arnthor´s life

föstudagur, janúar 28, 2005

Breytingar

Breytingar, sumar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, aðrar getur séð mjakast yfir sjóndeildarhringinn með löngum fyrirvara. Breytingar geta, eins og flest verið bæði góðar og slæmar, en í flestum tilfellum fer það aðallega eftir því hvernig viðkomandi tekur á afleiðingum þessara breytinga. Fyrir mína parta eru breytingar af hinu vonda, en ég held að það sé aðallega afþví að ég er gunga og kannski líka afþví að ég er frekar gamaldags. Ég hef nú aldrei lagt mikinn trúnað á miðla, spámenn og annað slíkt, eins og fólk sem þekkir mig veit, en ég sé framá breytingar í okkar framtíð! Góðar eða slæmar á eftir að koma í ljós, en við fyrstu skoðun eru kostirnir fleiri en ókostirnir.

Pestir geisa

Ég er búinn að vera með Alexander og Benediktu hérna heima í viku, bæði fárveik. Það eru nokkrar pestir sem eru að ganga hérna núna og ég held að Alexander hafi fengið þær allar, og núna er hann kominn með lungnabólgu. Fyrir utan það þá er alt i orden, og ég held að ég hafi nú bara ekki mikið meira að segja í augnablikinu og bið ykkur bara vel að lifa.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Góða nótt

Ég meldaði mig nú bara inn til að segja góða nótt en fyrst að ég er kominn! Ég er farinn að vinna meira í tónlist og þá aðallega frumsömdu efni og verð að spila með 2 hljómsveitum hérna og svo hittumst ég og einn söngvari hérna einu sinni til tvisvar í viku til að vinna að frumsömdu efni. Það gengur allt vel í skólanum ég held að okkur gangi öllum bara nokkuð vel, annars þorir maður ekkert að vera að fullyrða það. Við ætlum að fara að láta iðnaðarmenn fara að vinna eitthvað í húsinu á Dalvík, út af leka og svo nokkur önnur smáatriði. Það er reyndar planið okkar, að ef við getum ekki selt húsið ætlum við bara að halda áfram að leigja það út og halda áfram að gera við það sem er að og bæta við. Annars er það til sölu ef þú vilt kaupa það! Það sem ég veit bara að mig og Sollu langar ekki heim, ekki eftir að hafa fengið smjörþefinn af möguleikunum sem bjóðast hér bæði í menntun og starfi. Eins og venjulega þá tók missti ég mig, kom bara til að segja góða nótt og er kominn með sinaskeiðabólgu. jæja góða nótt, ekkert stress og bless! (Hemmi er lang bestur)

mánudagur, janúar 17, 2005

Dagur er að kveldi kominn

Dagur er að kveldi kominn og ég ákvað að senda nokkrar línur inná netið. Ég fór í fyrsta dönsku prófið mitt í dag og stóðst það með sóma, það var munnlegt svo að það kemur kannski ekki mjög á óvart. I just opened my mouth and out it came. Annars er allt gott að frétta og okkur líður vel, ekki dauð eða neitt svoleiðis og þar er, jú, gott! Er það ekki? Ég fór í skógarhögg seinustu helgi með Jens, sem á húsið sem við erum í, og fer líklega aftur næstu helgi. Jæja, núna ætla ég að fara að sofa. Heyrumst!

sunnudagur, janúar 16, 2005

Lausnin

Eins og þeir sem mig þekkja og líka kannski þeir fáu sem hafa óvart villst hérna inn og lesið eitthvað, þá hef ég átt við töluvert þunglyndi að stríða ásamt nokkrum öðrum vægum geðröskunum, og hef í framhaldið af því verið að taka öll vandamál stór og smá og verið að byggja úr þeim óyfirstíganlegar hindranir til að setja á braut mína til bata og betri framtíðar. En núna undanfarið þá hef ég verið að reyna að temja mér lífsmáta og hugarástand til að vinna á þessum leiðindar kvillum og núna nýlega hefur mér verið að verða eitthvað ágegnt, ég hef verið að nota hina þekktu æðruleysisbæn sem 50% af íslendinum kunna frá vogi og svipuðum stofnunum. Og viti menn mér hefur liðið betur síðan ég byrjaði að minna mig á innihald þessarar bænar, ekki orð fyrir orð heldur hvað hún þýðir, og til heiðurs bæninni þá læt ég hana fylgja hér á eftir og vona að fleiri geti notið góðs af, sakar ekki að reyna.


Æðruleysisbænin


Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

LOksins hvar ertu búinn að vera?

ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á hvað það er langt síðan ég skrifaði seinast inná síðuna! Annars er allt gott að frétta, fyrir utan kannski að við eigum í einhverjum vandræðum með húseignina okkar á Dalvík. Solla fer nánar ofan í sauma á því á síðunni hennar, Smelltu hér til að líta á hana. Seinasta laugardag var fárveður um alla Danmörk og hluta Svíþjóðar og við urðu dálítið vör við það en ekkert alvarlega, rafmagnið fór út í smá tíma og hluti girðingarinnar fór í spón. Ég fór heim til eins af mönnunum sem ég er að vinna með í dag og sá að 3 tré 40-50 metra há höfðu rifnað upp frá rótum og svo hafði stór hluti þaks hjá honum farið fjandans til. Ég var á fundi með starfsráðgjafa og námráðgjafa í dag og það kom mjög vel út, og mér sýnist að þeir ætli að koma mér bæði í fastavinnu við eitthvað sem ég vil og svo var planið hjá þeim að ég færi í skóla ekki seinna en næsta haust. Eftir að fara í gegnum stóran spurningar- og útilokunnarlista stóðu nokkrar starfs- og námsgreinar upp úr: Húsgagnasmíði, Vefumsjón og húsasmíði, spennandi að sjá hvað úr því verður. Hversu erfitt er að skipta um peru? Heyrumst!