arnthor´s life

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Viðurkenning

Ég biðst velvirðingar á hvað ég er mikill fíflur og fáráðlingur og ætla í kjölfarið að óska Söndru Eiðsdóttir til hamingju með afmælið sem var 24. apríl. Hún varð 29 ára en ónefndur heimildarmaður sagði mér að hún liti út fyrir að vera minnst 10 árum eldri og þar bætir kryppan ekki úr skák. Með öðrum orðum til hamingju. Allir sem ég gleymdi verða bara að sætta sig við það og fyrirgefa mér. Á morgun er ég að fara að halda 10 mínútna ræðu um Led Zeppelin á dönsku.
Seinna

mánudagur, apríl 25, 2005

góður dagur

Eins og við vitum öll eru sumir dagar verri en aðrir og svo aðrir af sama skapi betri en aðrir, og það er svoleiðis dagur eða dagar sem mig langar til að ræða aðeins um. Þessir dagar koma í öllum stærðum og gerðum, ég á t.d. ágætis dag í dag, ég var að byrja á garðhúsgögnum í garðinn og það gengur bara vel, Solla fór í viðtal á leikskólanum sem hún á að prufa að vinna á í morgunn og það gekk bara vel, svo fórum við að ná í Alexander til nýju dagmömmunar í dag, og við höfðum verið frekar stressuð afþví að hann tekur ekki ókunnugu fólki svo vel, en þetta hafði gengið eins og í sögu, svo kem ég hingað heim sest niður við tölvuna með öl og já ég gleymdi að það er líka magnað veður í dag. Ef þú hefur líka átt góðan dag máttu alveg skilja eftir smá skilaboð og líka ef þér líður eitthvað illa máttu líka létta aðeins á þér, vertu bara ekki að úthúða neinum, þó að það sé satt það er víst bannað. Sendu mér bara svoleiðis í e-mail.
hilsen

fimmtudagur, apríl 21, 2005

dagur 3

Núna er dagur 3 í þessu nýja lífi mínu sem 30+ og mér er ekki farið að líða neitt mikið öðruvísi. Ég vill þakka öllum þeim sem sendu mér samúðarkveðjurbæði á netinu og í venjulegum sniglapósti, ég ætla bara að vona að ég fari að hitta eitthvað af þessu fólki. Alexander er með eitthvð í eyrunum og svaf lítið í nótt og þar sem hann er enn á brjósti svaf Solla lítið líka. Ég er að fara í áheyrnarpróf hjá annari hljómsveit á morgunn og svo var Lars(söngvari) að finna æfingar húsnæði hérna nær mér, fyrir bandið sem við erum að stofna með Andrési og Hölla.
Jæja, það er svo sem ekki mikið meira að frétta, vonandi meira seinna.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Tímamót

jæja, núna er dagurinn kominn, í dag verð ég 30 ára. Ef mér og Ívari hefði verið sagt fyrir 14 árum að við myndum báðir ná uppí þennan háa aldur hefðum við báðir orðið fyrir herfilegum vonbrigðum með sjálfa okkur, en í dag er ég bara spenntur. Það er í rauninni ekki fyrr en núna sem mér finnst ég vera tilbúinn til að fara að gera eitthvað, og þá vonandi í tónlist. Ég sit hérna í mestu makindum fyrir framan tölvuna að hlusta á bestu hljómsveit í hinum þekkta heimi, Blúsband Hölla Val´s, þar sem saman voru komnir einhverjir allra færustu tónlistarmenn sem ég hef haft heiður af að starfa með, náttúrulega Hölli vals minn vinur til margra ára og spilafélagi, Sverrir "góurinn" Þorleifs melódískasti og kaldhæðnasti trommari hérna megin við Kilimanjaro og síðast en allsekki síst Örn Gítarhetja hrein unun að hlusta á og að spila með þér. Fólki finnst þetta kannski dálítið væmið en bara þeir sem hafa tekið þátt í einhverju jafnmögnuðu og þessari hljómsveit, skilja þær tilfinningar sem þar koma við sögu, og ég er orðinn svo gamall og þroskaður að ég get talað um þær án þess að fara í hnút, en samt bara fullur eða á netinu.
Verð að segja að mér líður nú ekkert öðruvísi, en það á kannski eftir að breytast. Solla er að baka inní eldhúsi, sem er fínt en ég held að hún sé spenntari yfir þessu en ég, hún er kannski með krossaða fingur að vona að ég fari að þroskast eitthvað að ráði. jæja ég skrifa kannski meira í dag ef ég hef þroskast eitthvað. Bið svo bara að heilsa öllum sem ég þekki. Takk fyir allt.

