arnthor´s life

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Bara þokkalega góður samt betri í gær

Já, mér líður bara frekar vel enda er ég nýbúinn að borða og þar á undan var hljómsveitar fundur og æfing og það var alveg magnað. Við vorum að tína til öll lögin okkar og fara í gengum hvaða lög við ætlum okkur að halda áfram að vinna í og hver verða geymd eða gleymd. Þetta gekk frekar vel og á endanum vorum við með 21 lag og svo eigum við eftir að fara yfir þann lista líka og fækka þeim niður í 10-11.
Það er allt í full sving hjá Önnu ofursystir að selja húsið okkar og verður vonandi klárað á næstu dögum, en þetta er alltaf náttúrulega mikið stress á meðan að svona er í gangi. Ég ætla að fara snemma að sofa í kvöld til að vera hress og kátur í fyrramálið. kristófer er núna í skólaferðalagi til Bornholm og kemur aftur á föstudaginn, hann er búinn að vera mjög duglegur, eins og stelpurnar, með að fara svona ótalandi inní nýjan bekk og ég gæti ekki verið stoltari.
Hérna er heimasíða skóla Benediktu og Kristófers http://www.thorsager-skole.dk/ og hérna er heimasíða Andreu skóla http://www.roende-skole.dk.
Og já, áður en ég gelymi því, þá heitir Hljómsveitin okkar Clark Kent.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Lífsstíll eða bara leti?

Það er búið að vera að renna upp fyrir mér ljós á þessum síðustu misserum, hverslags lífstíll myndi henta mér best, og nei með orðinu lífsstíll er ég ekki að tala um kynhneigð.Það sem ég er búinn að uppgötva er að það myndi fara mér alveg ótrúlega vel að gera ekkert, og þá er ég að meina að vinna ekkert og ég flokka tónlist ekki undir vinnu jafnnvel þó að maður sé að fá borgað fyrir flytja eða semja tónlist.
Það er bara eitthvað við orðið vinna sem vekur hjá mér ónotatilfinningu og ekki bara á íslensku, t.d. arbejde, work, það er bara eitthvað við þessi orð sem vekur ekki mikla hrifningu hjá mér. Mörgum sem þekkja mig koma kannski þessi skrif dálítið á óvart, þar sem ég unnið frekar mikið um ævina (þó að stutt sé), en ég hef aldrei verið fullkomlega ánægður né sáttur. Og hvaða niðurstöðu fæ ég útúr þessum skrifum: Ég ætti að einbeita mér meira að því að koma mér áfram á tónlistarsviðinu og reyna þannig með öllum ráðum að koma í veg fyrir að vinna framar. Flestir eyða stórum hluta ævi sinnar í að vinna og þá venjulega ekki fyrir sjálfan sig og flestir eru á tímalaunum svo að þeir eru að selja stóran hluta af þeim litla tíma sem við fáum hérna í þessu lífi. Ég held að þetta séu samantekin ráð, það er búið að búa til allskyns þjónustu og vörur, sem búið er að búa svo um að við getum ekki lifað án en þurfum að vinna til að fá eða eignast og þá oft við að framleiða eða framreiða það sem við förum svo að borga fyrir. Og svo er búið að koma því inn hjá okkur að við þurfum ekki bara að eignast vissa hluti, heldur að við þurfum að eignast þá strax og þar koma inn bankar og lánastofnanir, sem segja þetta er ekkert mál við lánum þér bara, þú borgar bara einhverja smá upphæð á mánuði og getur bara keyrt í burtu á nýja landcruisernum með nýja 42 tommu flatskjá sjónvarpið í skottinu. En eins og máltækið segir þá gerir margt lítið eitt stórt og áður en langt um líður ertu búinn að gera stofnanir og fyrirtæki áskrifendur að peningum þínum og þaðan af verra tíma. Niðurlag: Hættið vinna,setjum fyrirtæki og stofnanir á hausinn, veiðum okkur í matinn og hittumst svo á kvöldin kveikjum varðeld, spilum tónlist, drekkum berjavín og gerum góðlátlegt grín að öllu saman.