arnthor´s life

laugardagur, júní 25, 2005

Ég er lifandi

Einhverra hluta vegna er ég búinn að vera svo andlaus undanfarið að mér hefur ekki dottið neitt í hug. Að hluta til er það líklega vegna þess að ég nýbyrjaður í svo hundleiðinlegri vinnu að mig langar helst að framkalla einhver vinnumeiðsl nánast í hvert einasta skipti sem ég fer í hana og þið sem þekkið mig eruð vonandi sammála því að ég hef nú ekkert verið neitt óduglegur við að vinna og svo til að bæta gráu ofan á svart þá skemmdi ég smá vegis vinnubíl sem ég var að keyra og er með smá móral yfir því. Svo er ég dálítið leiður yfir að stelpurnar okkar eru að fara til Íslands. Sko nú er orkan alveg farin, þið verðið bara að leyfa mér að velta mér aðeins uppúr þessu, verð svo kominn í fínt form áður en langt um líður! Seinna

föstudagur, júní 10, 2005

Var bara að fatta þetta

Ég var bara nánast akkúrat núna að uppgötva dálítið. Indlenskar stéttarvenjur eru smámynd af heiminum og stöðu okkar allra í hinni stóru refsiskák guðana.
Stundum er bara ekki nóg að spila með! Stundum verður maður að spila með aðra! Vertu meðvitað óheiðarlega heiðarlegur, afþví að það er alltaf eitthvað sem þú gleymdir að haka í. Ef þér er boðið að smakka eitthvað, skaltu sleppa því! haltu því sem að þú hefur og ekki fá þér meira þegar þú ert södd/saddur, því þér mun að öllum líkindum svelgjast á því. Flest sem þér er boðið ókeypis, kemur til með að kosta þig meira á endanum.

Annað ansi upplífgandi sem ég var að fatta:
lífið er stutt þegar þér líður vel, en eilífð ef þér líður illa.

Arnþór Benediktsson
litl´ glaði

sunnudagur, júní 05, 2005

Smá innskot

ef ég þyrfti að taka mér sviðsnafn í tónlistinni, hvað ætti það að vera?

p.s. Ég er búinn að hafna Arnthor Hvidebruun