arnthor´s life

föstudagur, desember 24, 2004

Hó Hó Hó og hvar er bölvuð fjarstýringin

Núna er aðfangadagurinn 2004 runninn upp og virðist bara ætla að verða nokkuð góður, t.d. var búið að snjóa þegar við vöknuðum í morgun, ég las á mbl.is að Stairway to heaven hafi verið valið besta rokklag allra tíma af hlustendum Planet rock útvarpsstöðvarinnar og Led Zeppelin átti 3 önnur lög í topp 10, haugur af pökkum undir trénu. En náttúrulega getur ekki allt verið gott, því að núna finnum við ekki bölvaða sjónvarpsfjarstýringuna og þar sem sjónvarpið okkur er svo mikið nýaldar fyrirbæri er ekki hægt að kveikja á því nema með fjarstýringunni, Gleðileg jól krakkar, í ár spilum við. Annars er allt gott að frétta, ég fékk tilkynningu um það í gær að ég hefði verið valinn til að fá að læra í tækniskólanum í Aarhus, en ég er að hugsa um að fresta því núna og fara frekar í iðnnám sem var einnig verið að bjóða mér að taka, og þar er ég líka á fullu kaupi. Heyriði, nýjustu fréttir!! Haldið þið að SnæÞór hafi ekki fundið sjónvarpsfjarstýringuna, æjá ég gleymdi að segja frá því, Aníta, Snæþór og Kristófer komu frá Íslandi og verða hérna þartil í janúar. Svo verður múgur og margmenni hérna í kvöld: Ég, Solla, Andrea, Benedikta, Alexander, Kristófer, Aníta, Snæþór, Andrés, Mira, Hanne, Kim, Jan. 13 manns!! Hanne er tengdamamma Andrésar bróðir míns, Mira er konan hans, Kim er litli bróðir Miru og Jan er maðurinn hennar Hanne og búa þau öll í Aarhus. Jæja, nóg komið Gleðileg Jól og farsælt komandi ár og ef við hittumst ekki á næsta ári......þá er það þinn missir

laugardagur, desember 11, 2004

Nýr og betri dagur

Þetta virðist vera nýr og betri dagur, þar sem Alexander vaknaði hitalaus og frekar ferskur. Það átti að vera æfing í dag hjá hljómsveitinni sem ég og Andrés spilum með en söngvarinn er veikur, Guði sé lof því ég nenni ekki, fór of seint að sofa. Jæja, best að fara að leggja sig aðeins.

föstudagur, desember 10, 2004

Heilsubælið

Alexander er aftur orðinn veikur og fékk væga krampa í kvöld, en við höfum getað haldið hitanum niðri með stíl, passa að sé ekki of klæddur og strjúka honum með rökum klút, hann ætlar að verða alveg sami veikindasegullinn sem ég var, gaman, frábært, magnað! meira seinna!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Nú er það? Áhugavert

Ég sit hérna einn og er að velta mér uppúr minni eigin eymd og volæði, með öðrum orðum þá er ég veikur, og svo fékk ég áhugavert símatal áðan! Það var frá Önnu Siggu mágkonu minni og var hún að tjá mér það að það vissu það allir á Dalvík að við værum búin að selja húsið okkar og hún væri bara í rauninni að hringja til að fá staðfestingu á fréttinni. Jæja, ég skal friða ykkur! best sem ég veit þá er ekki búið að selja húsið og ég innilega vona að ef það verður gert þá verði ég látinn vita.
Annars er allt gott að frétta, Alexander er í fyrsta skipti í heilan dag hjá dagmömmunni nún það verður gaman að heyra hvernig það hefur farið. Svo er ég mikið að spá í hætta í þungrokkshljómsveitinni sem ég er búinn að vera að spila með, vegna þess að hún er ekki alveg að kveikja í mér. Og svo fer er ég að verða of gamall fyrir þungarokk,(sagði ég þetta? Ég trúi því varla). Jæja, best að fara að velta mér uppúr hvað ég er veikur og hvað ég á bágt. Heyrumst!