jæja, núna er dagurinn kominn, í dag verð ég 30 ára. Ef mér og Ívari hefði verið sagt fyrir 14 árum að við myndum báðir ná uppí þennan háa aldur hefðum við báðir orðið fyrir herfilegum vonbrigðum með sjálfa okkur, en í dag er ég bara spenntur. Það er í rauninni ekki fyrr en núna sem mér finnst ég vera tilbúinn til að fara að gera eitthvað, og þá vonandi í tónlist. Ég sit hérna í mestu makindum fyrir framan tölvuna að hlusta á bestu hljómsveit í hinum þekkta heimi, Blúsband Hölla Val´s, þar sem saman voru komnir einhverjir allra færustu tónlistarmenn sem ég hef haft heiður af að starfa með, náttúrulega Hölli vals minn vinur til margra ára og spilafélagi, Sverrir "góurinn" Þorleifs melódískasti og kaldhæðnasti trommari hérna megin við Kilimanjaro og síðast en allsekki síst Örn Gítarhetja hrein unun að hlusta á og að spila með þér. Fólki finnst þetta kannski dálítið væmið en bara þeir sem hafa tekið þátt í einhverju jafnmögnuðu og þessari hljómsveit, skilja þær tilfinningar sem þar koma við sögu, og ég er orðinn svo gamall og þroskaður að ég get talað um þær án þess að fara í hnút, en samt bara fullur eða á netinu.
Verð að segja að mér líður nú ekkert öðruvísi, en það á kannski eftir að breytast. Solla er að baka inní eldhúsi, sem er fínt en ég held að hún sé spenntari yfir þessu en ég, hún er kannski með krossaða fingur að vona að ég fari að þroskast eitthvað að ráði. jæja ég skrifa kannski meira í dag ef ég hef þroskast eitthvað. Bið svo bara að heilsa öllum sem ég þekki. Takk fyir allt.