arnthor´s life

mánudagur, maí 29, 2006

Hvað á maður að segja

Ég fékk e-mail frá samtökum um barnavernd í Afríku um áðan þar var verið biðja um stuðning vegna þess að það á að fara að skera mjög mikið niður og sumstaðar hætta barnavernd. Með þessum emaili komu svo tvær frásagnir, önnur var af 3ja ára stelpu sem var nauðgað og barinn en lifði það af svo manninum var sleppt skilorði viku seinna og er frjáls maður í dag, hin frásögnin var af 9 mánaða barni sem var nauðgað af 6 fullorðnum karlmönnum!! Mörg þúsund börn eru að deyja og eru dáin úr aids þarna eftir að hafa verið nauðgað vegna þess að margir trúa því að það sé hægt að losna við aids ef viðkomandi hefur samfarir við barn og því yngra sem barnið er, því meiri lækningarmáttur.
Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvernig sér líður eftir að hafa heyrt eða lesið svona, sorgmæddur eða eitthvað annað.
Eitt er allavega víst að þetta gerir rasistagenunum ekkert gott.
Ég er ekki að segja að ég sé kynþáttahatari, allavega ekki meira en gengur og gerist. Það er frekar að ég hef enga þolinmæði gagnvart ýmsum menningarheimum, t.d.öfga múslímum, afturhalds þriðjaheims viðbjóði, öfga kristnum, kommúnisma, flestum isma en núna er best að ég hætti áður en ég fer að hljóma eins og þeir sem ég gagnrýni.

fimmtudagur, maí 25, 2006

ok ok verið bara róleg

Málið er bara að mér hefur ekki fundist ég hafa neitt að segja. Ok ég byrja bara að uppfæra lífið: Við erum komnir með nýjan gítarleikara, Danny að nafni, og hann er líka bakraddasöngvari og lagahöfundur, þannig að hann er töluverður fengur, vona ég.
Okkur vantar ennþá solo gítarleikara.
Tölvan mín hrundi um daginn og ég slapp rétt fyrir horn með að tapa ekki öllu sem í henni var, en sem betur fer er ég með ferðatölvu og býst við að ég noti hana bara framvegis.
Við erum byrjuð að þreifa fyrir okkur með að kaupa hús hérna og þá helst þetta sem við erum í.
Við erum búin að vera þokkalega dugleg, að okkar mati, við að uppfæra síðuna hans Alexanders og er þar hægt að finna þó nokkur video og u.þ.b. 800 myndir.
Ég keypti mér disk í fyrsta skipti í langan tíma og það var náttúrulega Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers, en ég hef keypt alla diskana þeirra en tveim var stolið frá mér. Það er skemmst frá því að segja að þetta er bara hrein og tær ánægja í tónlistarformi.
Ég fór á tónleika með Carlos Santana um daginn með Hölla og það var ótrúleg upplifun sem ég mun lengi lifa á, allavega þar til ég fer á tónleika með RHCP, hvenær sem það nú verður.

og að öðru ....
Hvað finnst ykkur um að taka sér frí frá námi eftir grunnskóla? Persónulega er ég alveg á móti því og skil ekki afhverju það er ekki skólaskylda fyrir framhaldsskóla eða alveg til 20 ára. Flestir krakkar hafa hvorki þroska né vit til að ákveða hvað er rétt fyrir þau og sumir foreldrar ekki heldur. Það er eins og fólki sé sama þó að börn þeirra taki áhættu með hvaða stefnu líf þeirra tekur og að þau byrji lífið áður en þau eru tilbúin til þess. Persónulega ætla ég að gera allt til að mín börn taki sér ekki frí fyrr en í fyrsta lagi að þau eru búin með menntaskóla eða annan álíka framhaldsnám. Margir sem segja að það þýði ekkert að reka fólk í skóla því þá læri það ekkert og eyði bara tímanum í vitleysu, en ég vill frekar að þau eyði tímanum í skóla en að festast í einhverju láglaunastarfi, sem er mikil hætta á ef maður á annað borð byrjar, því það er ekkert auðvelt að byjra aftur í skóla eftir nokkurra ára hlé. Frekar að klára stúdentinn og eiga þá möguleika á því námi sem maður vill eða þá bara hætta þá. Ég gæti eytt allmörgum línum í að útlista kosti þess að halda áfram í námi.
Jæja ég verð að fara að hengja út þvott.

Seinna