arnthor´s life

þriðjudagur, maí 31, 2005

Hér er ég mættur enn á ný

Núna er allt á botni við að leita að vinnu, þar sem þessi vinna á herragarðinum gekk ekki upp út af langi sögu sem ég nenni ekki að fara útí, Sandra ég segi þér það bara þegar við hittumst í ágúst. Ég sendi 7 atvinnuumsóknir í dag og er að byrja að fá svör, það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útúr því.
Og svo keypti ég mér vikingalotto í dag og kom svo hróðugur inní stofa, hélt miðanum á lofti og básúnaði að hér væri ég mættur með lykilinn að framtíðinni! En eins og flest fólk sem á ekki of mikið af peningum þá hef ég oft pælt mikið í því hvað ég myndi gera ef ég ynni í einhverju lottoi og ég er löngu búinn að sjá það að ég þyrfti að vinna ansi mikið til að koma öllu því á verk sem mig langar að gera.
Svo eru það nokkrar upphæðir sem myndi vilja vinna 5, 50, 100 eða 200 milljónir. 5 millur er lágmarkið og er mjög þægileg upp sem veldur ekki höfuðverk yfir í hvað maður ætti eyða peningunum, frá 5 til 50 er bara dauður punktur annaðhvort of mikið eða of lítið, 50 er draumurinn passlegi sem ég held að sé álíka þægileg upphæð og rúm sem er nýbúið að skipta á og þú ert að fara uppí það nýkomin(n) úr baði, 100 fær mig til að fara að hugsa um hvað það væri gaman að fara að sniðganga þetta fátaæka pakk sem maður þekkir, þ.e. næstum allir og þegar ég hugsa um 200 fer mig að langa að kaupa húsin hér í kring, rífa þau niður byggja svo háan vegg í kringum verða að taugaóstyrkum ofsóknarbrjálæðingi og smátt og smátt breytast í blöndu af Howard Huges og Gollum. Annars veit ég ekki hvað ég myndi gera, ég þeg held að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur afþví að ég sé að fara að vinna einhverja geigvænlega fjárupphæð á næstunni. Annars held ég að margir spili í rauninni ekki í lotto og þesslagsspilum til að vinna held er líka til að gera draumana um hvernig það væri að vinna raunverulegri, þannig að fyrir litla upphæð er hægt að kaupa sér ltila vonarglætu sem heldur manni hita þar til maður kaupir næsta miða.
En nú þegar við erum farin að tala um von osfrv. þá verð ég að deila með ykkur smá sögu. Þannig er mál með vexti að ég er ekki kristinn en ég trúi á minn eigin Guð á minn hátt og um daginn þegar ég átti dálítið erfitt, sagði ég við lágt útí loftið:"Góði Guð, gefðu mér merki sem ég get skilið", og þegar ég kom heim og var að fá mér kaffi, var mér litið til hliðar og rak augun í kassa af Weetabix og þar í setninguna: "Vi giver dig de gode ting, så er det op til dig at bruge dem", eða lauslega yfirsett á íslensku: "Við gefum þér góða gjafir, en það er á þína ábyrgð hvernig þú ráðstafar þeim", skrítið eða ekki, vildi bara deila þessu þar sem þetta fékk dálítið á mig.

