arnthor´s life

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Ég er farinn að sjá ljósið

Núna að undanförnu er ég búinn að vera að berjast við illvígan tölvuvírus og hef því ekki verið mikið á netinu og er það búið að skaprauna mér mikið. En núna virðist þetta vera að reddast. Við erum búin að hafa mikið af gestum þennan mánuðinn bæði fólk sem var hérna vegna Brúðkaups Andrésar og Miru og einnig venjulegir sumargestir. Ég hef á tilfinningunni að það sé að koma að vendipunkti hjá hljómsveitinni okkar og að á næstu 3-4 vikum muni framtíð okkar skýrast.
Það er búið að vera hrikalega heitt hérna og það liggur við að migg hlakki til vetrar.

Seinna

sunnudagur, júlí 09, 2006

Viva la revolution

Ég var að horfa á mynd sem ber hið gamaldags nafn "V for vendetta" og ég verð að segja að það er mjög sjaldgæft núorðið að kvikmynd hafi mikil áhrif á mig, en þessi mynd, sagan og boðskapurinn fær fólk sem er á annað borð nennir að hugsa sjálfstætt til að íhuga lífið og tilveruna sem við erum búin að skapa okkur.
Í myndinni er "and"-hetjan okkar að berjast á móti alræðisstjórn sem er að gera sitt besta til að drepa sjálfstæða hugsun, því að eins og við vitum er sjálfstæð hugsun hættuleg. Auðvitað er bylting eina leiðin til að berjast á móti alræði og á hverjun degi verð ég meira og meira sannfærður að það er það sem þarf í dag, kannski eru þetta einhverjar leifar af unglinga uppreisninni en það er í lagi ef það er það sem þarf til að segja það sem þarf að segja.
Ég er orðinn svo þreyttur á að allt þarf að vera matreitt ofan í okkur af menningarlegum-, pólitískum- og félagslegum næringarfræðingum. Þá á ég við að það er búið að nánast allt sem maður sér og heyrir er eitthvað einhver búinn að skera alla fitu af og svo einhver enn annar búinn að samþykkja. Og eins og við vitum felast gæðin í fitunni.
Sonur minn var að horfa á MTV núna áðan og mér var litið á skjáinn og sá á 10 mínútum flest sem ég hef nefnt hér að ofan á einn eða annan hátt.
Ég var inná heimasíðu núna fyrir ekki svo löngu og las þar reiðipistil einhverrar ungrar kona sem var að fárast yfir því að einhver unglings piltur skyldi nota frasa frá nastistum á árbókina sína. Núna er ég ekki tala um einhvern haturs boðskap heldur eitthvað sem var satt hvort sem Hitler eða móðir Teresa hefðu sagt það. Frasinn var eitthvað á þá leið "Til að ljúga að stórum hópi fólks þarf stóra lygi".
Hérna er stuttur listi yfir nokkrar stórar lygar:

Skipulögð trúarbrögð - sérstaklega kristin trú og Íslam dagsins í dag.

Stríð - Og þá sérstaklega afrakstur Bush-feðga sem við skulum kalla olíustríðin.

Pólitík - er afrakstur gamalla hefða, trúar og valdagræðgi. Góður maður verður aldrei í pólitík lengi.