arnthor´s life

fimmtudagur, september 30, 2004

Pæling! Ég veit ekki afhverju, ég hef líklega bara of lítið að gera

Það vildi svo skemmtilega til að ég hitti hana systir mína, hana Önnu Sigrúni, á msn áðan og lóðsaði hún mig inná bloggsíðu sem hún er búin að vera að klambra saman til að deila sínum órum, draumum og þrám. Og þar sem ég var að skoða síðuna hennar, fór ég að pæla í því að hvað ef í staðinn fyrir að fólk þyrfti að hripa niður á netinu sínar hugsanir til að deila þeim með öðrum, þá værum við bara öll beintengd saman og við værum nánast sem einn maður og allir myndu vita það sama! og þá kemur aðal spurningin, ef við værum svoleiðis, öll tengd saman, væri stöðugt tal eða alger þögn? Stöðugt tal afþví að allir hefðu vit á því sama eða þögn afþví að við gætum ekki sagt neinum neitt sem hefðu ekki vitað fyrir!
Nei mér bara datt þetta í hug.

miðvikudagur, september 29, 2004

Að færast úr stað er ....einkennilegt

Núna er ég að verða búinn að búa í Danmörku í mánuð og þetta er ennþá frekar óraunverulegt, sérstaklega ef ég, t.d. er sð skoða kort af heiminum og horfi á evrópu og sé Ísland og svo danaveldi, og hugsa, "Ég er hér!". Og líka að hugsa til þess að bæði ég og Solla séum líklegast að fara í skóla eftir áramót og þangað til verðum við að öllum líkindum bara að læra dönsku, hversu magnað er það. Andrés er núna að vinna hörðum höndum að finna æfingahúsnæði í aarhus og þar í kring, og ég býst við að vera farinn að spila eitthvað innan skamms. Fór um daginn niður í aarhus og fór að þræða hljóðfæraverslanirnar og það var alveg magnað, prófaði marga góða bassa og var boðið að kaupa einn Warwick á hálfvirði, langaði mikið til en get það ekki núna,helv.....!
Og svo get ég bent fólki á, sem vill vita hvernig maður ég er, að kíkja á heimasíðuna hennar Miru mágkonu minnar og fara þar í vinir & vandamenn, þar sjáið þið nákvæmlega hvaða mann ég hef að geyma. jæja, verð að fara að kveikja uppí kaminunni, bið að heilsa mömmu!

sunnudagur, september 26, 2004

Krampakenndur miðnæturhryllingur

Hafið þið einhverntímann, annað hvort vaknað um miðja nótt eða bara einhverntímann í dagsinn önn, fengið hræðslukast og þá er ég ekki að að tala að bregða aðeins, heldur að það þyrmi svo rosalega yfir út af einhverju, sem stundum á sér ekki einusinni sterka stoð í raunveruleikanum, að þið fáið í magann, fáið höfuðverk og bara skiljið ekki hvernig þið munið lifa þetta af.
Nákvæmlega svona kast fékk ég í nótt á milli 2 og 3 og varði það í uþb. 45 mín., einar þær verstu sem ég hef lifað. Og svo í morgunn þegar ég vaknaði , örlaði enn á þessu, svo fór ég í sturtu og bara eins og dögg fyrir sólu var þetta með öllu horfið og mér leið bara vel.
Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara í skóla eftir áramót og það er spurning hvort Solla geri það ekki bara líka. Þetta er eitthvað sem við lætum okkur dreyma um heima á fróni en var ekki gerlegt. Ég er að vinna í myndaalbúmi sem verður vonandi tilbúið von bráðar, þið verðið bara að fylgjast með.
seinna!!

föstudagur, september 24, 2004

Allt verður ekkert

Hefur það ekki komið fyrir ykkur að ykkur langar að gera svo margt, og það stendur svo margt til boða, að það endar með því að maður gerir ekki neitt.
Ég hef dálítið sterkt á tilfinningunni að þessi dagur verði svoleiðis, ég hef að vísu verið að forrita í allan morgunn svo það er ekki eins og ég hafi ekki verið að gera neitt.
Það sem maður verður að gera á svona dögum, er að rífa sig uppá rasshárunum og velja sér eitthvað að gera.
Listi yfir hluti til að gera:
  • Gera ekkert.
  • Fara á eftir og hlusta á unglinga hljómsveit.
  • Klára að forrita síðuna sem ég hef verið að vinna í.
  • Taka til.
  • Fara til Rønde og versla í matinn.

Allt þetta kemur sterklega til greina, samt vonandi ekki þetta efsta.