föstudagur, apríl 15, 2005

Yfirlýsing

Sumt fólk ætti bara að vera fjarlægt og mér er nokkuð sama hvernig, drepið,leyst upp, skotið útí geim, farið aftur í tímann og mamma þeirra neydd til að eyða fóstri, svo lengi sem það er ekki til í heiminum. Allavega ekki mínum.
En róleg ég er ekkert að bilast segi bara svona.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hugleiðing

Ég var í dönskuskólanum í dag á eins og venjulega var aðalkennarinn okkar, Frans, að fara verulega langt út fyrir námsefnið og var að fræða okkur á því að fyrsta kynskipti aðgerðin hafi farið fram í Þýskalandi 1930 og að það hafi verið danskur maður sem hafi verið þar á ferð. ok, fyrir utan alla þssa 1000 kynskiptibrandara sem fóru í gegnum hugann á meðan hann var að koma þessari speki frá sér, fór ég að pæla í einu! Ætli Adolf Hitler hafi fyrsta konan sem tókst að breyta í karlmann, allavega myndi það útskýra margt, t.d. hæfni hans til að æsa menn uppúr öllu valdi og fá þá til að gera allskyns vitleysu, skapið í honum og þessar löngu ræður sem hann hélt þar sem hann talaði tímunum saman um sama hlutinnn og það hefði ekkert breytt neinu þó einhver hefði skotið því að honum að þeir væru eiginlega búnir að ná þessu. Og svo í framhaldi af þessari ræðu hjá honum stakk ég uppá því að hafa einhverntímann klæðskiptingadag, þar sem karlmennirnir kæmu sem konur og konurnar sem karlar fyrri þá sem voru ekki að fatta, en þetta var brandari sem múslímunum í bekknum fannst miður fyndinn og benti ég þeim þá á að það væri fátt þægilegra en að ganga í pilsi og leyfa drengjunum að spranga frjálsum, eftir þetta var ég litinn hornauga er farinn að óttast að fá flugvél í hausinn. Ætli ég verði ekki orðinn 30 ára þegar ég skrifa hér næst, svona miðað við hvað ég er duglegur, og bið ég ykkur vel að lifa.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Hið eilífa val alltaf stöðugt

ok núna þarf ég að fara að velja!
1. kommúnan vill ekki að ég fari að vinna og klári heldur málaskólann og hafi þá próf í dönsku uppá vasann, en ég myndi gjarnan vilja að fara að vinna en auðvitað væri líka fínt að vera aðeins lengur í skólanum og klára prófin. Hvað á ég að gera?

2.Mér var boðið í hljómsveit niðri í Aarhus sem er að spila eigin tónist og er með gigg og svo var ég að heyra að góðvinur minn og gítarbrúgsmógúllinn Hörður Valson sé að flytja til okkar og vill fara að spila með mér, Andrési og Lars og við erum komnir með æfingar húsnæði. Auðvitað langar mig að gera bæði, en er viss um að það er ekki hægt. Hvað á ég að gera?

Það er svona þegar maður er alveg kominn í þrot hjá sjálfum sér þá leitar maður hér út eftir svörum! Sem vonandi koma!

kv. Arnthor eða Arnþór eða kannski bara Addi, ég veit ekki hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kærleiksbirnirnir

Hvað get ég sagt annað en að það gengur allt bara mjög vel núna og öllum líður vel. Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé búinn að taka ofstóran skammt af happy-pillu, en svona er þetta bara. Ég fór í áheyrnarpróf hjá hljómsveit í gær og er að bíða eftir svari. Svo var ég á fundi með kennaranum mínum í dag og hann var að fara yfir próf sem ég var í og hann sagði að venjulega fá nemendur ekki svona háa einkunn en það sem ég skrifaði hafi verið fullkomið, ok ég veit að þetta hljómar eins og mont en þetta er verðskuldað stolt og ég ætla að velta mér upp úr því. Solla var líka í prófi og stóð það víst með stakri snilld (eins og ég bjóst við). Við vorum að fá skólamyndirnar af Benediktu og þær komu mjög vel út. Og svo náttúrulega verð ég 30 ára, 19. apríl og þá verður nú lítið um dýrðir alveg eins og ég vill hafa það. Ef þið viljið vera svo væn að kommenta á þessa hamingjuvellu sem ég er búinn að bera hér á borð, þá væri það bara magnað. Og svo er ykkur náttúrulega velkomið að kíkja á okkur í sumar.