arnthor´s life

mánudagur, febrúar 13, 2006

Þreyttur

stundum er ég bara úrvinda, veit ekki afhverju

föstudagur, febrúar 10, 2006

JuneVariety.dk

jæja, núna er síðan okkar loksins farin í loftir og er slóðin http://www.junevariety.dk
Aðalástæðan fyrir að ég er ekki búinn að vera sérlega duglegur við að skrifa hérna undanfarið er tvíþætt, í fyrsta lagi hef ég ekki haft neitt að segja og svo hef ég verið frekar upptekinn við að gera heimasíðurnar, mína sem verður inná www.arnthor.dk og svo June Variety síðuna.
Ég er búinn að setja nokkur lög inná síðuna, sem og myndir og svo verður meira sett inn eins fljótt og mögulegt er.
Svo ætlum við að fara að spila aftur eins fljótt og möguegt er, en eins og svo margt annað hér tekur tíma að koma sér að.

Það er reyndar annað sem mig langar að tala um en ég er ekki viss um að ég geti það. Málið er að við urðum fyrir miklu óláni fyrir nokkru, og þið sem þekkið okkur vitð hvað það er, og um daginn var ég sendur heim úr vinnunni útaf því að ég fékk slæmt þunglyndiskast útaf þessu óláni og þetta virðist ætla að lifa eitthvað áfram, því að það eru enn að koma heilu dagarnir sem ég vill helst ekki fara úr rúminu útaf þessu.
Ég ætla að taka mig aðeins saman í andlitinu og finna útúr hvort ég tali um þetta hérna.

Seinna

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Fyrst stöðnun og nú afturhvarf

Eins og sum ykkar vita þá er ég í hljómsveit hérna, með Andrési bróðir, Hölla vini mínum og dönskum söngvara sem heitir Lars, sem heitir June Variety. Við vorum að halda tónleika 27. janúar og tónlistin sem við spilum er aðallega rokk, það byrjaði sem popp/rokk, en ég hlusta nánast eingögngu á rokk í harðari kantinum núna og þar sem ég er aðallagahöfundur hljómsveitarinnar, fer það bara harðnandi, það mætti segja að ég sé kominn tónlistalega á sama stað og ég var þegar ég var 17 ára.
Það er skrítið hvað það er auðvelt að fara aftur í þungarokksgírinn eftir öll þessi ár, fínt ef það væri eins auðvelt að fara í sömu buxnastærð og maður notaði 17 ára.
jæja meira seinna, hvenær sem það nú verður!