arnthor´s life

föstudagur, nóvember 26, 2004

hvað get ég sagt, lífið heldur áfram

Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur hérna í danaveldi. Alexander er byrjaður hjá dagmömmu, var ekki alveg að fíla sig, en þetta er að koma. Það er svipað að frétta hjá öðrum fjölskyldu meðlimum. Ég er farinn að spila með 3 hljómsveitum, einu ballbandi,einu þungarokksbandi og einu poprokkbandi. Þannig að ég er að vinna tónlist 4-5 kvöld í viku. Annars er ekki mikið að frétta. Vonandi fer eitthvað fréttnæmt að gerast innan skamms annars fer ég bara að skrifa húsráð fyrir einstæða karlmenn og Guð hjálpi okkur öllum ef svo fer.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Dagur aldraðrar móður minnar

Í dag á hún móðir mín afmæli, ég þori ekki að segja hvað hún er gömul afþví að það er svo ódýrt að komast hingað. Ég vill líka nota þetta tækifæri og þakka henni fyrir allt sem hún gert fyrir mig og mína, því það er ekkert lítið. Annars er ekki mikið að frétta, ég var á æfingu með rokkhljómsveit í gær og er ennþá ekki alveg búinn að ná mér í eyrunum. Ég hitti söngvara í gær sem langar að vinna með okkur og leyst bara mjög vel á hann, svo er ég og Andrés að fara að hitta gítarleikara á eftir til að djamma aðeins. Núna ætla ég að fara niður í hljóðfæraverslunina Aage og kaupa eyrnatappa.
Venlig hilsen, vi ses!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Til hamingju með afmælið Gulla

Gulla systir mömmu á afmæli í dag og við viljum óska henni alls góðs. Annars er allt gott að frétta hér, Alexander er svo að segja alveg orðinn frískur, Benedikta las uppúr danskri bók fyrir bekkinn um daginn og Andrea er líklegast að fara að byrja að æfa fótbolta. Og svo vorum við að fá okkur gervihnattadisk og móttakara, sem ég er að fara að setja upp á eftir. Fljótlega eftir að ég kom hérna þá fórum við Andrés bróðir að auglýsa eftir fólki í hljómsveit en ekkert gekk, svo að maður var orðinn frekar vonlítill um að fá nokkuð að spila. Svo fór ég að auglýsa á netinu eftir hljómsveitum sem vantaði bassaleikara, og síminn þagnar ekki, ég er búinn að neita tveimur, fara á æfingu með einni, er að fara á æfingu í kvöld með annari og svo er ég að fara á æfingu á föstudaginn og kannski tvær á laugardaginn. Vonandi get ég bara farið að vinna við þetta og farið svo í skóla á daginn.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Mikilfenglegur léttir

Ég fór uppí Randers í dag, þar sem Alexander var á sjúkrahúsi, og þegar ég koma sagði Solla mér að hann hefði verið útskrifaður. Hann er enn mjög slappur og er enn að fá háan hita. Vona að þetta sé að fara að lagast! Meira seinna

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Hjálparvana

Nýjustu fréttir eru þær að læknir sá Alexander fá krampakast og hallaðist hann að því að þetta væri eitthvað í kviðarholinu, en í rauninni eru þeir ekki vissir um neitt, allavega ekki síðast þegar ég vissi. Ég ætla að fara uppeftir til Randers, þar sem sjúkrahúsið er, á morgun. Og í kjölfarið að læknirinn hafi séð þetta þá, var sagt við Sollu að þeir vildu halda Alexander í 1 til 2 daga, til að skoða hann. Ég finn að öryggin í hausnum á mér eru að fara hvert á fætur öðru, ég var greinilega ekki byggður fyrir svona álag, bara tilhugsunin um að litli maðurinn sé á sjúkrahúsi er næstum of mikið fyrir mig. Ég er bara greinilega ekki sterkari en þetta. Segi ykkur meira á morgunn! Bless í bili.

ekkert leiðinlegra en bið

Núna sit ég bara hérna við tölvuna og bíð eftir fréttum af Alexander, ég náði sambandi við Sollu áðan og hún sagði að læknarnir hafi sagt að þetta væri einhverskonar vírus. Hann veiktist meira í nótt og fékk háan hita og hann svaf meirihluta dagsins í dag, en þegar hann vaknaði áðan var hann eldhress en fékk svo skömmu seinna aftur smákrampakast. Solla er að bíða eftir lækni núna og ætlar að hringja í mig þegar hún veit meira. Þannig að ég sit bara hér og bíð og ó, hvað það er skemmtilegt. og ég held að ég hætti við að fara á æfingu í kvöld, er hvorki stefndur í það né vil ég fara á meðan ég veit ekkert um afdrif Alexanders.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Fréttir

Alexander byrjaði að fá þessa leiðindar óhugnanlegu krampakippi aftur, eins og hann fékk í Álaborg þar sem við hringdum í læknavaktina tvisvar og hann sagði okkur bara að vera rólegum og að þetta væri nú líklega ekkert, núna hringdum við í neyðarlínuna og þeir sendu strax bíl, reyndar komu tveir bílar þannig að hérna voru 4 sjúkraliðar, og ákváðu þeir að réttast væri að fara með hann á barnadeildina í Randers og halda honum þar í nótt til athugunar og Solla fór með. Áður en þau fóru þá sögðu þeir samt að þetta væri að öllum líkindum ekkert til að hafa áhyggjur af en öryggisins vegna væri best að fara með hann og skoða hann þar. oG hvort sem þið trúið því eða ekki þá hef ég bara samt áhyggjur og er ekkert viss um að ég sofi mikið í nótt. Meira um þetta þegar ég veit meira!

Í gleðilegri fréttum er þetta helst að frétta að ég er að fara með Andrési bróðir að hitta einhvern söngvara og textahöfund á morgun sem hefur vill fara að vinna að tónlist með okkur og þá vantar okkur bara gítarleikara. Og ég er einnig að fara á æfingu annað kvöld með einhverri danshljómsveit í Aarhus og svo var verið að hringja í mig og verið að biðja mið að koma að spila með rokkhljómsveit sem er að taka upp eigið efni í Aarhus, þannig að ef þetta gengur eftir þá verð ég upptekinn flest kvöld vikunnar í tónlist, tek samt alltaf frá 2 kvöld fyrir fjölskylduna, og get hugsanlega farið að vinna mér inn einhvern pening með tónlist, sem væri kærkomin tilbreyting.

Ég fór á fund um daginn hjá atvinnu ráðgjafa sem kemur til með að hjálpa mér að komast inná atvinnumarkaðinn hér þegar ég er búinn að vera í nokkra mánuði í dönskuskólanum, ég kem til með að byrja í starfsþjálfun í desember, líklegast í einhverskonar smíðavinnu og svo eftir áramót fer ég líklega inní eitthvað atvinnuprógramm hérna sem gengur út á að koma útlendingum í vinnu.

jæja núna er þetta komið nóg í bili og við skulum vona að Alex verði orðinn hress á eins árs afmælinu sínu, sem er á næsta fimmtudag, 11.nóv.

Bless í bili

mánudagur, nóvember 01, 2004

fyrsti dønskutiminn

eg er i skolanum nuna og thess vegna skrifa eg svona. Thetta er buid ad vera fint en nuna verd eg ad fara ad hætta. Thetta er eins og sameinudu thjodirnar.