lesa, skrifa, telja, baka, sauma krosssaum, raula, spila olsen-olsen ogsfrv. og talansi um góðan kennara hún var búin að kenna mér að lesa, skrifa og telja löngu áður en ég byrjaði í skóla. En það mikilvægasta sem ég lærði ömmu held ég að sé allt það góða sem ég geri.
Ef eitthvað eitt orð myndi lýsa hversu mikið ég elska og sakna þeirra, væri það svo kraftmikið að það myndi heyrast um allan heim þó að það væri hvíslað.

Jæja þarna fóru úrdrættir úr fyrstu 3 köflunum í mínu lífi. Endilega gagnrýnið þetta og ef þið viljið meira stillið bara aftur á þessa stöð, því næstu kaflar koma inna skamms.

sunnudagur, október 23, 2005

Nokkur orð

Það eru nú ekki margir sem kommenta hérna á þessari síðu, ekki það að ég sé ekki ánægður með þá fáu sem gera það. En það sem yljar manni sérstaklega um hjartaræturnar er þegar fólk sem maður hefur ekki séð eða heyrt í lengi villist hérna inn og þá á ég við "gamla" skólafélaga, ættingja og vina.
Annars er allt gott að frétta er að byrja í nýju starfi 1. nóv. á leikfangalagernum hjá DSG.
Það er allt gott að segja af tónlistinni lögin eru öll að koma til og alltaf ný að bætast við. Ég spilaði á velheppnuðum tónleikum með Randalin um daginn og er að vonast eftir að þær góðu viðtökur sem við fengum verði til þess að við förum að spila meira. Við erum að fara að taka upp demo í nóv-des, með lars, ég Andrés og Hölli, og erum enn að leita að nafni og þið megið alveg koma með hugmydir í þá veruna.
EF þið fengjuð tækifæri á að lifa lífi ykkar aftur á hvaða aldri mynduð þið byrja? Persónulega held ég að ég myndi byrja 11 ára, ég held að frá 11 og uppúr hafi verið mikið breytinga og uppbyggingarskeið í mínu lífi og ég myndi gjarnan vilja fara í gegnum það með þá vitneskju sem ég hef í dag.

þriðjudagur, október 18, 2005

Enn einn listinn

1. hvað er ég búinn að reka oft við í dag? Ég hætti að telja í 8
2. ég stundaði fyrst kynlíf ? 16 ára, það er verið að meina með öðrum er það ekki
3. ég er ánægð/ur með mitt útlit 1 uppí 10? 8 stig
4. ég hef snýtt mér í sundi? jájá
5. hvor er betra uppgangur eða niðurgangur? Bæði magnað
6. mér finnst alltaf fret fyndið? Ekki alltaf, ekki þegar Andrés ”úldnu þarmar” Benediktsson á í hlut.
7. var Jói góður í idolinu? Ég veit ekki hver í andsk..... það er.
8. hver mundi ekki vilja sjá Jón frey í idolinu? Nonni er náttúrulega töffari, svo það væri fínt svo lengi sem ég get lækkað.
9. ég fíla eða hata Whoopi goldberg? Hún hefði átt að vera uppi þegar þrælahald var sem verst.
10. er líf eftir þetta líf? Ef þú vilt kalla þetta líf, við skulum segja að það sé annað eftir þetta líf, því þetta er líf, næsta getur ekki verið líf líka.