þriðjudagur, maí 24, 2005

dálítið sad er það ekki

Eins og mörg ykkar vita sem eru hafið komið hér inn áður, þá erum ég og Solla búin að vera í dösnkunámi ásamt fólki frá hinum ýmsu löndum, þ.á.m. Írak og ég verð að segja að það er nú hálfsorglegt þegar þetta fólk er skoðar myndir og fréttir að heiman og það er ekkert nema bílsprengjur og fleira í þeim dúr.
Og ég er búinn að heyra nokkrum sinnum að "svona var þetta ekki þegar Saddam stjórnaði þessu!", og einn maður sem var að segja þetta sagði líka að hann hefði búið þarna í 35 ár og Saddam og hans kumpánar hefðu aldrei verið neitt að bögga hann og hann er ekki einu sinni af sömu trú og Saddam.
Ok hann er ekkert ljúfmenni hann Saddam en ég held að við verðum að viðurkenna að lýðræði virkar bara einfaldlega ekki allstaðar, eins og þessi sami maður sagði, "fyrir stríð höfðum við einn Saddam núna eru þeir þúsund".
Þetta er menningarsamfélag sem er mörgþúsund árum eldra en okkar en samt erum við, vesturlönd og þá aðallega fæðingarhálfvitarnir í bandaríkjunum, viss um að þetta fólk þurfi að læra eitthvað af okkur!
Svo fyrir ykkur sem hafið áhuga að læra eitthvað nýtt, þá eru upptökin að flestum átökum sem eru í miðausturlöndum runnin undan rifjum vesturlanda, t.d. átök á milli trúarhópa í Indlandi voru ekki til staðar fyrr en nýlenduherrarnir fóru að deila landinu niður þegar þeir létu það af hendi, svo að ekki minnst á þann hluta Indlands sem var skorinn frá og gerður að Pakistan og síðan hafa verið stríð þar á milli, bandaríkin þjálfuðu upp og gáfu vopn til talibanana í afganistan, dældu peningum og vopnum til Saddams í Írak og síðast en ekki síðst stálu vesturlöndin helmingnum af Palestinu og lét í hendur gyðinga eftir að þeir voru búnir að kría það út með væli og sjálfsmorðsárásum og svo réttlættu þeir það með því að segja að gyðingar hefði sögulegan rétt til að búa þarna, það er eins og að segja að íslendingar hafi sögulegt tilkall til Ameríku.
jæja, nóg raus ég skal reyna að hafa þetta léttara næst.

laugardagur, maí 21, 2005

Dansarar

Eftir að hafa reynt að njóta þess að horfa á Eurovision, þá verð ég að setja hérna nokkur orð í prent. Þó að tónistin hafi kannski verið neitt til að hrópa húrra fyrir, þá er eitt sem er mun verra og það eru þessi helvítis dansarar og ekki bara þarna, því mér finnst að það ætti nánast algjörlega að fjarlægja þessa leiðindar, ofmetnu spriklandi aftanúrkreistinga úr tónlistarmyndböndum, tónleikum og fleira sem tengist þessari listgrein,tónlist. Og ég þori nánast að veðja að tónlistin mun batna, um leið og þessi útferð poppmenningarinnar hverfur á braut. Og Britney, ef þú ert eitthvað svekkt yfir þessu og ætlar að fara að kommenta, þá skaltu bara spara orkuna og nota hana í að gefa út betri tónlist.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Þriðjaheims hjálp af eða á

Það er nokkuð erfitt að svara þessari spurningu! Eitt er allavega víst að sú leið sem er farin nú er ekki að virka. Við gerum of mikið af því að koma fram við þetta fólk eins og að það geti ekki gert neitt sjálft. Það er alltaf verið að safna heilum haug af peningum á öllum byggðum bólum heimsins, en hvert fara svo þessir peningar?
Einn vinur minn hérna í Danmörku vann eitt sinn í Afríku við hjálparstörf og þegar fjöldamorðin í Búrundi voru, þurfti hann að setja upp flóttamannabúðir, fyrir fólkið sem var að flýja undan árásarmönnunum, í skyndi og fékk hann helling að ábreiðum af flutningabílum og náði að búa til tjaldbúðir sem nægðu fyrir alla og allt gekk vel þar til Rauði Krossinn kom og lét taka búðirnar niður og setja upp búðir með tjalddúkum merktum Rauða Krossinum svo að það sæist í sjónvarpinu og ég þori að veðja að fyrir peningana sem fóru í þessa tjalddúka hefði verið hægt að kaupa nokkra hrísgrjóna skammta í viðbót og halda aðeins fleira fólki á lífi. Og svo er það annað, núna má ekkert vandamál vera án þess að Angelina Jolie eða einhver annar frægur sé mættur til að sýna hvað þau séu góð. Persónulega finnst mér svo sem í lagi að fólk sé að hjálpa til, en ég held að þetta fólk sé stórlega að ofmeta mikilvægi sitt, en þegar ég sé mynd af einhverjm frægum, fallegum og með tárin í augunum í hópi af fólki sem er vannært, slasað eða eitthvað álíka, þá einhvernvegin finnst mér það draga úr og draga athyglina frá vandamálinu. Málið er að það er einfaldlega erfitt fyrir okkur að taka holliwood þotuliðið alvarlega.
Lausn að mínu mati: hættum að senda peninga út í loftið, til einræðisherra eða einhverra hjálparsamtaka þar sem við vitum ekki hvar þeir enda. Söfnum frekar peningum til að senda verkfræðinga, lækna, verktaka, smiði, kennara osfrv. og kennum fórnarlömbum átaka og ýmiskonar áfalla kleift að hjálpa sér sjálft og komum með í veg fyrir að þurfa að safna annað hvert ár til að setja plástur á sama vandamálið.
Arnthor út.
Í næsta bloggi: 50 miljónir

