arnthor´s life

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Rock 'n' Roll

Ég sá hérna áðan niðurtalningu á þeim lögum sem höfðu verið valin sem besta rock lög allra tíma og ég var nokkuð sammála þessari niðurtalningu. Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert var að ekkert lag var yngra en 15 ára. Er það málið, að ekkert gott sé búið að vera að gerast undanfarinn áratug? Með nokkrum velvöldum undantekningum, þá er svarið já.
1. Hvar eru góðu söngvararnir, með stóru röddina.
2. Góðu lögin, þ.e. sem ekki er verið a takast á við ástand heimsins og hvað er á CNN. Allt í lagi ég ætti kannski ekki að vera að gagnrýna þannig söngvasmíð en geri það samt og eins og við vitum sem eigum við þunglyndi að stríða, allavega er það svoleiðis fyrir mig, þá hjálpar það ekki að vera stanslaust að tala um hvað manni líður illa og hvað á meira að hlusta á hvað öðrum líður illa.
Það eru kannski margir sem vilja bara meina að ég sé bara að verða of gamall fyrir tónlistina í dag, en það fólk hefur bara rangt fyrir sér og er ekki nógu vel að sér í tónlist.
Ég finn fyrir því að það er eitthvað að rofa til í tónlistarheiminum, en það er að gerast alltof hægt. Við þurfum sprengingu, einhvern sem fattar tilgang rokk tónlistar.
Allar þessar metal-hljómsveitir eru bara að endurtaka sjálfan sig aftur og aftur án þess að gera eitthvað nýtt né nokkurn tíman að segja nokkurn skapaðan hlut, samt hugsanlega með nokkrum undantekningum frá Pantera, sem eiga hrós skilið fyrir þeirra fyrstu plötur, þó að seinna hafi svo farið að halla undan fæti.
Metallica hefur lítið gert síðan svarta platan kom út, þeir hafa verið mest uppteknir við að reyna að vera cool.
Það væri gaman ef eitthvað heiðarlegt, bjánalega sexy, ekki-að-reyna-að-vera-cool ogóniðursoðið rokk myndi nú allt í einu skjóta upp kollinum.
Guði sé lof fyrir Red Hot Chili Peppers til að halda í manni lífinu í rokkheimum.
p.s. ef þú ert ekki sammála, hefurðu bara rangt fyrir þér og svoleiðis er það bara

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Hmm hvað er nú þetta

Mér líður eins og að ég sé að lifna við hægt og rólega. Ég finn hinar og þessar stöðvar í líkamanum vakna af löngum dvala depurðar og þunglyndis. Fyrst núna nýlega finnst mér eins ég geti farið að vinna að tónlist af einhverjum áhuga. Mér finnst ég einhvernveginn frjáls á dularfullan hátt sem ég get ekki skilgreint.