föstudagur, október 14, 2005

Hvar er heiðurinn

Ég var að horfa á hina annars ágætu kvikmynd, "The last samurai" með Tom Cruise og á meðan ég var að renna henni í gegn fór að myndast hugmynd í einvhersstaðar djúpt í iðrum heilans. Það sem ég fór að velta fyrir mér er: Hvar allur heiður hjá mannkyninu smátt og smátt eftir því sem verkfæri okkur, vopn og annað fór að vera fullkomnara og tæknilegra og fór í framhaldi af því að krefjast minna af okkur í notkun þeirra. Ég fór ,t.d. að hugsa um þessa Samuraia, sem komu fram við aðra af virðingu, með virðingu, jafnvel þá sem þeir voru að berjast við. Ég held að ef einhverstaðar er til sagnaritari sem skrifar sögu heimsins, mun kaflinn um seinasta árþúsund kallast, Hnignun virðingar og dauði heiðurs.
Og svo þegar maður fer að hugsa um hvernig nýi heimurinn hefur keppst við að traðka hinn gamla til dauða, getur maður lítið annað en næstum skammast sín fyrir hvernig "mitt fólk" hefur í gegnum tíðina drepið hvern menningar heiminn á fætur öðrum í nafni trúarinnar, "frelsis" eða bara þá hinir heiðarlegu sem gera það í nafni græðginar.
Náttúrulega, þegar maður kemst í þennan þankagang, langar mig að gera eitthvað í þessu, koma okkur á hinn mjóa veg dygðarinnar og kenna hvað er rétt. En auðvitað veit ég eins og aðrir að við erum of forfallin og langt leidd til að breytast, hversu mikið sem við viljum það. Eða kannski þurfum við að fá nýjan spámann sem mun sameina og leiða mannkynið inní nýtt árþúsund, þar sem hæfileg blanda hins gamla og nýja mun að endingu gera okkur kleift að vaxa sem manneskjur og lifa af.

þriðjudagur, október 11, 2005

Hver ert þú

Hvað er það besta sem þú getur sagt um sjálfan þig, við sjálfan þig.

laugardagur, október 08, 2005

Vasa heimspeki #1

Hvað er raunverulegt? Hvernig veit maður það og hver er munurinn?
Er enginn einn raunveruleiki? hefur kannski hver einasta manneskja sinn eigin raunveruleika og allir þessir raunveruleikar falla saman eins og púsluspil og mynda þannig hinn eiginlega raunveruleika sem við lesum svo um í blöðunum.

mánudagur, október 03, 2005

á trúarlegu nótunum

Ég var að horfa á hina annars ágætu mynd Constantine, og meðal spekinnar sem þar bar á góma var að Guð og Lúsifer hefðu gert nokkurskonar veðmál um sálir manna, eitthvað á þá leið að hvorugur má taka beinan þátt í lífi okkar en að allar manneskjur fæddust með möguleika og hæfileika til að gera gott og/eða illt og að leyfilegt væri að nota dulin skilaboð, eins og Coke Cola notaði einhverntímann í bíóhúsum, og þessháttar sem hvatningu til að stýra okkur í aðra hvora áttina, þ.e.a.s. upp eða niður.
Ég held að þetta sé og hafi verið aðeins öðruvísi, ég held að þeir, þær eða þau hafi verið að rífast eða rökræða um innræti og tilgang mannkynsins og Guð hafi á endanum sagt að hann/hún hefði skapað okkur í sinni mynd og að hann hefði fulla trú á sköpunnarverki sínu og til að sýna frammá ágæti þess myndi hann semja nokkrar einfaldar reglur til að fara eftir og svo myndum við, með þeim góðu gjöfum sem Guð gaf okkur og með þessar reglur að leiðarljósi, skapa paradís á jörð Og svo þegar dómsdagur rynni upp myndi Guð verðlauna hina réttsýnu með nýju lífi á æðra tilvistarstigi og svo mætti Lúsifer hirða hina örfáu gallagripi sem eftir væru.
Ég held að eitthvað hafi svo misfarist í túlkun okkar á þessum reglum og að á endanum vilji hvorugur nokkuð með okkur hafa, allavega fæ ég á tilfinninguna að í heild sinni sé mannkynið að valda allnokkrum vonbrigðum.
Ég finnst að auk reglna, ættum við hvert og eitt að fá augljósan tilgang í vöggugjöf svo við þyrftum ekki flest að eyða stórum eða öllum hluta ævinnar í að finna hann.

Og já, fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá trúi ég á Guð og Lúsifer, en ég geri það bara á minn hátt og finnst að ég og aðrir ættu að fá að gera það í friði og ættu að gera það með friði. Auðvitað þarf að taka nokkur af boðorðunum og uppfæra fyrir nútímann, og ég er nokkuð viss um að það yrði ekki í fyrsta skipti, en flest þeirra eiga jafnvel við í dag og þegar þau voru skrifuð.
Og nei, ég er ekki frelsaður, allavega ekki í þeim skilningi sem lagt er í orðið í dag, og ég gjörsamlega fyrirlít skiplögð trúarbrögð. hvernig getur trú verið skipulögð þegar hún er jafnmargbreytileg og við erum mörg?
Ég hef töluvert meira að segja um þetta mál og tengd efni en það er efni í heila bók og ég nenni ekki að fara að skrifa hana hér.