föstudagur, maí 13, 2005

Búinn

Ég dag var, vonandi, seinasti dagurinn minn í málaskólanum, þar sem ég er að fara að byrja í praktik, sem er nokkurskonar reynslutími, á herragarði hérna stutt frá. Ég verð í 14 daga í þessari praktik og eftir þann tíma vitum ég og/eða vinnuveitendurnir hvort þetta sé vinna fyrir mig eða hvort ég henti í þessa vinnu.
Þið getið smellt hérna til að skoða heimasíðu sem þessi herragarður er með. Svo kem ég bara í skólann seinna í mánuðinum til að taka útskriftarprófið, sem ég ætla að ná með glans.
Andrés bróðir var að kaupa sér nýtt trommusett af Gretsch-gerð, klikkað flott og með alveg hrikalega stóra bassatrommu sem ég er mjög spenntur að heyra í. Verð að viðurkenna að þegar hann sagði mér frá því þá kitlaði mig dálítið til að fara og fjárfesta í nýjum græjum en þar ég get bara keypt fyrir pening í dag er það ekki hægt strax, en Solla er búinn að samþykkja að ég má kaupa eitthvað strax þegar e´g er farinn að þéna eitthvað með spileríi.
Ég var búinn að biðja ykkur að senda mér línur um eitthvað sem ég get talað um hér og/eða túlkað á minn hátt, en einungis gælinafni, Addi E, varð við þessari litlu og einföldu bón.
Þannig að núna bið ég ykkur enn og aftur um að senda mér eitthvað, og ég vel eitthvað af handahófi til að tala um og/eða túlka fyrir ykkur hér.
Svo bið ég bara Önnu systir að skila kveðju til Guantanamo, þegar hún ætlar að gera tilraun til að komast óhindruð til Bandaríkjanna um næstu helgi. Og Anna það var ein í skólanum að segja mér að það var augnbrúnaplokkari tekinn af henni,það er víst vopn í höndunum á snyrtifræðingum sem geta ráðist á flugstjórann klipið aðra brúnina og hótað að toga nema að hann lendi vélinni á einkaskrifstofu George Bush, þannig að þú verður kannski bara að vera Unabrow Benediktsdóttir í nokkra mánuði.
Kemur ekki stundum fyrir að þið efist, um hvað eruð þið ekki viss en þetta er einhver nagandi efatilfinning. Finnst eins og þið séuð að gera eitthvað vitlaust eða bara eitthvað sem þið getið ekki komið fyrir ykkur. þetta er eins og þegar manni dettur einhver lagstúfur í hug en sama hvað maður reynir kemur maður titli né flytjanda fyrir sig. Og í framhaldi af því að ég sagði um að fólk ætti að sækjast eftir að vera sátt, þá vil ég bæta við að það sem fólk þarf til að geta lifað innihaldsríku lífi er að vera sátt og efast hvorki um sjálft sig eða tilveru sína.
Hugsanlega mun næsti pistill innihalda útlistun á hvernig á að lifa, og þá er ég ekki bara að tala um að draga andann.

sunnudagur, maí 08, 2005

Raunsýnn maður sagði ...

"Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar,
en þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér".
Þessar raunsæju línur úr þekktu dægurlagi, sendi mér samtíðarspekingur mikill og má segja að þetta sé nokkuð sem ég hef pælt í undanfarið beint og óbeint.
Við skulum bara byrja á að taka fyrir það sem liggur beinast við, þjóðarstolt! Það er kannski ekkert voðalega oft sem að maður bókstaflega er upprifinn að stolti útaf þjóðerni sínu en svo lendir maður í samræðum eins og ég lenti t.d. í um daginn þar sem var verið að tala um hetjudáðir og þessháttar og það var reyndar einn ameríkumaður í hópnum þannig að þið getið nú ímyndað ykkur hvernig það var, en svo sagði ég söguna af vestmanneyingnum sem, þarna um árið synti einhverja heljarins leið í brjáluðu veðri og þurfti svo að klifra upp og ganga á hrauni og svo brjóta ís á gömlu baðkari til að fá sér að drekka, eftir að báturinn sem hann var á sökk og engin gat toppað þetta þrekvirki og svo maður tali ekki um þegar maður rekst á í hérlendum eða erlendum fjölmiðlum fréttir af landvinningum íslenskra viðskiptamanna um víðan völl, ég kom t.d. temmilega stoltur í dönskutímadaginn sem ég las að íslendingar hefðu komið og keypt eina að elstu og virtustu verslunarkeðjum á Danmörku, Magasin.
En svo kemur þetta neikvæða! Hvað er ég samanborið við þessa miklu íslensku landa mína? Ekki neitt sérstaklega merkilegt fyrirbæri hvorki þegar ég var ómenntaður frystihúskall í Dalvík né þegar ég varð ómenntaður innflytjandi í Danmörku. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að landar mínir geri mikið af því að hugsa til mín og belgjast út af þjóðerniskenndu monti.
En ég hugga mig með því að það er ekki nauðsynlegt að öll þjóðin sé stolt af mér, enn, heldur að ég sé sáttur. Því að ég held að það sé það sem flestir íslendingar sækist eftir og alltof fáir nái.
Ástæðan fyrir því að svona fáir ná því að verða fyllilega sáttir á fróni, er sú að við íslendingar erum skorpu og skyndilausna þjóð! Við vinnum flest í skorpum í fiskiðnaði eða öðrum iðnaði og fáum rétt skorpuna af því sem við eigum rétt á, sérstaklega þegar maður pælir í því að fólkið sem er að vinna baki brotnu í stærstu atvinnugreinunum, sem eru að skila mestum arði og þjóðarbúinu mestum gjaldeyristekjum, er meðal þeirra lægst launuðustu í þjóðfélaginu. Og svo bætum við okkur upp lágulaunin og mikla vinnu með skyndifróunum eins og t.d. að fara og kaupa okkur alltof dýran bíl á 100% bílaláni eða heimabíókerfi á visaraðgreiðslum. Og svona heldur þetta áfram þar til að maður er hættur að sjá frammúr skuldunum og maður sættir við það að vera sameign atvinnurekandans og bankans og maður er bara sáttur við það svo lengi sem maður getur pantað sér pizzu eins sinni í viku.
Þannig að útkoman úr þessum pistli er sú að maður þarf að stinga aðeins í stúf við náungan ef maður vill að þjóðin verði stolt af manni, annars er maður bara!

Í dag er ég næstum sáttur
Vertu sátt(ur) og þá verður kannski ekki öll þjóðin stolt, en allavega ég.

laugardagur, maí 07, 2005

Ef ég bara væri hasshaus

Ég var svo heppinn að slysast inná heimasíðu áðan þar sem maður gat athugað hvað maður myndi heita ef maður væri, aah á ég að segja ofurhassari, og ég fékk þetta líka flotta nafn: Thunderous Bluntmonger , þannig að ef einhver af ykkur gerist heppin(n) að hringja í mig og ég svara: "Herra Bluntmonger og félagar", þá á ég í smá vandræðum.
Við vorum að fá nýja sláttuvél í dag og ég gat þá loksins farið að spóka mig í garðinum á bolnum og hnykklað fagurlega ávala keppina fyrir gesti og gangandi og fyrst ég var byrjaður á að vinna í garðinum, ákvað ég að halda áfram og fór af stað með sog og exi og fór að grisja aðeins trén og runnana. Ég var kominn í þennan líka rosalega haminn að ég bara rétt náði að hemja mig áður en ég hjó mér leið inní stofu hjá nágrannanum. Svo er það að frétta að Andrés bróðir fann handa mér hjól og er ég að fara niður í Aarhus á morgun að ná í það.
Eins og þið vitið, sem eruð svo heppin að detta hér inn af og til, þá koma tímabil hjá mér þar sem ég er alveg einstaklega latur við að skrifa. En málið er að ég er ekki bara latur, stundum hef ég bara ekkert til að skrifa um. Þannig að mér þætti vænt um að þið mynduð koma með einhverjar uppástungur, ekkert langt og enga leiðindarstæla, bara eitthvað einfalt en það má vera sýrt, súrt, súrt, sveitt og sætt, og svo vel bara eitthvað og skrifa pistil um það efni sem mér finnst mest grípandi eða eitthvað? Hver veit hvernig ég vel þetta? Kannski fæ ég mér bara öl og sé til hvernig fer.
Ég sá kött í dag! Hann var bara nokkuð gáfulegur til augnanna! Ég vildi óska þess að hann gæti talað.

