arnthor´s life

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Og enn snjóar í mörkinni

Aftur er farið að snjóa, en ég held að það sé nú farið að síga á seinni hlutann á þessum stutta vetri hér. Það eru allir farnir að sofa nema ég, eins og venjulega. Hafið þið ekki lent í því að það kemur upp visst ástand, atburður eða umræða, þar sem þú hefur skoðun sem þú veist fyrirfram að er ekki vinsæl en þér finnst að þú sért tilneydd/ur til að koma henni á framfæri? Nú ekki, jæja það er alltaf að koma fyrir mig. Hef ég alltaf rangt fyrir mér? Hafa allir aðrir rangt fyrir sér(ég held það)? Það kemur oft upp hjá mér sérstaklega þegar umræðan snýst um nokkra lykilmálaflokka: 1) Miðlar og spámenn, ég hélt að fólk hefði vaxið uppúr að trúa á svoleiðis á miðöldum. 2) Mannréttindi, ég hef víst eitthvað skrítnar hugmyndir um það. 3) Peningasafnanir fyrir hjálpastofnanir, ok ég er ekki laveg á móti þeim en það þarf eitthvað að breyta því fyrirkomulagi sem er þar á og er hægt að lesa frekar mínar skoðanir á því hér. 4) Hlutverk kynjana, rauðsokkudruslur sem líta niður á að vera heimavinnandi húsmóðir eiga bara skilið að fá spark í rassgatið, en það er bara eitt af mörgum málum í þessum flokki. En ég er ekki bara á móti öllu, ég styð heimavinnandi feður, ég styð jafnréttisbaráttu samkynhneigðra, ég styð baráttu gegn kynþáttahatri (og þá bæði hjá minni- og meirihlutahópum), í flestu styð ég baráttu hinna ýmsu náttúruverndarstofnana, fyrir utan það að ég styð hvalveiðar, ég styð það að fólk noti einkabíla minna og nota frekar almenningsfarartæki til að sporna við mengun, reyndar styð ég flest sem spornar við mengun, ég styð allt sem spornar við stríði, stríð á alltaf að vera allra seinasti valmöguleikinn, ég styð skattahækkanir svo lengi sem peningunum er varið í menntakerfið eða heilbrigðiskerfið og svo er það bara svo margt annað. jæja, nóg komið af tuði, já ég veit að þetta er tuð, en stundum verður maður bara að fá útrás.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ég er víst bara smá nörd


I am nerdier than 65% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hvað ef það gerðist nú?

Getur einhver sagt mér það?

föstudagur, febrúar 11, 2005

update 12.03.2005

Sem betur fer Alexander strax orðinn frískur daginn eftir og ég er að vona að hann verða það eitthvað áfram. Ég sit hér og er að bíða eftir Jens sem á húsið sem við búum í, afþví að við erum að fara í skógarhögg. Annars er mest lítið að frétta. Ég er byrjaður að skoðan nýja menntun og er að vonast að geta byrjað á henni sem fyrst, þið getið séð uppl. um hana hér: Menntun. Vonandi meira seinna. heyrumst

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

ætlar þetta engan endi að taka

haldiði að hann Alexander sé ekki eitthvað veikur eina ferðina enn. þetta fer nú að verða dálítið þreytandi og ég held að þau að gruna okkur um að ljúga í dönskuskólanum.

mánudagur, febrúar 07, 2005

seint skrifa sumir

en skrifa þó!
Ég veit að það er langt síðan ég hef skrifað seinast, allavega hef ég ekki verið jafnduglegur og Sólveig sem, ég held, hefur skrifað hvern dag. Við bíðum bara hérna átekta og erum að vonast til að einhver leigi húsið okkar, (eða afnvel frekar kaupi það). Það gengur allt svona þokkalega í tónlistinni erum komnir með slatta af frumsömdum lögum, en ætlum að fara að skipta um gítarleikara því þessi er ekki alveg að passa inní okkar spilastíl. Svo er ég einnig að spila með ballbandi sem hefur verið að byggja upp prógramm og gengur bara nokkuð vel. Ég er að vonast til að geta farið að spila eitthvað fyrir peninga innan skamms. Ég var að byggja litla hillu inná baðið í dag og í framhaldi af því fór ég að telja upp það sem ég hef smíðað hérna inná heimilið og það er orðinn nokkuð góður slatti og ég er nú bara nokkuð ánægður með sjálfan mig. Eins og sumir vita þá er mikið spilað hérna á heimilinu, Andrea hefur t.d. verið að spila töluvert á bassann sem við gáfum henni og núna er hún líka byrjuð að semja, ég hef reyndar verið að hjálpa henni aðeins, en hún hefur gert nánast allt sjálf og staðið sig nokkuð vel. Og svo fékk ég enn eina ástæðu til að vera stoltur af frúnni minni um daginn þegar skólastjórinn sagði yfir allan bekkinn að Solvæ, eins og hann segir nafnið hennar, sé búin að taka miklum framförum og skrifi frammúrskarandi góða dönsku. Það er örugglega margt fleira sem ég gæti sagt en ég man það bara ekki núna. Það er að vísu tvennt sem ég vill segja: Ekki prumpa í lyftu og hugaðu að bjálkanum í þínu auga áður en þú finnur að flísinni í mínu, ég veit að ég fer dálítið frjálslega með þetta en það verður bara að hafa það þetta er mitt blogg og svona er það.