Áðan var ég uppgötva jazz-klúbb niðri í Århus sem er alltaf með djamm session á föstudögum klukkan 16.00, og það er þar með sett á dagskrá fyrir næsta föstudag.

heyrumst!

miðvikudagur, september 22, 2004

Jeg snakke godt dansk

Allavega sagði félagsmálafulltrúinn okkar það, og ég er bara nokkuð sáttur við það sjálfur og finnst mér ég vera litl' klári. (litl' = dalvíska, sem ég nenni ekki að útskýra). Við vorum á fundi hjá henni í dag, sem gekk bara vel.
Svo fór ég í Ungdomsskolen í kvöld, sem er nokkurskonar félagsheimili fyrir skólann sem Andrea gengur í, en konan sem er yfir þar var búin að bjóða mér hlutastarf þegar ég er búinn að ná dönskunni betur, og þangað til þá má ég koma þarna eins og ég vil til að læra dönsku, bæði í auka tíma fyrir útlendinga og einnig bara með því að vera að spjalla við krakkana. Íslensk félagsmála- og skólayfirvöld gætu lært ýmislegt hérna, það er ótrúlegt sem er gert með og fyrir krakkana hér, þið getið skoðað þetta á heimasíðunni þeirra www.rusk.dk .
Ég er að spá í að fara að halla mér bráðum og langar til að fá mér eitthvað að drekka fyrst, það kemur bara tvennt til greina: Bjór eða kaffi.
Kaffi: Ég verð of hyper og sofna ekki fyrr en seint og síðar meir.
Bjór: ok, ég verð þreyttur en ég vakna eldsnemma alveg í spreng,(ég er ekki með partíblöðru).
Hvað á ég að gera?
Guð er ekki réttlátur að láta saklausan mann þurfa að velja og hafna á þennan máta.
Og já, áður en ég gleymi því! Ég er kominn með .tk veffang það er : www.myarnthor.tk , það er reyndar bara þessi síða en samt frekar svalt, óje. Solla er einnig byrjuð að blogga, ég held að hún sé meira að segja búin að skrifa eitt. Bloggið hennar er www.sollam.blogspot.com og ef þið viljið lesa blogg frá vinum mínum, þá bendi ég á www.sweepy.tk og www.hollivals.tk eðalnáungar.
nóg í bili.

Fyrst var myrkur og svo var kaffið tilbúið

Maður er farinn að standa sig að því, þegar ég fer að sofa að vera farinn að hlakka til að fá mér fyrsta kaffibollann morgunin eftir og ef ég sé frammá að fá mér expresso svo ég tali ekki um tvöfaldan expresso, þá liggur við að limur harðni af einskærri eftir væntingu.Ég var að klára fyrsta kaffibollann og hann var allt sem ég vonaði, gaf mér ofurkrafta sem gerðu mér kleift að rísa úr rekkju, klæðast með stæl og taka mér fyrir hendur, (eða fætur), hið erfiða ferðalag yfir stofuna að tölvunni sem var búinn að vera að hæðast að mér í allann morgunn, úr svörtum skjánum las ég losta, háð og fyrirlitningu en nú, er ég er búinn að ná fyrri kröftum hefur hæðnin vikið fyrir gleði, fyrirlitningin fyrir gagnkvæmri virðingu og lostinn fyrir ást."Halló!", segi ég og á móti spilar hún fyrir mig hið vinalega og gamalkunna opnunnarstef windows-stýrikerfisins, "aha", hugsa ég, "svona hefur Guð þá liðið á meðan heimurinn var að lifna við!", nema ætli hann hafi nokkuð fengið svona flott opnunnarstef.Ég er að spá í að fara í MultiMedia nám niðri í Århus eftir áramót, aðallega af því að ég nenni ekki að vinna, nei svona má maður ekki segja. Þetta er bara nám sem ég hef mikinn áhuga á, því ég held að það sé áhugavert að vinna við þetta. Hvað finnst ykkur?Á ég að fara í nám eða bara taka í sátt að ég sé ómenntaður auli með hor og slef?

þriðjudagur, september 21, 2004

Línur skýrast að kvöldi dags

Það er skrýtið hvernig allt verður skýrt og klárt á kvöldin, þetta er eins og að dagarnir séu sandstormar og svo á kvöldin þá sest sandurinn og þá sér maður hvernig landslagið hefur breyst.
Það er kannski að á kvöldin þá róast maður og gefur sér tíma til að hlutina frá fleiri sjónarhornum. Á daginn upplifir maður hlutina einn af öðrum en á kvöldin sér maður heildina sem atburðir dagsins mynda.
Ég sá auglýsingu í blaði í dag þar sem var verið að auglýsa eftir bassaleikara, það er í Århus en ég ákvað að tjekka á því, þetta reyndust vera einhverjir kallar eru búnir að spila lengi og eru að stofna einhverskonar pöbbaband, ég ákvað nú að slá til og prófa, í versta falli er þetta ekki gaman og ég hætti, í besta falli er þetta gaman og ég fæ einhvern pening útúr þessu. Þeir töluðu um lög með eric clapton, queen, zeppelin,zappa í bland við popp og frumsamið. Eina sem reyndar legst eitthvað illa í mig er vegalengdin sem ég þarf að fara á æfingu en það er allt í lagi að prufa. Hvað finnst ykkur? á ég ekki að slá til?Líður ykkur ekki eins á kvöldin? m
Seinna!

