arnthor´s life

sunnudagur, nóvember 12, 2006

DNA

Við höfum öll heyrt eitt og annað um dna, gen og erfðafræði, auk þess að hafa velt fyrir okkur hvað við höfum erft frá foreldrum okkar,(þ.e. hvað við getum kennt þeim um), og svo hvað hafa okkar börn fengið frá okkur. Við höfum verið að taka eftir því undanfarin ár að hún Benedikta dóttir okkar er farin að sýna ýmis tilþrif sem minna mikið á hina háöldruðu móður mína. Svo í gærkvöldi var ég að horfa á myndbandið úr giftingunni okkar og þar var mamma eitthvað að sprikla og skríkja og þarna var bara Benedikta nokkrum áratugum seinna og svo gerðist það í dag að við fórum útí búð og Benedikta hljóp inn á meðan ég og Alexander biðum í bílnum. Svo sjáum við hana koma út og opna hurðina á öðrum bíl!! Stelpan áttaði sig sem betur fer áður en eigandi bílsins kom og kom yfir í bílinn til okkar og sagði að þetta væri nú í lagi og hefði nú gerst áður. Þetta síðast nefnda atriði er eitthvað sem þau sem þekkja mömmu, þekkja vel.

Já og talandi um erfðir Anna Sigrún og pabbi, frekari lýsinga er ekki þörf.

Erfðir eru skuggalegur hlutur.