arnthor´s life

sunnudagur, september 25, 2005

Þá er komið að helv... klukkinu

Furðulegar staðreyndir um mig.

1. Ef það eru 2 eins hlutir á borði get ég ekki tekið einn og skilið hinn eftir, ég verð að taka báða eða skilja þá báða eftir.

2. Öfugt við það sem margir halda, þá er ég mjög feiminn og á erfitt að vera innan um mikið af fólki sem ég þekki ekki.

3. Ég er nokkuð smeykur við íslenska hestinn, enda er þetta forljót og illainnrætt skepna og ef einhver er ósammála því, nú þá er það bara óviti.

4. Ég söngla allan daginn, Óskar stjúpi segir að það sé mjög vinalegt í fjósinu á morgnana en samnemendur mínir í dönskuskólanum hér voru alveg vissir að það væri eitthvað mikið sem skorti í toppstykkið.

5. Þrátt fyrir að ég sé búinn að spila tónlist síðan ég var 12 ára, þá hef ég alveg stórmerkilegt taktskyn sem byggist allsekki á því sem aðrir vilja meina að sé rétt og svo hef ég nánast enga þekkingu á tónfræði, einfaldlega afþví að styðja mig við mína tilfinningu fyrir tónlist hefur þjónað mér vel og eins og ég segi alltaf: "ég bara veit hvernig tónlist á að hljóma!"

þarna hefurðu það Anna og ég ætla bara að klukka Hölla, aðallega afþví að hann er furðulegur og svo finnst mér svona keðjubréf viðurstyggileg.

Í stuttu máli

Í stuttu máli þá var ég á æfingu með bestu hljómsveit í heimi að spila frábær lög, í einhverju besta æfingarhúsnæði sem völ er á og á frábærum stað. Og svo kem ég heim til að hlusta á Sollu og Andreu misþyrma einhverjum lögum í singstar, sem betur fer er Solla að fara að baka.
Svo í stuttu máli, þá er allt gott í dag (nema kannski að ég er að fara að vinna á morgun)

laugardagur, september 24, 2005

Bassagoðið og framtíðarstjarnan Arnþór II

Núna er laugardagur

Vampiros spilaði í fyrsta sinn saman í 4 ár, þ.e.a.s. upprunalega vampiros ég Hölli og Andrés, og auðvitað var það á tónleikum sem við alveg gleymdum að æfa fyrir, og það gekk bara ótrúlega vel miðað við æfingarleysið. Svo í dag vorum við að vígja nýja æfingarhúsnæðið okkar og það var alveg magnað. Tókum upp nokkur lög, gömul og ný svo við erum nokkuð vissir um að næstu tónleikar verða frábærir. Svo á morgun erum við að fara að æfa með popprokk-bandinu og ég býst ekki við að það verði nokkuð annað en frábært.
Annars er ekki mikið að frétta, við erum ekki enn komin með bílinn í okkar hendur það vantaði einhverjar rafmagnssnúrur sem þurfti að panta.
Jæja ég ætla svo að rita einhverjar línur aftur á morgun til að segja ykkur hvernig fór á æfingunni og kannski til að koma þessu helvítis klukki frá mér, Anna ef þetta hefði komið frá einhvejrum öðrum en þér hefði ég kveikt í viðkomandi.

mánudagur, september 19, 2005

Miklar annir

Þetta kemur til með að verða frekar annasöm vika hjá mér að öllum líkindum, í dag, mánudag, er ég að vinna allan daginn og svo er æfing hjá Randalin, sem er hljómsveit sem ég er búinn að vera að spila með niðri í Aarhus í dálítinn tíma, og svo á morgun er ég að fara í starfsviðtal starx eftir vinnu, að því ógleymdu að Kristófer á 12 ára afmæli, svo á miðvikudaginn byrja ég að að vinna allan daginn og svo förum ég í að flytja inní nýtt æfingarhúsnæði með Andrési, Hölla og Lars og æfum svo smá býst ég við og svo um kvöldið erum við í Vampiros að fara að spila á okkar fyrstu spuna-tónleikum nokkur ár og fyrstu einnig í Danmörku. Enn sem komið er ekki búið að ráðstafa fimmtu- né föstudeginum en svo á laugardag verður fyrsta alvöru æfingin hjá okkur í nýja húsnæðinu og svo á sunnudaginn verður æfing hjá Vampiros.
Að því ógleymdu að jens ætlar að koma með bílinn til okkar í vikunni.
Þannig að það er mikið að gerast.

mánudagur, september 12, 2005

já nú eru þið heppinn

já nú hefur mikill hvalreki komið á ykkar fjörur, því einhver albesta hljómsveit veraldarsögunnar, hinga til, er að byrja að spila aftur og ætlar að stíga á stokk á Gyngen sem er spilastaður í Århus.
Tónleikarnir eru 21. sept. nk. og byrja ca. 10.30
og fyrir þá sem ekki vita þá er ég að tala um Vampiros, ofurbandinu sem var startað af rytmabræðrunum Arnþóri og Andrési Benediktssonum og Herði Valssyni gítarhetju.
Að öllum líkindum verða tveir nýjir meðlimir og ég kynni þá frekar seinna.
Fylgist með frekari fréttum af þessu, þar sem það er ýmislegt spennandi í burðarliðnum sem mun koma skemmtilega á óvart.

þriðjudagur, september 06, 2005

Tómarúm í rými

Stundum fæ ég svona hálfgerða tómleika tilfinningu af engri finnanlegri ástæðu, fer þá að velta fyrir mér hvar ég er í lífinu og heiminum og er ekki alveg að skilja það, sérstkalega vegna þess að þetta er ekki einhvernveginn eins og ég var búinn að plana þetta þegar ég 16 ára, maður fer að hugsa bara ef ég hefði gert þetta eða sleppt þessu.
Og í beinu framhaldi af þessum pælingum fer ég að hugsa hvað það væri magnað ef maður gæti farið í tíma og orðið aftur 6 ára en samt með alla þá vitneskju sem ég hef í dag.
En svo er náttúrulega eitt sem kemur alltaf á móti, eins og þeir vita sem hafa horft mikið á Simpsons þá getur maður ekki hætt á að breyta neinu í fortíðinni án að mega búast við að allt verði breytist og ekki endilega til hins betra, t.d. ætti ég ekkert af þessu frábæru börnum mínum.

seinna!

föstudagur, september 02, 2005

Kraftaverkalyf

Það er sama hvort ég er stressaður, með höfuðverk, vöðvabólgu, leiðist, er reiður, pirraður, er dapur, fæ slæmar fréttir osfrv. ÞA er eitt sem að lætur mér líða betur, lætur allt líta betur út og er gott á bragðið: Øl!
og þá helst Tuborg Grøn.