Svona er lífið nú

Jæja, ég fór í tvö viðtöl í dag, bæði á skrifstofum sem sjá fyrirtækjum fyrir afleysingar fólki, það gekk bara vel þegar ég loksins komst á staðinn. Ég var mættur til Århus háltíma áður en ég átti að mæta í fyrsta viðtalið og fannst ég vera nokkuð góður, sté úr rútunni og hélt af stað. Áður en ég fór var ég búinn að prenta út lítið kort til að fara eftir. Ok, ég fór rétta leið en einhvernveginn álpaðist ég til að fara framhjá staðnum sem ég átti að fara á og bara hélt áfram uppí bæ,(eða allavega langleiðina), ég hef verið kominn svona 1-1,5 km framhjá staðnum þegar ég áttaði mig í því að ég var nær því að labba til Íslands en að fara í þetta viðtal, svo ég sneri við og þá gerði ég mistök númer tvö, ég fór af götunni sem ég var á,(sem var rétta gatan), og þarna stóð ég og hringsnerist eins og hálfviti og þá aðeins í uþb. 100 metra fjarlægð frá ákvörðunarstaðnum, þar hitti ég einn hjálpsaman dana, (þeir eru það reyndar allir held ég, þó að ég bölvi þessum nú í hljóði núna), og hann benti mér að fara eitthvað útí buskann og aftur fjarlægðist ég takmarkið. Svo á endanum þá stóð þarna einn,blautur,þreyttur og svangur og spígspöraði fram og aftur, eins og 6 ára íslensk stelpa í dönskum skóla áður en hún lærir að spyrja hvort hún megi fara á klósettið, og þá fékk þessa líka snilldar hugmynd, að hringja í hana Sigrúni Thormars og spyrja hana hvernig í andsk.... ég kæmist nú á réttan stað, það tók hana 3 mínútur að koma mér þangað og viðtalið gekk vel, en til að gera langa sögu stutta þá gekk álíka vel að finna hinn staðinn nema að mér tókst að finna hann alveg sjálfur ..... á endanum!
Eftir seinna viðtalið var förinni heitið á lögreglustöðina til að fá afrit af sakavottorðinu mínu, sem er náttúrulega hreint, og veit ekki hvernig það er með ykkur hin en alltaf þegar ég fer inná lögreglustöð finnst mér eins og ég sé að fela eitthvað, en það gekk bara vel og eftir það fór ég bara heim með rútunni.
Leyfið mér aðeins að segja ykkur frá dönskum sakavottorðum, málið er að þegar þú flytur til Danaveldis þá færðu nýja kennitölu og svo þegar þú ferð með þessa nýju kennitölu á lögreglustöðina, þá er náttúrulega enginn glæpur tengdur við hana, nema náttúrulega ef þú ert alveg sérstaklega duglegur einstaklingur.
jæja, nóg í bili

mánudagur, september 20, 2004

Enn sami dagur

Það er skrítið að, hugsa til þess að ég er ekki búinn að vera í vinnu í rúmlega 3 og hálfan mánuð,(Guð blessi fæðingarorlof), og það er fyrst núna í kvöld sem hefur leiðst eitthvað aðeins. Það voru allir að segja við mig áður en ég hætti að vinna að ég myndi klikkast og verða kominn aftur í vinnu eftir no time, en ég virðist alltaf finna mér eitthvað að gera, forrita, leika mér í photoshop,Fara í fjallgöngu( sem verður að vísu erfitt í Danmörku), fara að hlaupa,spila á bassann,ala upp börn ofl,of. Það er nóg að gera. Fyrir þá sem voru á tónleikunum í Ungó, þá er Hölli byrjaður að vinna úr upptökunum og þið verðið að hafa samband við hann til að fá eintak.
Ég bý í landi þar sem bjór er ódýrari en vatn og ég get verslað hann og vín bara um leið og ég kaupi í matinn, Það er, (Sweepy hlustaðu nú á), MAGNAÐ!Ég sá mynd af mér í dag og sá mér til mikillar furðu að ég er að verða fullorðinn, skrítinn tilfinning en góð, ég get þá loksins farið að ganga í hnepptu prjónapeysunni minni án þess að skammast mín. Ég held að það sé einn af helstu kostunum við að eldast að, þægileg föt, ljót en þægileg og öllum er sama. hvað er það besta við heimilið þitt? hús eða íbúð , hvað er það besta?

Og í byrjun var það aðeins eitt

Jæja, ágætu félagar og aðrir, núna er ég búinn að vera í okkar gömlu herraþjóð,Danmörku, í 2 vikur og líkar bara vel. Ég er að fara í 2 atvinnuviðtöl á morgunn og er dálítið stressaður, þar sem ég er ekki nógu sleipur í málinu, en þetta hlýtur að reddast. Ég bý í litum bæ rétt fyrir norðan Åarhus, sem heitir Thorsager og búa hér aðeins 1600 manns, ég bý í enda húsi í botnlangagötu svo það er frekar rólegt hér, sem er bara fínt. Það eru allskyns býli hér í næsta nágrenni, s.s. hestabýli,kúabýli ofl. Það er komið haust hér eins og heima á Íslandi og veðrið lítið betra, kannski aðeins heitara, annars bara rigning og vindur eins og maður er vanur. Ég er reyndar að spá í að fara í nám eftir áramót, Það verður gaman að sjá hvernig það fer!
Jæja, þetta er nóg í bili, meira seinna