miðvikudagur, maí 04, 2005

ok þetta ætlar ekki að ganga vel

Ég verð að viðurkenna að ég varð nú bara hálfskúffaður yfir geigvænlega slökum viðbrögðum sem mitt seinasta blogg mætti, þarna eyddi ég heilum 20 mínútum af mínum annars dýrmæta tíma til að skvetta hressilega yfir ykkur úr botnlausum viskuskálum mínum og eina sem ég fæ er agnarskot á geðheilsu mína. kom nu fólk þið verðið að standa ykkur betur en þetta!
Í öðrum fréttum er m.a. að ég er að fara í dönskupróf á mánudaginn og á þetta að verða næstsíðasta prófið mitt, vona bara að ég nái því.
Solla á svo að fara að fara í próf bráðum en ég þurfti að hálfdraga það uppúr kennaranum, hún er mun betri en flestir í bekknum en virðist alltaf vera gleymd, ég er farinn að halda að þetta hafi eitthvað með að gera að við,(íslendingar), gáfum þeim,(dönum), fingurinn á fyrriparti 20. aldarinnar.
Við erum í smá fríi núna, það er 4 daga helgi, og það er magnað.
Æi ég er eitthvað svo þurr og andlaus, svo ég held að ég hætti bara núna.

seinna

mánudagur, maí 02, 2005

Ný hljómsveit

Það hafði, í seinustu viku, samband við mig hljómsveit sem vantaði bassaleikara og í kvöld fór ég á í prufu hjá þeim og var mjög hrifinn og hissa. Í fyrsta lagi þá saman stendur hljómsveitin af 3 stelpum og þrem strákum,(með mér), og það eru stelpurnar sem hafa verið að semja tónlistina og ég verð að segja að þar er vel að verki staðið, sem mér finnst magnað þar sem mér finnst konur ekki hafa sett merkilegan svip á tónlist, allavega ekki uppá síðkastið þar sem í dag virðist vera nóg að þær séu klæddar í 63 cm af tvinna og nuddi lífbeininu í linsuna þar til blæðir úr og lögin eru flest um að þær vilji vera þrælar okkar, þær séu skítugar stelpur eða þaðan af verra, en ekki misskilja mig, mér finnst voða gaman af því að sjá ungar og myndarlegar konur sprangandi á buddunni allar í kór, bara leiðinlegt að það þarf endilega að vera að tengja þetta við tónlist. En til að gera langa sögu stutta þá var mér boðið í hljómsveitina og þáði ég það með þökkum. Svo er þetta allt háskólafólk og þegar það var verið að segja mér hvað þau væru að læra, fór mér aðeins að líða eins Slúbberti Benediktssyni ómenntuðum þarabónda í syðri-fjarðarkjafti sem man einungis alla stafina ef hann fær að syngja lagið. Solla byrjaði í praktik í dag á leikskóla og fílaði það bara mjög vel. Benedikta söng á tónleikum í kvöld,(sem ég komst því miður ekki á), og Andrea ... Andrea..Andrea er orðin múslimi og er farin að kalla sig því íslamska nafni Alla Baddarí. Alexander varð eitthvað misdægurt áðan og ældi í rúmið, ætli honum hafi bara ekki verið kalt það þekkir nú pabbi hans frá fyrr á tímum þegar hann átti það til að gera sér glaðan dag, nótt og svo ekki svo glaðan morgundag, þá var nú oft ljúft að leggja þreyttan og slitinn kroppinn í volgan og þægilega ælupollinn aftur og leggja sig aðeins lengur. Það er helst að frétta af Önnu Sigrúnu Systir minni að núna hefur hún ákveðið fá sér nýtt nef og læra að dansa eins og Michael Jackson og hefur hún fengið föður okkar til að kenna sér nokkur lykil spor, en hann þótti mjög efnilegur á yngri árum og varð m.a. í 2. sæti í breakdance keppni á Óðali, þar sem hann hefði unnið ef hann hefði ekki fengið heiftarlega garnaflækju við að framkvæma hið sívinsæla spor, "orminn".

Med venlig hilsen
Arnþór